Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 29

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 29
 kom; og svo komu í ljós svínskonan og tvær úlfskonur; svo nornin, sem gerð var úr ref og birnu, með sín rauðu augu í oddmjóu, rauðu andlitinu, og svo hinir — og flýttu þeir sér allir mikið. Þegar þeir nálguðust, fóru þeir að hneigja sig fyrir Moreau og syngja, án þess að taka nokkurt tillit hver til annars, brot úr síðari helmingi Lögmáls- söngsins: , ,Hans er höndin, sem særir, Hans er höndin, sem græðir," og svo framvegis. Þegar þeir voru komnir í minna en svo sem þrjátíu metra fjarlægð, námu þeir staðar, beygðu sig fram á hendurnar og olnbogana og fóru að strá hvítu rykinu yfir höfuð sín. Imyndið ykkur þessa sjón, ef þið getið. Við þrir bláklæddu mennirn- ir, ásamt vanskapaða þjóninum okkar með svarta andlitið, stóðum ú stóru svæði þöktu gulu ryki, sem sólin skein á frá eldheitum, bláum himninum, og vorum umkringdir af þessum hópi flaðrandi og patandi ófreskja, sem sumar voru næstum mennskar, að undanskildum hinum fíngerðari tjáningar- og látbragðs- háttum, en sumar eins og kryppl- ingar, og sumar svo undarlega afmyndaðar, að þær liktust engu öðru en verum þeim, sem við sjáum í hinum villtustu draumum okkar. Og lengra í burtu voru öðrum megin hinar grönnu línur reyrþykknis, og þykk flækja pálmatrjáa hinum megin, og var hvort tveggja á milli okkar og gilsins með kofunum, en i norðri var hinn þokukenndi sjón- deildarhringur Kyrrahafsins. „Sextíu og tveir, sextiu og þrír," taldi Moreau. „Það eru fjórir i viðbót." „Ég sé ekki hlébarðamanninn," sagði ég. Bráðlega blés Moreau aftur í stóra gjallarhornið, og þegar i því heyrðist, undu öll manndýrin sig og skriðu í duftinu. Svo kom hlébarða- maðurinn; hann laumaðist út úr reyrþykkninu, og var ákaflega alútur og reyndi að slást í hóp þeirra, sem sáldruðu duftinu, að baki Moreau. Og ég sa, að hann var marinn á enninu. Siðastur mann- dýranna á vettvang var litli apamaðurinn. Dýrin, sem áður voru komin, heit og þreytt á skriðdýrs- hætti sinum, gáfu honum illgirnis- legt hornauga. „Hættið", sagði Moreau með sinni festulegu, háu rödd, og manndýrin settust og hvíldu sig á tilbeiðslunni. „Hvar er flytjandi laganna?" sagði Moreau, og hin loðna, gráa ófreskja beygði andlit sitt í duftið. „Segðu orðin," sagði Moreau, og óðara fóru allir í þessum krjúpandi hópi að syngja enn einu sinni sinn einkennilega lögmálssðng, sveigðu sig til beggja hliða og þeyttu upp brennisteininum með höndunum, fyrst með hægri hendi, svo kom rykhviða, og síðan með vinstri hendi. Þegar þeir komu að orðunum „Ekki éta kjöt eða fisk; það er Lðgmálið," rétti Moreau upp sína löngu, grönnu og hvítu hönd. „Hættið!" hrópaði hann, og alger þögn færðist yfir þá alla. Ég held, að þeir hafi allir þekkt og óttast það, sem í vændum var. Ég leit aftur fyrir mig á hin undarlegu andlit þeirra. Þegar ég sa, að þeir kveinkuðu sér og leyndur Thorex- pakkaraðhúsgög NýjaSta nýtt! og aðeins í J.L húsinu. Thorex - pakkaraðhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðað að éigin vild og flutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaraöhúsgögn, hönnuö af Sigurði Karlssyni. Sófi, stólar, hillur, bord, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm Fást lökkuð eða ólituð, þér getið ráðið litnum sjálf. Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. _ I H HS Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. mmmmmamm^m Hringbraut 121 Sími 10600 13. TBL. VIKAN29 "t"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.