Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 43
afdráttarlaust: — Nei og aftur nei, ekki fyrir nokkra muni. Yootha verður fimmtug á þessu ári, en hún virðist ekki hafa minnstu áhyggjur af aldrinum. — Mér finnst ekkert ógnvekj- andi við það að eldast. Lifið breytist ekki allt i einu bara við það að ná fimmtugsaldri. Og það fer virkilega i taugarnar á mér að vita til þess, að það er fullt af konum, sem eru svo heimskar að setjast niður með hugarangur út af því, að enginn vilji lengur með þær hafa. Það er beinlínis niðurlægjandi. Það er hreinn óþarfi að setjast í ruggustól og velta vöngum. Helsti veikleiki Yoothu er pen- ingar, og hún viðurkennir það fúslega. — Ég verð að eyða þeim strax, og Terry er oft skelfing gramur við mig. En hver veit, hvort ég verð á lífi á morgun, og því skyldi ég þá draga að veita mér það, sem ég hef efni á í dag? Ég er eins og faðir minn. Hann var söngvari og byrjaði við óperuna. Hann missti röddina eftir mikil veikindi, og eftir það vann hann við fjölleikahús. Hann eyddi alltaf peningunum jafn- óðum, eins og hans síðasti dagur væri upprunninn. Ef hann gat ekki eytt þeim á annan veg, þá veðjaði hann, og ef hann eyddi ekki peningunum i veðmál, þá drakk hann þá út. Annars verð ég að játa, að ef ég lifi það að komast yfir sjötugt, þá kæmi sér vel, að einhver væri til þess að vinna fyrir mér. Ég get ekki endalaust leikið Mildred og nöldrað við George. Ég vil ekki verða að klissju. — Reyndar er þetta hlutverk að vaxa mér yfir höfuð. Ég get naumast lengur farið í venjulegar verslanir. Um daginn brá ég mér í Selfridges (verslun i London, sem margir islendingar kannast við), og þá vék sér að mér vingjarnleg litil kona, og við spjölluðum saman stutta stund. Síðan sneri ég mér að þvi að versla, og nokkru síðar heyri ég reiðilega rödd hennar hjá mér: ,,Ég hef alltaf verið hrifin af þáttunum þínum, en nú skal ég aldrei framar horfa á þá.” Ég ætlaði ekki að trúa því, að þetta væri sama konan og sagði: „Fyrirgefðu, en vorum við ekki að spjalla saman rétt áðan?” ,,Jú,” sagði hún, ,,en svo ávarpaði ég þig aftur, og þú leist ekki við mér og strunsaðir bara áfram.” Ég sver, að ég hafði ekki heyrt i konunni og ætlaði alls ekki að sýna ókurteisi. En fjárinn hafi það, ég hlýt að mega versla í friði, eins og annað fólk, það þarf ekki að öskra á mann inni i miðri verslun. Hver þekkir ekki þessi andlit? Yootha og Brian Murphy (Mildred og George) leika um þessar mundir vondu stjúpsysturnar í Öskubusku á leiksviði í London. Og þar leikur einnig Richard O’Sullivan, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við úr læknaþáttunum bresku og þættinum „Maður til taks.” Yootha getur ekki annað en skemmt sér yfir afstöðu karlmanna til hennar, eða öllu heldur persón- unnar, sem hún túlkar í sjónvarp- inu. — Um daginn hringdi til dæmis náungi og sagði: „Ég vildi gjarna koma og fá að sjá þig á nærbuxunum.” Ég heyrði hann gripa andann á lofti, þegar ég hvíslaði, að ég væri ekki í neinum, en hann var fljótur að leggja ó, þegar ég bætti við: „Blessaður komdu. Maðurinn minn er lögreglu- foringi hjó Scotland Yard, og hann dauðlangar til að hitta þig." Yootha kannar andlit sitt vendi- lega í speglinu, þetta andlit, sem er orðið svo þekkt á skjánum og virðist æsa margan karlmanninn. — Ég ætti kannski að fá mér svolitla lyftingu við augun, segir hún. Annars hef ég ekki minnstu áhyggjur út af hrukkum, ég hef haft hrukkur siðan ég var 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.