Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 7

Vikan - 31.03.1977, Page 7
Öðruvísi blómagjöf eða skreyting Þetta er óneitanlega falleg blómaskreyting. Svona karfa er ódýr, og í hana mætti setja þau blóm, sem eru á markaðnum hverju sinni. Hér eru notaöir túlípana-páskalilju- og krókuss- laukar. Þeir eru látnir í litla blómapotta með mold í, plastpok- ar látnir utan um pottana til að vernda körfuna og það, sem hún stendur á, þegar þarf að vökva. Flest ef ekki öll þessi blóm eru til núna eða verða til um páskana. Væri ekki kjörið að skreyta páskaborðið með svona körfu eða körfum? Er hún ekki fín Ekki er langt til páska og sumardagurinn fyrsti heldur ekki langt undan. Vanti þig kjól á þá litlu, þá er hér hugmynd að einum sérlega fallegum, sem alls ekki er erfitt að sauma. Kjóllinn er opinn að aftan og bundinn saman með böndum. Þannig er bæði auðvelt að klæða barnið í kjólinn og strauja hann, ef þú notar ekki straufrítt efni, sem er auðvitað langbest. Vestið er úr vatteruðu efni og það má auðvitaö alveg eins nota með öðrum fötum. Biandaðir sjávarréttir Rúllaður laxaskífu utan um velvalinn aspas (má ekki vera trén- aður). Leggið salatblað undir laxinn. Raðaðu smekklega saman rækunum og dálitlu af svörtum kavíarskreyttumsítrónusneið, ogá kringlóttri, ristaðri brauðsneið er haft túnfisksalat eða annað salat, semhentar. Brauðiðerskreytt með rauðum kavíar og sólselju (dill). Brauð og smjör er borið með (ekki nauðsynlegt). Rétturinn hentar vel sem forréttur, en sé hann ekki notaðurþannig, ercamenbertostur og vínber hreint afbragð á eftir. Léttir - Fijótiegir Bragðgóðir Þessir réttir henta vel bæði sem forréttir eða smáréttir við ýmis tækifæri. Það tekur ekki langan tíma að útbúa þá, og þeir eru sérlega góðir. Að vísu er hráefnið fremur dýrt, en vel þess virði, því flestum finnst sjávarréttir góðir. Rækjukokkteiii (fyrir 4) 400 gr rækur salatblöð dill 1 glas kavíar 1 sítróna Sósa: 1 dl olía 2 msk edik 1 msk Ijóst, franskt sinnep pipar, hvítlaukssalt. Allt blandað saman og hrist. Leggið fín salatblöð i skálar og raðið á þau rækjum, dilli og sítrónusneiðum. Kælið í ísskáp um stund. Hellið sósunni yfir rétt áður en borið er fram. Skreytið með kavíar. Ristað braut og smjör borið með. Athugið, að nauðsyn- legt er að bera rækjukokkteil fram alveg ískaldan. 13. TBL. VIKAN7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.