Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 28

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 28
Hadda fer í búðir Við Strandgötu 11-13, Hafnar- firði, er verslunin Búsáhöld og leikföng. Þar sá ég þessa fallegu sænsku trévöru, sem sviar eru löngu þekktir fyrir. Brauðbakk- arnir fást t.d. í mörgum stærðum, en þessir tveir kosta kr. 1.850 og 2.730. Ostakúpan kostar hinsvegar kr. 3.760. Eitt hið nýjasta af nálinni frá Jovan snyrtivöruframleiðendum er baðpúður, ilmkerti og ilm- perlur í baðið. Baðpúðrið kostar kr. 4.455, kertið kr. 3.365 og perlurnar kr. 3.000. Litla ilm- vatnsglasið kostar kr. 475, en það stærra kr. 960. Þetta fæst í versluninni Hafnarborg, Strand- götu 34, Hafnarfirði. Blómaskreytingar úr þurrkuð- um blómum eru sérkennandi fyrir Blómabúðina Dögg, Reykjavíkurvegi 66, Hafnar- firði. Þessi kostar t.d. kr. 3.900, en hægt er að fá þær frá kr. 400. Hvergi hef ég séð jafn mikið úrval handavinnublaða og í Hannyrðabúðinni, Strandgötu 11, Hafnarfirði. Krosssaumur, harðangurssaumur, gobelin, hekl, hnýtingar, svo eitthvað sé nefnt. Einnig fæst þar mjög mikið úrval af allskonar efnum til handavinnu, ásamt yfir fjögurþúsund litum af garni. Vart er hægt að hugsa sér betri fermingargjöf en íslendingasög- urnar, en þær fást í niu bindum með nútímastafsetningu í Bóka- búð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Þessir fallegu mittisjakkar í stærðunum 36-40 fást i verslun- inni Eik, Strandgötu 31, Hafn- arfirði. Þeir fást í rauðu, svörtu og gulhvitu og kosta kr. 5.780. „þetta er bara háttur rándýra. Þegar þau eru búin að drepa, drekka þau. Það er blóðbragðið, skal ég segja þér." ,,Hvernig leit manndýrið út?" spurði hann. Mundir þú þekkja hann aftur?" Hann leit kringum sig, með sinn fótinn hvorum megin við leifarnar af dauðu kanínunni, og augu hans reikuðu yfir skugga og skrúð gróðursins, felustaði og launsátur skógarins, sem umlukti okkur. „Blóðbragðið", sagði hann aftur. Hann tók upp skammbyssu sína, prófaði skothylkin í henni og setti skammbyssuna svo aftur á sinn stað. Svo fór hann að toga í lafandi vör sína. „Ég held ég ætti að þekkja manndýrið aftur. Ég rotaði það. Hann ætti að hafa fallegt mar á enninu." „En svo verðum við að sanna, að hann hafi drepið kanínuna," sagði Montgomery. „Ég vildi ég hefði aldrei flutt dýrin hingað." Ég hefði haldið áfram, en hann var kyrr og braut heilann vand- ræðalega um limlesta kaninuna. Hins vegar fór ég svo langt frá þessum stað, að leifar kanínunnar sæjust ekki. „Komdu!" sagði ég. Bráðlega rankaði hann við sér og kom í áttina til mín. „Sjáðu nú til," sagði hann næstum hvíslandi, „þeir eiga allir að hafa ákveðnar hugmyndir um, að rangt sé að éta nokkuð, sem hleypur á landi. Ef eitthvert manndýrið hefur af tilviljun bragðað blóð..." Við gengum þöglir nokkurn spöl. „Ég mundi vilja vita, hvað getur hafa gerst," sagði hann við sjálfan sig. Og svo bætti hann við eftir nokkra þögn: „Ég gerði dalítið um daginn, sem var heimskulegt. Þessi þjónn minn... ég sýndi honum, hvernig ætti að flá og sjóða kanínu. Það er einkennilegt... ég sá hann sleikja hendurnar... Mér datt það aldrei í hug." Svo sagði hann: „Við verðum að stöðva þetta athæfi. Ég verð að segja Moreau frá því." Hann gat ekki um annað hugsað á heimleiðinni. Moreau tók málið jafnvel enn alvarlegar en Montgomery, og ég þarf varla að taka það fram, að ég smitaðist af hinni augljósu skelf- ingu þeirra. „Við verðum að taka dæmi," sagði Moreau. „Ég er ekki í neinum vafa um, að hlébarðamaðurinn var sá, sem braut af sér. En hvernig getum við sannað það? Ég vildi, Montgomery, að þú hefðir haft stjórn á löngun þinni í kjöt og losnað við þetta æsandi, nýja mál. Það getur átt eftir að koma okkur i vandræði. „Ég var heimskur asni," sagði Montgomery. „En nú hefur þetta gerst. Og þú sagðir, að ég mætti fá þær, eins og þú manst." „Við verðum að snúa okkur strax að þessu máli," sagði Moreau. , Ég geri ráð fyrir, að þjónninn geti séð um sig, ef eitthvað skyldi koma fyrir?" „Ég er ekki svo viss um þjóninn," sagði Montgomery, „ég held ég ætti að þekkja hann." Síðari hluta dagsins fóru Moreau, ^Montgomery, ég og þjónninn þvert yfir eyjuna til kofanna í gilinu. Við vorum þrir vopnaðir. Þjónninn bar litlu öxina, sem hann notaði til"að höggva í eldinn, og nokkrar vírhankir. Moreau hafði a öxl sér geysistóran lúður, eins og kúasmal- ^ar nota. „Þú færð að sjá manndýrafólkið safnast saman," sagði Montgom- ery. „Það er snotur sjón." Moreau sagði ekki orð á leiðinni, en þungbúið andlit hans var hörkulegt undir hærunum. Við fórum yfir gilið, sem rjúkandi straumur af heitu vatni rann niður eftir, og fórum eftir snúna stígnum gegnum reyrþykknið, þangað til við komum á vítt svæði, sem þakið var þykku, duftkenndu, gulu efni, sem ég held, að hafi verið brennisteinn. Yfir toppinn á illgresisbakka ghtr- aði hafið. Við komum að eins konar lágu hringleikahúsi, gerðu af natt- úrunni, og þar staðnæmdumst við allir fjórir. Svo blés Moreau í lúðurinn og rauf hina sofandi kyrrð hitabeltissíðdegisins. Hann hlýtur að hafa haft sterk lungu. Hrópin hækkuðu stöðugt milli bergmáls þeirra sjálfra, þangað til þau urðu svo áköf, að þau ætluðu að æra okkur. „Jæja," sagði Moreau og lét bogið áhaldið falla aftur niður við hlið sér. Strax var ruðst gegnum gulan reyrinn, og raddir heyrðust út úr þykkum, grænum frumskóginum, sem takmarkaði mýrina, sem ég hafði hlaupið yfir daginn áður. Svo komu í ljós á þrem eða fjórum stöðum á útjöðrum brennisteins- svæðisins kynlegir einstaklingar af manndýraþjóðinni, og flýttu þeir sér í áttina til okkar. Ég gat ekki varist hrollkenndri skelfingu, þegar ég sá þá skokka hvern á fætur öðrum út úr skóginum eða reyrnum og koma kjagandi yfir heita rykuga jörðina. En Moreau og Montgomery stóðu ofurrólegir, og ég varð nauðsynlega að halda mig hjá þeim. Fyrst kom skógargoðið og var undarlega óraunverulegur, en samt sem áður hafði hann skuggann sinn með sér og hristi upp rykið með hófunum; á eftir honum kom úr þykkninu ferlegur durgur, gerður úr hesti og nashyrningi, og var hann að tyggja strá, þegar hann 28VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.