Vikan


Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 03.03.1977, Blaðsíða 48
Á l’lé\i»iícri) . M< !( )\ : ÁRNI IU \H \ -XSON' bæ, á afvikinn stað. Nú átti bíllinn svo sannarlega að fá að finna fyrir íslenskum malarvegi. Vegurinn var að vísu nokkuð góður, en krókóttur. Þegar komið var á malarveginn, var allt gefið í botn, og ég tók með í reikninginn, að bíllinn mundi skvetta til afturend- anum, eins og flestir afturdrifsbílar Mazda er japanskur bíll og hefur selst mjög vel á síöustu árum, svo okkur þótti við hæfi að prófa nýjasta afkvæmi Mazda fjölskyldunnar, sem komið hefur á markað á islandi. Bill þessi heitir raunar fullu nafni Mazda 121. Þegar við komum niður í umboð til að ná í bílinn, var okkur sagt, að hann stæði bak við húsið og væri í gangi. En þegar komið var að bílnum, var ég viss um, að hann væri ekki í gangi, því ég heyrði ekki neitt í honum. Það var ekki fyrr en ég leit á snúningshraða- mælinn, að ég áttaði mig á því, að það var alls ekki dautt á bílnum, heldur gekk hann svona hljóðlega og mjúklega, að það var ekki nokkur leið að heyra í mótornum. Innréttingin í þessum bíl er öll mjög falleg og vönduð. Mæla- borðið er klætt viðarlíki, og er það mjög svo fallegt og sportlegt. Allir mælar eru góðir til aflestrar. Stjórntækin eru á réttum stöðum, svo ekki þarf að teygja sig allan og sperra til að hreyfa hina ýmsu takka. Sætin eru í einu orði sagt frábær. Það er ekki nóg með, að það sé dýrindis áklæði á þeim, heldur er mjög gott að sitja í þeim, og það fer vel um mann undir stýri. Miðstöðin hitar mjög vel, og loftræstingin er góð. Mazda 121 er sportlegur í útliti og ber vel þá eiginleika, sem hann hefur. Vélin er fjögurra cylindra með yfirliggjandi knastás, 1,769 cc með tvöföldum blöndungi. Gír- kassinn er fimm gíra og alsam- hæfður. Drifið er á afturhjólunum. Bíllinn vegur 1,140 kg, og snún- ingshringur hans er 10 m. Og þá er komið að aksturs- eiginleikunum. í fyrstu var ekið með friði og ró um höfuðborgina, og þar kom í Ijós, að bíllinn er lipur og þægilegur í bæjarumferð. Bremsurnar verka mjög vel, og ástigið er létt og traust. Stýrið er alveg mátulega þungt og svarar Ijómandi vel. Útsýni er nokkuð gott, en ég saknaði hliðarspegl- anna mikiö. Bíllinn, sem ég próf- aði, var á radialdekkjum og lá þar af leiðandi mjög vel á malbiki og haggaðist ekki, þrátt fyrir að ekið væri á ofsaferð í krappar beygjur. Viðbragð bílsins var mjög skemmtilegt. Þegar gefið var i botn og bæöi hólfin á blöndungn- um opnuöust upp á gátt, þá rauk hann urrandi af stað. En þegar við höfðum fengið okkur fullsadda af bæjarkeyrslu, var haldiö út fyrir gera í beygjum á malarvegi, sér- staklega ef þeir eru á radial- dekkjum. En raunin varð sú, að hann skvetti afturendanum bara varla nokkuð til. Þá var tekin beygja á handbremsunni til að snúa við og gefið í botn til baka, en allt fór á sömu leið. Það var varla hægt að merkja, að hann rynni til að aftan. Á þessum malarvegi var ekið fram og aftur á rosaferð, og Mazdan stóð sig með prýði. Ekki var að merkja nein högg i stýrinu, þótt ekið væri í holur. Það má eiginlega segja, að Mazdan hafi platað mig svolítið með því að vera svona góð á mölinni. Mazda 121 kostar milli 2,2 og 2,3 milljón krónur. 48 VIKAN 9. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.