Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 47

Vikan - 31.03.1977, Side 47
anda og þrátt fyrir stranga kenningu rétttrúnaöarins meö eilífan bruna í Helvíti aö fyrirheiti, þótti mörgum svo, að betra væri að létta sér örlttiö eymdina í jarðlffinu, þótt með brellum væri, úr því að neðri vistin væri þeim búin hvort sem var. Ekki var loku fyrir það skotiö, að með iðrun og heitum bænum fyrir dánardægur mætti milda hinn reiða Guö, svo að hreins- unareldurinn væri látinn duga. Á 17. öld var fariö að draga mjög úr trúnni á tröll, enda flest oröin að steini fyrir aðgæslu- leysi og fávisku. Þeim mun meira líf var ( huldufólki og draugum. Þótt huldufókstrú sé að mestu liðin undir lok, er ekki örgrannt, að eitthvert líf leynist með afturgöngum ennþá, sem að vísu koma nú óllkt kurteislegar fram en áður fyrr, enda hættar að drepa menn og fénað og brjála fólk. Fáfræðin og helvítiskenningin sáu galdra- trúnni fyrir andlegu fóðri, og þótt undarlegt megi viröast voru læröir menn í stöku tilfellum ekki eftirbátar almúgans í bábiljum, og má sem dæmi nefna jafn vísan mann og séra Björn í Sauðlauksdal, sem var frumkvöðull í ræktunarmálum og málvísindum. Þannig var og um fleiri merkismenn. E.t.v. hafa sýslumenn í vissum tilfellum dæmt menn á bálið gegn betri vitund af ótta við kirkjuvaldið og almenningsálitið, þótt ósannað sé. En því verður ekki neitað, að svo var farið sumum hinna ólánssömu galdramanna, sem kæröir voru, að þeirtrúðu sjálfir á galdramátt sinn, og aðrir, sem beittirvoru hótunum og pyntingum, játuð á sig hin svívirðilegustu óhæfuverk, sem áttu sér enga stoð í veruleika. Menn fóru með galdur í ýmsum tilgangi, svo sem til að hrekkja náunga sinn með því að koma fyrir gripum og fénaði eða valda heimilis- fóJki heilsutjóni o.s.frv. Þetta voru mestu skaðræðis galdramenn. Meinlausari voru þeir, sem reyndu með kukli að komast yfir stúlku, þótt árangur reyndist ekki ávallt eftir erfiði. Svo voru einnig til þeir, sem reyndu galdur sér til ábata. Þannig mætti lengi telja upp hin ýmsu afbrigði, þó að ekki verði gert hér. Galdrabrennur fóru sem ægilegur faraldur um hinn kristna heim, og fóru íslendingar ekki með öllu varhluta af þeirri plágu. Eigi voru færri en 23 menn brenndir, þar af ein kona, en sumir segja 25 manns, þar af líklega 17 að vestan, en enginn úr austfirðingafjórðungi. Arnfirðingar og hornstrendingar þóttu mestir kunnáttumenn á galdur af öllum landslýð. Er ekki ólíklegt, að einangrun og tröllskapur landslagsins hafi orðið til að beina hugum fólks öðru fremur að dularöflum annarra sviða, þótt ekkert verði um það sagt með vissu. Fjölmargar sagnir eru um uppvakningu drauga, og sendingar voru t förum landshorna milli og ekki alltaf í góðum tilgangi. Þó kom það fyrir, að þeir sem best kunnu lag á slíkum piltum gætu vikið þeim fyrir sig sér til hagræöis, t.d. látið þá sækja tóbak er þraut, eða stugga við fé úr túni, svo eitthvað sé nefnt. En oft fór svo, þegar sendingar voru t ferðalögum í illum tilgangi, að kunnáttumenn voru til viðtöku og komu þeim fyrir, eða mögnuðu þær jafnvel á sendandann meö hinum verstu afleiðingum. Var ekki að sökum að spyrja, þegar tveir slyngir galdramenn áttust við. Píslarsaga séra Jóns Magnússonar á Eyri er alkunn og verður ekki rakin hér. Þar kemur mjög greinilega fram galdraóttinn og öll sú ímyndun, sem af honum spratt. Einnig mætti minna á hrakfarir Galdra-Lofts, er hann náði ekki Rauðskinnu Gottskálks biskups grimma vegna mistaka féiaga stns, sem hringdi klukkum Hóladómkirkju of snemma fyrir hræðslu sakir, enda særirygarnar orönar svo magnaðar, að ekki var lengur til að standast. Gráskinnur munu hafa verið til á báðum biskupsstólunum, en glatast á 17. öld, eða veriö eyðilagðar af ásettu ráði. Styður að þvt sú sögn, er Brynjólfur biskup Sveinsson náði. 13. TBL. VIKAN47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.