Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 44

Vikan - 31.03.1977, Side 44
„Battle of Midway,, í Laugc Fljótlega mun Laugarásbíó hefja sýningar á stórmyndinni „Battle of Midway". í apríl 1942, er tilkynnt í Hirosima, að sprengjum hafi verið kastað á Tokyo. Á sama tíma eru bandaríkjamenn í Pearl Harbor viðbúnir árás japana, vegna þess að þeir hafa brotið japanskar reglur. Inn í allan viðbúnaðinn fléttast svo líf ein- stakra persóna, sem gerir mynd- ina raunverulegri. Á eynni Midway er öllum vígbúnaði lokið, og menn bíða átekta. Bandarískar flugvélar hefja sig til flugs á Midway og ráðast til móts við japanskar flugvélar, sem þegar til kemur eru mun skæðari og vinna í þessari fyrstu atlögu. Og áfram heldur orustan... Bandaríski flotinn aðstoðaði við gerð myndarinnar, og mörg atriði voru mynduð um borð í skipum hans. Einnig var varnardeild flotans hjálpleg á ýmsan hátt. Framleiðandi myndarinnar er Walter Mirisch, en leikstjóri Jack Smight. Tónlistin er eftir John Williams. „Battle of Midway" er ein þessara mynda, sem skarta fjölmörgum kvikmyndastjörnum, t.a.m.: Charlton Heston, Henry Fonda, James Coburn, Glenn Ford, Hal Holbrook, Toshiro Mifune, Robert Mitchum, Cliff Robertson, Robert Wagner og Kevin Dobson. Flugvélar eru skotnar niður ( hrönnum, bæði bandarískar og japanskar. Á sex mínútum sökkva bandaríkjamenn þremur stórum skipum japana. Eftir langa og harða orustu tekst bandaríkja- mönnum að vinna orustuna. Seinna í Honolulu hittast nokkrar af aðalpersónum myndarinnar, og þar má heyra eina þeirra segja þessi orð: „Vorum við betri en japanir... eða bara heppnari?" Þetta er sennilega spurning, sem erfitt er að svara, en hvað um það, ef til vill verða menn einhvers vísari, ef þeir sjá „Battle of Midway." „Live and lct die„ í Tónabíói James Bond (fíoger Moore) ásamt Medeline Smith. Loksins fáum við að sjá áttundu James Bond myndina, en margir hafa eflaust beðið hennar með óþreyju. Þetta er reyndar fyrsta Bond-myndin, sem Roger Moore fer með aðalhlutverkið í, og enginn skyldi ætla, að það væri ekki við hans hæfi. Stráx árið 1962, þegar fyrsta Bond-myndin var í undirbúningi, var Moore talinn æskilegur í þetta hlutverk, en hann gat ekki tekið það að sér, vegna þess hve önnum kafinn hann var við að leika Dýrlinginn víðfræga. Flestir gagnrýnendur telja, að Moore takist mun betur að túlka persónu Bonds en fyrir- rennurum hans, þeim Sean Con- nery og George Lazenby. Fleming hefur líka lýst þessari frægu sögupersónu sinni sem fáguðum englendingi af góðum ættum og menntuðum í Harrow eða Eton. Moore fellur vel að þeirri mynd. í „Live and Let Die" lendir Bond í höggi við illgjarnan, dularfullan, svartan harðstjóra, Dr. Kananga að nafni, en hann ætlar sér að ná völdum í hinum vestræna heimi og nýtur til þess aðstoðar hinnar fögru spákonu, Solitaire. Myndin er framleidd af Harry Seltzman og Albert R. Broccoli. Leikstjóri er Guy Hamilton, en hann stjórnaði á sínum tíma þriðju Bond-myndinni „Goldfinger". Handritið skrifaði Tom Manki- ewicz, sem einnig hafði hönd í bagga við gerð handrits „Dia- monds Are Forever". Titillag myndarinnar er samiö og flutt af Paul og Lindu McCartney, en önnur tónlist er eftir George Martin. Með helstu hlutverk í myndinni fara: James Bond Roger Moore Doctor Kananga Yaphet Kotto Solitaire Jane Seymor Rosie Gloria Hendry Þetta er sennilega sú Bond- mynd, sem hvað mestum vin- sældum hefur átt að fagna, enda mikið í hana lagt. Hún er afar spennandi, og ekki er Roger Moore í vandræðum með að „sjarmera" kvenfólkið upp úr skónum fremur en svo oft áður.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.