Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 16

Vikan - 31.03.1977, Page 16
Yfirlitsmynd yfir Portoroz og nágrenni. Anægöir feröamenn 6 vegum Úlfars baöa sig / Landmannalaugum. Landsýn ölffarJacobsen ARNARVATNSHEIÐI Kjartan Helgason veröur sposk- ur á svip, þegar hann er spuröur um óskaferöina. Hann verður nefnilega aö viðurkenna, aö enda þótt hann selji einkum ferðir til útlanda, þá langar hann mest að slappa af á Arnarvatnsheiði i einar þrjár vikur. Hann langar einnig að skoða skoska hálendið og kynnast betur Noregi og Svíþjóð. En samt kynni næsta orlofsferð að verða til Bandaríkjanna til að hitta þar marga ættingja. STAÐUR LANDSÝNAR ER PORTOROZ Landsýn flytur einkum feröa- langa til Portoroz f Júgóslavíu. Það leynir sér ekki, að Kjartan er hrifinn af júgóslövum og þeirri þjónustu, er þeir bjóöa. Á ferða- áætlun eru sjö 18 og 19 daga ferðir til Portoroz, og er meðalverð á tveggja manna herbergjum um 100 þúsund krónur, hálft fæði innifaliö. Félagsmenn aðildar- félaga Alþýðuorlofs fá 4000 króna afslátt. Portoroz, sem er' í lýðveldinu Slóveníu, er ævagamall heilsu- og hressingarbær með 5.900 íbúa, og þar eru 20 hótel. Stutt er til höfuöborgar Slóveníu, sem heitir Ljubljana, en þar búa um 250 þúsund manns. HÓPFERÐIR TIL KINA OG RÚSSLANDS Meðal nýjunga hjá Landsýn má nefna tvær hópferðir til Kína í samvinnu við Kínversk — íslenska menningarfélagið, KÍM, og fjórar ferðir til Moskvu. Þá kemur hingað í júní á vegum Landsýnar skipið Estonia með sovéska ferða- menn. VESTFJARÐAKJÁLKINN ,,Hugur minn stendur alltaf til fjalla, og ég myndi ekki eyða sumarfríi mínu erlendis. Suma staði á landinu þekki ég mjög vel, en ég hef aldrei farið um Vest- fjarðakjálkann, og þessvegna vildi ég gjarnan fara um þær slóðir og gefa mér góðan tíma til að skoða landslagið." 6 DAGA FERÐIR ER NÝJUNG Flestir vita, að Úlfar hefur staðið fyrirsvonefndumSafariferðum um langt árabil, og það er stöðug aukning hjá honum. i sumar er það helst nýjunga, að farnar verða 11 sex daga ferðir, en mikið hefur verið spurt um styttri hálendis- ferðir af erlendum ferðaskrifstof- um. Að öðru leyti er boðið upp á klassískar ferðir, sem seljast allar nokkuð jafnt á tímabilinu frá miðjum júní til ágústloka. í ár er eftirspurnin óvenju mikil, og 1. mars sl. var búið að bóka rneira en 10. júní í fyrra. Aukningin í fyrra var 27%, miðað við árið áður, og nú stefnir í enn meiri aukningu. 25 MANNA HÓPUR FRÁ SPÁNI Þá ber til tíðinda í ár, aö á vegum Úlfars kemur hingað 25 manna hópur frá Barcelona og dvelur hér í hálfan mánuö. Að sjálfsögðu ríkir nokkur eftirvænt- ing, hvort þetta veröi upphaf þess, að Spánverjar fari í einhverj- um mæli að heimsækja island. Þá er Ijóst, að vera íslenska landsliðsins í handbolta í Austur- ríki hefur haft sín áhrif, því að skömmu eftir að liðið hafði leikið þar, fóru að berast miklar fyrir- spurnir og pantanir frá Austurríki og þá einkum frá Linz. Margir útlendingarnir koma oft- ar en einu sinni. Úlfar var nýbúinn að fá bréf frá þjóðverja, sem ferðaðist með honum árið 1960. Nú kemur hann aftur í sumar með konu sinni og 7 ára syni. Ferðirnar á vegum Úlfars skipt- ast í 13 daga óbyggðaferðir, 12 daga hringferö og hinar nýju 6 daga ferðir með viðkomu m.a. á Húsafelli, Landmannalaugum, Eldgjá og Þórsmörk. 4

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.