Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 24

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 24
Framhaldssaga eftir H.G.WELLS Copyright the Executors of the Estate of the fate H. G. We'/s. V Hann skýrði mér frá þvi, að hið tiltölulega mikla öryggi Moreaus og sjálfs sín væri að þakka hinu tak- markaða andlega viðhorfi þessara ófreskja. t>rátt fyrir aukið vit þeirra og það, að hinar dýrslegu eðlishvat- ir þeirra höfðu tilhneigingu til að koma aftur i ljós, höfðu þær vissar, fastákveðnar hugmyndir, sem Mor- eau hafði gróðursett i huga þeirra og sem takmörkuðu imyndunarafl þeirra algerlega. Þeir voru í rauninni dásvæfðir, þeim hafði verið sagt, að vissir hlutir væru ómögulegir og að vissa hluti ætti ekki að gera, og þessi bönn voru orðin svo samgróin sálarlífi þeirra, að öll hlýðni eða þrætur voru alveg óhugsandi. Viss svið, þar sem gamlar eðlishvatir voru ósamþýðanlegar hentisemi Moreaus, voru samt sem áður i óstöðugra ástandi. Röð af reglum, sem kallaðar voru Lög- málið — ég hafði þegar heyrt þær sagðar fram — áttu í sál þeirra i striði við hinar djúpstæðu, ævin- lega uppreisnargjörnu, langanir dýrseðlis þeirra. Ég komst að því, að þeir voru alltaf að endurtaka þetta Lögmál og — alltaf að brjóta 24 VIKAN 13. TBL, EYJfi DR.MOREfiUS það. Bæði Montgomery og Moreau var mjög um það hugað að láta þá ekki kynnast blóðbragði. Þeir óttuðust hin óhjákvæmilegu hugs- anatengsl þess bragðs. Montgomery sagði mér, að Lögmálið yrði einkennilega áhrifa- litið um dagsetursleytið, einkum meðal manndýra af kattarkyni. Þá væri dýrseðlið sterkast, ævintýra- þrá kæmi upp i þeim í ljósaskipt- unum, og þeir þyrðu að gera ýmislegt, sem þá virtist aldrei dreyma um á daginn. Þetta var orsökin til þess, að hlébarðamað- urinn hafði læðst á eftir mér, kvöldið sem ég kom. Bn á þessum fyrstu dögum dvalar minnar brutu þeir Lögmálið aðeins i laumi og eftir að dimmt var orðið; i dagsljósinu nutu hin margvíslegu bönn þess almennrar virðingar. Og nú má ég kannski skýra frá nokkrum almennum staðreyndum um eyjuna og manndýraþjóðina. Eyjan, sem hafði óreglulega strand línu og var láglend eyja í miðju úthafinu var að flatarmáli. að ég hygg, sjö eða átta fermilur samtals. 1) Hún var orðin til við eldgos, og nú voru kóralrif kringum hana á þrjá vegu. Nokkrir eldgígar norða- lega á eyjunni og hver voru einu leifarnar af þeim náttúruöflum. sem höfðu endur fyrir löngu skapað eyjuna. Við og við tnátii tínna hægan jarðskjálftatitring, og stundum blandaðist gufugustur reykjarspírunni, sem steig til him- ins og kom henni á ringulreið. En það var allt og sumt. Ibúafjöldi eyjunnar var nú, eftir því sem Montgomery sagði mér, rúmlega sextiu af þessum undarlegu verum, sem list Moreaus hafði skapað, og eru þá ekki meðtaldar hinar minni ófreskjur, sem lifðu í kjarrinu og höfðu ekki mennska líkamsbygg- ingu. 1) Þessi lýsing svarar að öllu leyti til Nobles eyju. — C.E.P. Að öllu samantöldu hafði hann búið til tæplega eitt hundrað og tuttugu, en margar höfðu dáið; og aðrar, eins og skriðdýrið fótalausa, sem hann hafði sagt mér frá, höfðu hlotið vofeifleg endalok. Sem svar við spurningu minni sagð^_ Mont- gomery, að þær eignuðust raunveruleg afkvæmi, en að þau dæju yfirleitt. Ekkert benti tilþess, að hinir tilbúnu, mannlegu eiginleikar erfðust. Þegar afkvæmin lifðu, tók Moreau þau og gerði form þeirra mennskt. Konurnar voru færri en karlarnir og urðu fyrir mikilli leynilegri áleitni þrátt fyrir einkvæni það, sem Lögmálið fyrir- skipaði. Það væri ógerningur fyrir mig að 'ýsa þessum manndýrum í smá- atriðum — auga mitt hafði ekki æfingu í að greina smáatriði — og til allrar óhamingju get ég ekki teiknað. Það, sem var kannski mest áberandi í almennu útliti þeirra, var hið ranga hlutfall milli fóta þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.