Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 26

Vikan - 31.03.1977, Page 26
ímyndaði ég mér jafnvel, að ég hefði mætt henni áður á hliðargötu í einhverri borg. Samt kom dýrseðlið alltaf öðru hverju óþyrmilega í ljós, svo að ég gat hvorki efast um það né neitað því. Einn ófríður maður, sem leit helst út fyrir að vera villtur kropp- inbakur og húkti í opinu á einu greninu, var vanur að teygja út handleggina og geispa, og þá sýndi hann leiftursnöggt hárbeittar fram- tennur og sverðlaga vígtennur, sem voru hvassar og skínandi eins og hnífar. Og það gat komið fyrir á einhverjum mjóum stíg, þegar ég leit með augnablikskjarki í augu einhverrar lipurrar, hvítsveipaðrar kvenveru, að ég sá allt í einu (og þá krossbrá mér skyndilega), að sjá- öldrin voru rifur, eða þegar ég laut niður, að ég tók eftir boginni nöglinni, sem hún hélt að sér formlausri yfirhöfninni með. Og meðal annarra orða, það er ein- kennilegt og mér um megn að útskýra, að þessar óskiljanlegu verur — ég meina kvenfólkið — hafði framan af dvalartíma mínum ósjálfráða tilfinningu um sinn eigin fráhrindandi klunnaskap og sýndi þess vegna meira en mannlega umhyggju fyrir því, að hinn ytri búningur væri sómasamlegur og snyrtilegur. Hvernig mann- dýrin brögðuðu blóð En reynsluleysi mitt sem rithöf- undar kemur mér í koll, og ég fer út fyrir söguþráð minn. Eftir að ég hafði borðað morgunverð með Montgomery, fór hann með mig þvert yfir eyjuna, svo að ég gæti séð eldgíginn og upptök hversins, en ofan í brennandi heitt vatnið úr honum hafði ég álpast daginn áður. Við vorum báðir með svipur og hlaðnar skammbyssur. Meðan við vorum á leið gegnum laufgrænan frumskóg á leið okkar þangað, heyrðum við kanínu veina. Við staðnæmdumst og hlustuðum, en við heyrðum ekkert meira, og bráðlega héldum við leiðar okkar og hugsuðum ekki frekar um þetta atvik. Montgomery vakti athygh mina á sérstökum, litlum, bleikum dýrum með langa afturfætur, sem hlupu um í kjarrinu. Hann sagði mér, að þetta væru dýr, sem búin hefðu verið til úr afkvæmum manndýranna og væru uppfinning Moreaus. Hann hafði látið sér detta í hug, að hægt væri að nota kjötið af þeim, en þessi ætlun hafði farið út um þúfur, þar sem dýr þessi voru vön að éta afkvæmi sin, eins og kanínur gera. Ég hafði þegar rekist á nokkur þessara dýra, þegar ég flúði í tunglsljósinu undan hlé- barðamanninum, og i annað skipti þegar Moreau var að elta mig daginn áður. Svo vildi til, að eitt þessara dýra, sem var að reyna að hoppa undan okkur, hljóp inn í holu, sem hafði myndast við það, að vindbarið tré hafði slitnað upp. Áður en dýrið gat losnað úr holunni, tókst okkur að klófesta það. Það spýtti eins og köttur, klóraði og sparkaði kröftuglega með afturfótunum og gerði tilraun til að bita, en tennur þess voru of veikar 26 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.