Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 15

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 15
Þessi fallega mynd skreytir bækling um Ibiza sem Úrval gefur út. Hópur á vegum Útivistar á kræklingafjöru, en þessi mynd er á forslðu árbókar Útivistar nr. 2. : "^1^^ P:: tlrval LANZAROTE ,,Ég er nú búinn að svara þessari spurningu áöur," segir Steinn Lárusson hjá Úrvali, ,,og þá var þaö Grænland og Færeyjar, sem mig langaði að heimsækja. Það hef ég nú þegar gert, og ætli ég kjósi ekki núna að heimsækja Lanzarote, sem er ein af Kanarí- eyjunum og sú, sem er sennilega líkust íslandi. Eyjan ligguraustast í eyjaklasanum, næst Sahara, og er kortérsflug þangað frá Las Palm- as. Þetta er mikið eldfjallaland, en fólkið þar lifir mest á landbúnaði, þrátt fyrir hrjóstrugan jarðveg. Eyjan er tiltölulega ósnortin , en þó eru ferðamenn farnir að sækja þangað í auknum mæli, bæði vegna hinnar sérstæðu náttúru- fegurðar og góðra baðstranda." ,,ERTU MEÐ TIL IBIZA" Úrval flytur flesta farþega til Mallorka, en nýjasta blómið í hnappagatinu er Ibiza, sem er eyja um 70 sjómílur frá Mallorka. íbúarnir eru um 40 þúsund, einkar vingjarnlegt fólk, enda hefur eyjan verið í þjóðbraut og um hana leikið straumar frá flestum menningar- rfkjum sögunnar. Steinn sagðist ekki búast við minnkandi aðsókn til Mallorka, þangað færu sömu farþegarnir aftur og aftur, en skryppu til annarra landa inn á milli. Verðið mun hækka I ár um 20-25%, en ca 12% af þeirri hækkun er af völdum gengissigs. Meöalverð fyrir hálfsmánaðar dvöl án fæðis er 75—80 þúsund krónur, en meö fullu fæði 87-98 þúsund krónur. Úrval fer með hópa til Mallorka um páskana, og 4 ferðir verða til Kanaríeyja. Þessar ferðir verða sennilega fullbókaðar, þegar þetta blað kemur fyrir sjónir lesenda. Annars eru Kanaríeyjaferðimar fyrstogfremstávetraráætlun,'eins og flestum er þegar kunnugt. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, má búast við, að eftir- spurn í sólarlandaferðir verði meiri í ár en í fyrra. ativíst HOFFELLSDALUR Einar Guðjohnsen hjá Útivist, landsþekktur ferðagarpur, sagðist óska sér aö fara í Hoffellsdal dagana 11.-17. júlí í sumar, en sú ferð er í sumarleyfisferðaáætlun Útivistar. „Þetta er ferð, sem getur verið róleg, og hún getur líka verið erfið, allt eftir því hvað menn vilja leggja á sig. Hugmynd- in er að fara austur í Hoffellsdal, sem erfyrir norðan Hornafjörð, og tjalda þar. Tjöldin verða kyrr allan tímann. Þarna er eitt mesta steinaríki íslands, og jafnvel von í rauðum ópölum, ef menn nenna að ganga svo langt. Það er hægt að ganga á jökla, þar á meðal Goðaborg, og jafnvel hægt að ganga norður í Lambatungur og á Sauðhamarstind. Ég hef aldrei farið um þetta svæði, en verið víða þarna í kring. Þetta er samskonar landslag og er í Lóns- öræfunum, en miklu léttara að komast þangað. Ef ég ætti annað val, þá myndi ég kjósa mér ferðina Fljótsdalur—Snæfell, dagana 15.- 23. ágúst. Þarna inni í botni á Fljótsdal er eitt mesta meginlands- loftslag á íslandi og öruggt, gott sumarveöur. Fólk gerir sér al- mennt ekki grein fyrir þessu, því að þaö heldur, að austfjarðaþokan nái langt inn til fjalla. Þarna er hægt að ganga inn með Jökulsá á Fljótsdal, sem fellur í fossum og flúðum niður í dalinn á löngum kafla. Svo er hægt að ganga upp á fjöllin fyrir ofan, og þar er yfirleitt alltaf eitthvaö af hreindýrum. Þá er hægt að ganga á Snæfell, en þar eru sæluhús og leitarmanna- hús á leiöinni. Þetta er semsagt önnur kjörferð. Páskaferð Útivistar er á Snæ- fellsnes og gist í félagsheimilinu Lýsuhóli, en þar er aðstaðan mjög góð og ölkeldusundlaug rétt við hliðina. Gönguleiðir eru óþrjót- andi, en flestir munu eflaust hugsa til jökulsins, ef veður verður gott, og sömuleiðis munu ein- hverjir ganga á Helgrindur. Lagt verður af stað á skírdagsmorgun, og við búumst við fjölmenni. Svo verða styttri ferðir alla páskadag- ana og þar á meðal ein kræklinga- ferð. FERÐIR A HORNSTRANDIR VERÐA VINSÆLAR Þær sumarleyfisferðir, sem ætla má að verði vinsælastar, eru 10 daga feröir í Aðalvík og Horn- strandir, en þarna er um að ræöa tvískiptingu á sömu ferð. Verðið er lágt, aðeins 15.700 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.