Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 42
íslenskir sjónvaupsáhorfendur þekkja hana sem Mildred, húsmóðurina á neðri hæðinni i ,,Maður til taks.” Hún fjargviðrast sifellt, fussar og fjasar við bónda sinn, George, brigslar honum um skort á mannasiðum og þó einkum getuleysi til hvílubragða. í einkalífinu heitir hún Yootha Joyce og er afar ólík þeirri konu, sem hún sýnir á sjónvarpsskjánum. Eftirfarandi er úrdráttur úr grein eftir blaðamann, sem heimsótti hana í London. Mildred í einkalífinu Yootha Joyce er ánægð með að vera Yootha Joyce. nema að einu leyti: Aliir virðast halda, að hún sé M ildred Roper í einkalifinu jafnt og á skjánum. Allir þekkja Mildred, þessa fussandi og fjasandi húsmóð- ur, sem þráir snoturt heimili, falleg föt — og spennandi eiginmann. Það síðasttalda virðist allra fjærst lagi, því George, (leikinn af Brian Murphy), sýnir ekki minnsta lit á því að koma til móts við konu sína. Yootha leikur Mildred svo sann- færandi, að mörgum finnst hún hljóti að vera svona sjálf. Það er ekki óalgengt. að til dæmis vörubil- stjórar halli sér út um gluggann á trukknum sínum og kalli til Yoothu ágötunni: , ,Kf þú færð ekki nóg hjá George, ljúfan. þá er ég reiðubú- inn!" En þeir sem heimsækja Yoothu i íbúð hennar í London, komast fljótiega að raun um, að hún og Mildred eiga fátt sameiginlegt. I fyrsta lagi er það enginn aula- legur og sóðalegur George, sem býður í bæinn, heldur hávaxinn myndarlegur ungur maður, smart klæddur og að minnsta kosti 20 árum yngri en Yootha sjálf, sem er að nálgast fimmtugt. Og þetta er ekki sonur hennar! Yootha kynnir sambýlismann sinn: — Þetta er Terry, hann er lika i skemmtanaiðnaðinum, en ekki leikari. Og svo er boðið til sætis i nýtiskulegri stofu í sænskum stíl, gjörólíkri þeirri, sem Ropershjónin eiga. I — Terry er stórkostlegur, segir Yootha. Vissulega gæti hann verið sonur minn, en hvað með það? Við höfum búið saman síðastliðna 18 mánuði, og við erum mjög, mjög hamingjusöm. í rauninni hugsar hann um mig, eins og hann væri faðir minn — burtséð frá kynferðis- iegri hlið málsins, bætir hún svo við, eins og til að fullvissa um, að sú hlið málsins sé sannarlega í lagi. — Við erum afsaplega hrifin hvort af öðru. Það kemur i ljós, að Terry er Terry Dixon, 30 ára, framkvæmd- astjóri og leiksviðsstjóri. Yootha er ánægð með að láta hann stjana við sig og viðurkennir fúslega, að hún sé sjálf litið fyrir heimilisstörf og að stjana við aðra. Blaðamaður spyr Yoothu, hvort samband henn- ar við svo miklu yngri mann hafi ekki valdið miklu umtali. — Ekki meðal samstarfsmanna minna. Þeim likar öllum vel við hann. En ég veit, að mörgum finnst þetta einkennilegt. Mikið er þetta annars vitlaust! Ef miðaldra maður nær sér í unga stulku, þá er litið á hann sem karl í krapinu. En konur! Ég sé ekkert athugavert við þetta samband. öll mín ástarsambönd hafa verið farsæl, og þau hafa öli endað í vinsemd, jafnvel hjónaband mitt. Yootha var í þrettán ár gift leikaranum Glyn Edwards, og enda þótt þau hafi verið skilin i átta ár, eru þau enn bestu vinir. Við eignuðumst engin börn, en ég er guðmóðir barnsins, sem hann á núna. Er hægt að hugsa sér betra samband eftir skUnað? Ég held, að Glyn hafi alltaf langað til að eignast barn, en ég álít, að mann verði að langa alveg afskaplega mikið til að eignast barn, tU þess að leyfa sér það. Og mig langaði aldrei svo afskaplega tU þess. Mér finnst það blátt áfram eigingirni að fæða barn inn i þennan heim, bara af því flestir gera það. Og samband þeirra Yoothu og Terrys virðist sannarlega ekki líða fyrir barnleysi. En skyldi það ekki valda Yoothu neinum áhyggjum, hversu miklu yngri hann er? Er hún aldrei hrædd um, að hann stingi af með yngri konu? — Ég reyni ekki að blekkja mig, segir hún. Hverju má ekki búast við, ef elskhuginn er mörgum árum yngri? Annars er aldrei að vita, kannski verður hann enn hjá mér, þegar ég verð komin um áttrætt. Á hinn bóginn ætla ég að vona, að ég getið tekið þvi með karlmennsku, ef hann hittir einhverja aðra og verður ástfanginn á ný. Við Terry höfum verið afar hamingjusöm, og ég tel, að okkar samband hafi að minnsta kosti hingað tU verið ólíkt ham- ingjusamara en gengur og gerist meðal margra hjóna. En þegar Yootha er spurð, hvort hún muni giftast aftur, Terry eða einhverjum öðrum, þá svarar hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.