Vikan


Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 25

Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 25
og búklengdar og þó — svo afstæð er hugmynd okkar um þokkann — vöndust augu mín líkamsvexti þeirra, og að lokum féllst ég meira að segja á þá skoðun þeirra, að hin löngu læri sjálfs mín væru klunna- leg. Annað atriði var það, að höfuðið laut fram, og að hryggurinn var boginn og klunnalegur og ólíkur mennskum hrygg. Jafnvel apa- manninn vantaði þá sveigju baksins inn á við, sem gefur manns- líkamanum svo mikinn þokka. Flest höfðu ólögulegar og kýttar herðar, og hinir stuttu framhandleggir þeirra héngu máttleysislega niður með síðunum. Fá þeirra höfðu mikið sýnilegt hár — að minnsta kosti þangað til leið að lokum dvalar minnar á eyjunni. Næstaugljósasta missmiðin var á andlitum þeirra, en þau voru næstum öll með framstæðum kjálkum, vansköpuð kringum eyr- un, með stórum og framstandandi nefjum, mjög loðnu eða stinnu hári, og oft með undarlega litum eða undarlega staðsettum augum. Ekk- ertþeirra gat hlegið, enda þótt apa- maðurinn gæti skríkt, þegar hann var að masa. Að undanskildum þessum almennu einkennum höfðu höfuð þeirra lítið sameiginlegt; hvert þeirra bar svipmót sinnar sér- stöku tegundar: Mannssvipurinn afskræmdi, en faldi ekki hlé- barðann, uxann eða gyltuna, né heldur annað eða önnur dýr, sem veran hafði verið mynduð úr. Raddirnar voru lika ákaflega breytilegar. Hendurnar voru alltaf vanskapaðar; og þótt sum mann- dýranna kæmu mér á óvart með sínum óvæntu mannlegu eiginleik- um, vantaði fingur á þau næstum öll, þau höfðu ólögulegar neglur á fingrunum, og þau vantaði alveg snertiskyn. Hræðilegustu manndýrin tvö voru hlébarðamaðurinn og maður gerður úr hýenu og svini. Stærri en þeir voru uxamennirnir þrir, sem drógu bátinn á land. Svo komu silfurhærði maðurinn, sem var einnig flytjandi Lögmálsins, þjónn- inn og maður, sem var líkur skógargoði og gerður úr apa og geit. Þá voru þrir svínsmenn og svíns- kona, nashyrnings-kvenvera og nokkrir aðrir kvenmenn, sem ég vissi ekki, úr hverju hefðu verið DÚnir til. Úlfamenn voru nokkrir, bjarnarmaður og maður gerður úr St. Bernharðs hundi. Ég hef þegar lýst apamanninum, og svo var sér- staklega andstyggileg (og illa lyktandi) gömul kona, gerð úr tæfu og birnu, og hataði ég hana frá fyrstu tíð. Sagt var, að hún væri á- stríðufullur dýrkandi Lögmálsins. Minni verur voru nokkrir blettóttir unglingar og litla letidýrið. En nú er nóg komið. I fyrstu var ég titrandi af hræðslu við þessar skepnur, og fann fullvel, að þetta voru ennþá skepnur, en smátt og smátt vandist ég þeim dálítið, og meira að segja hafði við- horf Montgomerys til þeirra áhrif á mig. Hann hafði verið með þeim svo lengi, að hann var farinn að lita á þá næstum eins og eðlilegar mann- verur — Lundúnadvöl sína leit hann á sem dásamlega, en fjar- stæðukennda, fortíð. Aðeins einu sinni á ári eða svo fór hann til Arica til að versla við fulltrúa Moreaus, sem verslaði þar með dýr. Varla hefur hann hitt æðstu manngerðir fyrir í þvi sjávarþorpi, þar sem bjuggu spænskir kynblendingar. Mennirnir á skipinu virtust í fyrstu vera honum, að því er hann sagði mér, alveg eins framandi og manndýrin voru mér, — óeðlilega fótlangir, með flatt andlit, mikið enni, tortryggnir, hættulegir og kuldalegir. Sannleikurinn er sá, að honum geðjaðist ekki að mönnum. Honum var orðið hlýtt til mín, og hélt hann, að það væri vegna þess, að hann hafði bjargað lífi mínu. Ég gerði mér jafnvel þá í hugarlund, að honum væri í laumi vel við sum þessara ummynduðu manndýra, að hann hefði óheilla- vænlega samúð með sumum venj- um þeirra, en þetta reyndi hann í fyrstu að dylja fyrir mér. Þjónn hans, það er að segja maðurinn með svarta andlitið, sem var fyrsti einstaklingurinn af mann- dýraþjóðinni, sem ég hafði hitt, bjó ekki hjá hinum hinum megin á eyjunni, heldur i litlu hreysi bak við garðinn. Hann var varla eins greindur og apamaðurinn, en miklu námfúsari og hafði mennskast útlit allrar þjóðarinnar, og Montgomery hafði kennt honum að elda mat og meira að segja að framkvæma öll þau minni háttar heimilisstörf, sem nauðsynleg voru. Hann var flókið minnismerki um hina hræðilegu snilli Moreaus, hann var björn, að litlu leyti blandaður hundi og uxa, og var meðal þeirra manndýra, sem vönduðust voru að gerð. Hann sýndi Montgomery einkennilega blíðu og þjónustulund; stundum veitti Montgomery honum athygli, klappaði honum, kallaði hann nöfnum, sem voru i senn háðsleg og spaugileg og kom honum þannig til að hoppa af einskærri gleði; stundum fór hann illa með hann, einkum eftir að hann hafði verið að fá sér viskí, og þá sparkaði hann í hann, barði hann og henti í hann steinum eða logandi spýtum. En hvort sem hann fór vel eða illa með hann, þótti honum ekkert eins gott og að vera nálægt Montgomery. Ég segi, að ég hafi vanist mann- dýraþjóðinni, að fjöldamargt, sem hafði virst óeðlilegt og fráhrind- andi, hafi mér fljótlega farið að þykja eðlilegt og venjulegt. Ég geri ráð fyrir, að allt, sem til er. fái lit sinn af hinum algenga litblæ umhverfisins: Montgomery og Moreau voru of sérkennilegir og sérstakir til þess, að mínar almennu hugmyndir um mannlegar verur héldust vel afmarkaðar. Ég sá venjulega einn af hinum klunna- legu. nautslegu mönnum, sem drógu upp skipsbátinn, ganga þungum skrefum gegnum kjarrið, og þá fór ég að spyrja sjálfan mig og reyndi mikið til að muna, að hvaða leyti hann væri frábrugðinn ein- hverjum mennskum sveitastrák, sem væri að þramma heim til sín frá sinni vélrænu vinnu; eða þá ég mætti konunni, sem gerð var úr ref og birnu, en hún hafði slóttugan svip og var einkennilega mennsk i sinni íhugandi lævísi, og þá Ferðatöskur íglæsilegu úrvali Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 13. TBL. VIKAN25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.