Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 30

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 30
ótti var i björtum augum þeirra, furðaði ég mig á því, að þeir væru menn. „Þetta Lögmál hefur verið brot- ið,” sagði Moreau. ,,Engir komast undan,” heyrðist frá andlitslausu skepnunni með silfurhvíta hárið. „Engir komast undan,” endurtók krjúpandi mann- dýrahópurinn. „Hver er hann?” öskraði Mor- eau, leit á andlitin í kringum sig og gerði smell með svipunni. Mér sýndist hýenu-svínið vera niður- dregið, og sama er að segja um hlébarðamanninn. Moreau nam staðar fyrir framan þetta manndýr, sem hneigði sig auðmjúklega fyrir honum, með minningar í huga sér um óendvmlegar píslir og ótta við þær. „Hver er hann?” endurtók Moreau þrumandi röddu. „Vondur er sá, sem brýtur Lög- málið,” söng flytjandi Lögmálsins. Moreau leit i augu hlébarða- mannsins og virtist vera að draga sjálfa sálina út úr honum. „Sá. sem brýtur Lögmálið — ” sagði Moreau, leit af fómarlambi sinu og sneri sér að okkur. Mér virtist vera dálítill fögnuður í rodd hans, ,, — fer aftur í Hús kvalanna,” hrópuðu þeir allir; — „fer aftur í Hús kvalanna, ó, húsbóndi!” „Aftur í Hús kvalanna — aftur í Hús kvalanna,” bablaði apamaður- inn, eins og honum þætti hug- myndin indæl. „Heyrirðu?” sagði Moreau, um leið og hann sneri sér aftur að glæpamanninum, „vinur minn... halló!” Þvi að hlébarðamaðurinn, sem Moreau hafði litið af, hafði staðið rakleitt upp úr hnjálegu sinni, og nú stökk hann í áttina til kvalara síns með logandi augu og með hinar stóm vígtennur kattaættarinnar blikandi undir bogadregnum vör- unum. Ég er sannfærður um, að aðeins vitfirring óþolandi ótta hefði getað framkallað þessa árás. Allur hópurinn með um sextiu ófreskjum, virtist rísa upp umhverfis okkur. Ég dró upp skammbyssuna mína. Mennirnir tveir skullu saman. Ég sá, að Moreau riðaði undan höggi hlébarðamannsins. Allt í kringum okkur vom ofsaleg öskur og væl. Allir vom á fleygiferð. Eitt andartak hélt ég, að það væri almenn uppreisn. Hið æðislega andlit hlébarða- mannsins þaut fram hjá mér, og þjónninn fylgdi fast á eftir honum. Ég sá hin gulu augu hýenu-svíns- ins, sem loguðu af geðshræringu, og stelling þess benti til þess, að hann hefði hálfákveðið að ráðast á mig. Skógargoðið glápti líka á mig yfir kýtta öxl hýenu-svínsins. Ég heyrði hvellinn í skammbyssu Moreaus og sá bleikan blossann þjóta yfir sviðið. öll þyrpingin virtist snúa sér í áttina til eldblossans, og ég sneri mér líka þangað vegna áhrifa frá hinum. Sekúndu síðar var ég á hlaupum, einn i uppreisnargjörnum, æpandi hópi, á eftir hlébarðamanninum, Þetta er allt, sem ég get sagt með vissu. Ég sá hlebarðamanninn slá Moreau, og þá hringsnerist allt fyrir mér, þangað til ég var kominn á harðahlaup. Þjónninn var á undan og var skammt á eftir flóttamanninum. Á eftir hlupu úlfakonurnar í stómm stökkum, og löfðu tungurnar þá þegar út úr þeim. Svínmennin komu á eftir og hrinu af æsingi og uxamennirnir tveir, sveipaðir sínum hvíta dúk. Svo kom Moreau í þyrpingu manndýra, og hafði hinn barðastóri hattur hans fokið af honum, en í hendinni hafði hann skammbyssu sína, og hið hvíta, slétta hár hans flaksaðist í allar áttir. Hýenu-svínið hljóp við hlið mér og fylgdist með mér, og það leit í laumi á mig sínum kattarlegu augum, og aðrir komu skokkandi og hrópandi á eftir okkur. Framhald I næsta blaði. Kynnizt yðar eigin landi Það gerið þér best með því að gerast félagi í FERÐAFÉLAGI ÍSLANDS. Árgjaldinu er alltaf í hóf stillt og fyrir það fáið þér Árbókina, sem ekki fæst í bókabúðum, og mundi kosta þar mun meira en félagsmenn greiöa fyrir hana með árgjaldinu. Árbækur félagsins eru orðnar 50 talsins og eru fullkomnasta islandslýsing, sem völ er á. — Auk þess að fá góða bók fyrir litið gjald, greiða félagar lægri fargjöld í ferðum félagsins og lægri gistigjöld í sæluhúsunum. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA Í FERÐAFÉLAGINU. Gerist félagar og hvetjið vini yðar og kunningja til að gerast einnig félagar og njóta hlunnindanna. FEIiÐA FÉLA G ÍSLAXIÞS ÖLDUGÖTU ,‘í — REYKJAVlK. SÍMAR 19533 OG 11798. 30VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.