Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 44
Pessi litli drengurá uð ffaru til sáifrazðings Hann hringir bjöllci Frecids í fimmtíu ár hefur Anna, dóttir Freuds, unnið eftir kenningum föður síns. Hún hefur samt alltaf neitað að tala nokkuð um hinn fræga föður sinn. En nú, þegar hún er orðin 80 ára gömul, hefur hún ákveðið að rjúfa þögnina. Hún vill nú gera kvikmynd um sig og föður sinn. Hún er orðin áttræð, en starfar þó af fullum krafti á vinnustofu sinni í Vínarborg. Hinn þekkti barnasálfræðingur Anna Freud. Þrátt fyrir það að hún hefur getið sér frægðarorð fyrir störf sín, er nafn hennar ekki undanþegið frægðinni, sem faðir hennar öðlað- ist. Hann var nefnilega ekki einung- is faöir hennar, heldur lika ,,faðir sálfræðinnar, ” umtalaður maður, þótt 30 ár séu liðin frá dauða hans. Hann hefur verið hafinn til skýj- anna og álitinn spámaður i þessum fræðum, en síðar verið gagnýndur og ályktanir hans dregnar í efa. Þessa gagnrýni á einkadóttir hans erfitt með að þola. Þess vegna hefur hún tekið þá mikilvægu ákvörðun að rjúfa þögnina, sem hún hefur varið sig með í hálfa öld, á meðan hún fetaði í fótspor föður síns. Hingað til hefur hún algjör- lega neitað að tala við blaðamenn og ljósmyndara, en hefur unnið þegj- andi, trúföst og einbeitt með hlið- sjón af þvi, sem faðir hennar lét henni eftir. Hún sá um hann síðustu 17 árin, þegar hann var þjáður af krabba- meini í hálsi. Þvi er ekki ósennilegt, að hún búi yfir vitneskju, bæði vísindalegri og persónulegri. Þögnin í kringum allt, sem viðkemur föður hennar, hefur kannski verið nauðsynleg fyrir hana bæði af persónulegum og vís- indalegum ástæðum. Hún hefur barist til þess að verða eitthvað sjálf, en ekki einungis eitthvað í nafni föður síns. ÆTLAR AÐ GERA KVIKMVND UM LlF SITT Þegar hún hefur nú loksins ákveðið að leysa frá skjóðunni, á það að verða til gagns. Ekki með þvi að skrifa endurminningar, held- ur með áhrifameiri aðferð. Eftir þessi áttatiu þöglu ár hefur hún ákveðið að leika sjálf aðalhlutverkið í mynd um líf sitt. Og til þess að koma þessu öllu af stað, dregur hún nú úr pússi sinu gömul skjöl og bréf, auk samræðna hennar við föðurinn. Það, sem fær hana til þess, er hin stöðuga gagnrýni á föður hennar, sem henni finnst skyggja á minn- ingu hans. Hún vill ekki heyra það nefnt, að faðir hennar hafi verið ofmetinn og að þrátt fyrir allt sé sálgreining aðeins lítill hluti af geðlæknisfræðinni í heild. Sumir visindamenn ganga jafnvel svo langt að segja, að við getum ekkert lært lengur af Freud. Það sé liklega best að gleyma honum sem fyrst. SAMFÉLAGIÐ ER VEIKT, EN EKKI MANNESKJAN Stór hluti gagnrýnenda hefur fengið stuðning hjá félagsfræðing- um, sem halda því fram, að kenninar Freuds lagi fólkið eftir því 44VIKAN 9. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.