Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 19

Vikan - 31.03.1977, Side 19
SMÁSAGA EFTIR DENISE ROBERTSON George Þú varst sterkur, þú varst góður, þú dáðir mig — það var mér ljóst. En ég hafði mínar áætlanir, George, og þær hafa staðist fullkomlega. Mér hefur hlotnast allt það sem ég hef ætíð óskað mér. Allt, held ég.... George! Ég var búin að gleyma þér George.... þar til ég opnaði blaðið og sá myndina af þér. Og allt í einu er ég orðin fimmtán ára aftur, og árin, sem hafa liðið síðan, eru horfin mér sjónum. Ég man ekki, hvenær við hittumst fyrst. Kannski þú hafir alltaf verið þarna, hár og slánalegur, olíublettur ofan við efri vör þína, hendur þínar stórar og sterklegar, en jafnframt blíðar. Varir þínar voru fallegar. Svo mikið man ég. Kossar þínir voru óákveðnir, en þó einhvern veginn örvæntingarfullir. Þú elskaðir mig svo óendanlega mikið, og ég.... ég var yfirfull af valdi, valdi mínu yfir þér. Ég gat kveikt bros í augum þér með einni handsveiflu, hrakið þig dapran á brott með einu höstu orði. Það var valdið, sem gerði þetta allt einhvers virði... undanbrögðin, lyg- in, sem ég þurfti að nota. Því þú, varst ekki einn af okkur. Móðir mín útskýrði það á mjög viðfelldinn hátt: ,,Hann er ekki úr sömu stétt og við, vina mín. Þú særir hann bara að lokum.” Ég sagðist vera sammála... ja, að vissu leyti var ég það...en ég var ekki alveg reiðubúin að sleppa þér strax. Svo að við hittumst í laumi. Ó, George, þú varst góður. Menntunarleysið heyrðist á mæli þínum, og þú hélst á hnífnum, eins og hann væri penni. Ég skammaðist mín fyrir þig, óttaðist, að vina- hópur minn sæi okkur, en þó lét snerting vara þinna mig vilja meira og meira. Þetta leynda samband okkar stóð í nokkur ár. Á sumrin varð ég að eyða kvöldunum í tennisklúbbnum. Á veturna tóku mæður vinkvenna minna upp á að bjóða okkur til skiptis til sín í kaffi. En ég fann alltaf stund fyrir þig George. Einhvern veginn tókst það alltaf. . . Mér leið alltaf vel eftir að hafa verið með þér, ég varð eftirsóknar- verð og sterk. Stundum fékk ég ofurlítið samviskubit... samvisku- bit af því að hafa svikið foreldra mína, samviskubit af þvi að nota þig. En það endaði alltaf með því, að ég ýtti efasemdum mínum til hliðar. Auðvitað komu stundum fyrir leiðinleg atvik, eins og daginn sem mamma fann krossinn og keðjuna sem þú hafðir keypt handa mér. „Hvað er þetta?” spurði hún, augu hennar blá og köld eins og steinar. Tilgangslaust að ljúga, hún vissi, að ég átti enga peninga sjálf... svo ég sagði henni það. „Hann er svo mikið fífl,” sagði ég kæruleysislega og leyfði henni að taka gjöfina burt. Og þá var komið að prófum. Mig langaði að læra sjúkraþjálfun, svo að ég varð að fá A a.m.k. í einu prófinu. En samt hittumst við einstaka sinnum. Ég fór með hundinn minn í gönguferð, þegar ég var búin að lesa, og þá beiðstu alltaf eftir mér þar, þögull, tryggur og blíður. Við þrýstum okkur hvort að öðru. Ég varð blíð og krefjandi, þú varkár, þú vildir vernda mig, jafnvel gegn sjálfri mér. 0, George! Auðvitað sigruðu þau að lokum. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hugrökk, og þau voru öll sammála. „Finnst þér hann ekki undar- legur” sagði ein skólasystir mín, þegar þú varst að flækjast fyrir utan spítalann. Þetta var fyrsta ár mitt í verklegu námi, og allir á deildinni voru svo glæsilegir. , .Finnst þér hann ekki undarlegur,” sagði ein þeirra, og skyndilega skammaðist ég mín. Þú varst vél- fræðingur, þú vannst í óhreinum samfestingi, þú notaðir hendurnar. Móðir þín vann á krá á hverju kvöldi, og þú varst mislukkaður. Svo þau unnu. Ég hefði ef til vill getað barist gegn þeim, en ég gat ekki barist gegn sjálfri mér... Það var innbyggð hræðsla í mér gagnvart öllu, sem ekki var eins og það átti að vera. Ég vildi, ég þarfnaðist þess að hafa það gott.... eiga demantshring og eiga raðhús og teppi hom í hom í hverju her- bergi. Það hijóta að vera liðin 10 ár frá kvöldinu á ströndinni, þegar ég sagði þér, varlega, að allt væri búið á milli okkar. Ég hafði fundið rétta manninn, séð fram á góða framtíð. Ég var á leið til betra lífs, og þú gast ekki fylgt mér þá leið. Það lá við að þú grétir. Kannski manstu ekki eftir því, en þannig var það nú samt. Og þú reyndir að fá mig til að skipta um skoðun. Ég leyfði þér að tala, en varaðist að láta þig segja of mikið. Ég hefði ekki getað treyst sjálfri mér, ef þú hefðir sagt of mikið. Svo þú fórst...Eg vonaði, að ég hefði valdið þér mikilli hjartasorg... og siðan giftist ég Roger, sem var hár og Ijós yfirlitum og lék fótbolta með félögum sínum. Hann heldur rétt á hnifnum, en kossar hans... kossar hans em ekki eins og þinir, George. Alls ekkert líkir þínum. Nú er hann meðeigandi í fjöl- skyldufyrirtæki sínu, og ég á minn demantshring og minkapels og teppi hom í hom alls staðar í húsinu. Við eigum engin böm, en það er nægur tími til þess að eignast þau ennþá. Ég er enn lágvaxin og falleg. Að minnsta kosti segja allir, að ég sé það, svo það hlýtur að vera satt. Ég er orðin 28 ára og er mjög hamingjusöm... Það er bara það, að ég opnaði blaðið í dag og sá þá grein um þig: „HEIMAMAÐUR GERIR ÞAÐ GOTT.” Það er gefið í skyn, að þú sért ríkur, og þeir sýna þig fallega klæddan og vel tilhafðan, mjög frambærilegan. Konan þín er amer- ísk, og þið eigið þijú börn. Skyldu varir þinar enn vera blíðar, hendur þinar mjúkar og sterkar? Ó, fjandinn eigi þig George. Ég var hamingjusöm í gær! 13. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.