Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 37

Vikan - 31.03.1977, Side 37
 Þeir fara lengra upp með ánni og Telemon sendir menn sína yfir á umráðasvæði Kasovs. Það eru aðallega verðir og verkamenn ( þessum hópi, en veifandi vopnum líta þeir uggvænlega út. Vígvöllurinn er rannsakaður. ,,Hann er nógu þurr orðinn," segir Telemon konungur. ,,Í dögun munum við berjast hér." Síðan snýr hann til borgarinnar, en þar hefur verið smíuð flotbrú á meðan stormurinn gekk yfir. Hann hafði búist við hörðum bardaga á brúnni, sem aðskilur ríkin tvö, en herdeildirnar undir forystu Prins Valiants bíða í nokkurri fjarlægð svo að hann sendir riddara sína yfir þegar í stað. Lúðrar eru þeyttir, hliðin opnast og Kasov konungur geysist fram í broddi fylkingarinnar. Hann er ákveðinn í því að sýna þessum upprifna Telemoni hvað stríð er í raun og veru. © Bun's Eins og allir miklir herforingjar er Kasov fljótur að taka ákvarðanir. Hann tekur það ráð að flýja sem skjótast inn fyrir borgarhliðin. Næst: Sá sem tapar. Áður en þeir geta skipulagt fylkinguna eru riddarar Vals komnir að brúarsporðinum. Eftir harðan bardaga er brúin á hans valdi. Kasov hafði reynt að gefa mönnum sínum skipanir yfir ána, en þegar hann heyrir í lúðrum hersveita Telemons, beinist athygli hans að þeim, þar sem þær stefna til hans á bökkum árinnar hans megin. _________________________________•Z.QhH © King Features Syndicate, Inc., 1976. World rights reserved. i*;-. i . . * L--J- - -1 — . l _^1 _ — í iiaH Æ I '1 c* r 1! * i" M R' -• —* f_ f

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.