Vikan


Vikan - 31.03.1977, Síða 14

Vikan - 31.03.1977, Síða 14
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Forsíðan á feröabæklingi Ferðafélags is/ands. Hvert skal halda í sumar? Al/t bendir til, aö í ár veröi feröaiög íslendinga meiri en nokkru sinni fyrr, bæöi innanlands og utan. Vikan ieitaöi ti/fó/ks í feröabransanum og baö þaö aö skýra í stuttu máli, hvaö væri helst á döfinni í sumar og hvert þaö myndi fara sjálft, ef tækifæri byöist. Ýmsan fróöleik er aö finna í svörunum og viö vonum, aö lesendur hafi aflestrinum nokkurt gagn, þótt hér sé aðeins stik/að á stóru. SJ. Ferðafélag íslands HORNSTRANDIR Tómas Einarsson, formaður ferðanefndar FÍ, er einn þeirra mörgu, sem ekki hefur komið á Hornstrandir, og þangað stefnir hugur hans. Ferðafélagið efnir til þriggja 9 daga ferða á Hornstrand- ir í júlímánuði í sumar. Flogið er til ísafjarðar, og aðaldvalarstaður veröur í Hornvík. Tómas kveðst best kunnugur á Sprengisandi, en ef um ferð til útlanda vaeri að ræða, þá langaði sig helst til Norðurlanda. 50 ÁRA AFMÆLI F.i._________ Ferðafélagið er fimmtugt á þessu ári. Af því tilefni kemur út afmælisrit með safni greina eftir þjóökunna menn. Efnið er sjálf- valið, en eflaust tengt áhugamál- um Ferðafélagsmanna. í tilefni afmælisins veröur skipulögö gönguferð á Esju með sérstökum hætti, en of snemmt er að segja frekar frá þeirri ferð. ÁHUGAVERÐAR FERÐIR Þegar flett er feröaáætlun ársins, er þar meðal nýjunga flug- ferötil Grímseyjar um sólstööur, 5 daga ferð i júlí: Nýidalur - Arnarfell - Vonarskarö. Þá verður áhuga- verð 9 daga ferö um Lónsöræfin í ágúst og feröin Núpsstaöaskógur - Grænalón - Súlutindar, en hún verður dagana 19.-23. ágúst. Um páskana fer Feröafélagiö i 5 daga ferö f Þórsmörk, nánar tiltekiö dagana 7.-11. apríl. 17 SÆLUHÚS Sæluhús FÍ eru nú 17 talsins, en þar af eru 6 séreign deildanna á norður- og austurlandi. Gistigjald í sæluhúsunum er 350 kr. fyrir félagsmenn og 500 fyrir utan- félagsmenn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.