Vikan


Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 48

Vikan - 31.03.1977, Qupperneq 48
að tilvísan Odds Eyjólfésonar skólaráðsmanns, bókarkveri af skólapiltum í Skálholti, hvar í voru 237 galdrastafir og tákn. Hann vildi ekki, að hátt færi, trúlega af ótta við illan orðróm eða jafnvel brennur. Ekki verður hér spáð um afleiðingarnar. Talið er víst, að kveri þessu hafi verið brennt. Ólíklegt er, að svo gáfaður og gætinn maður, hámenntaður sem Brynjólfur biskup var, hafi trúað á galdra eða önnur þau máttarvöld, sem samrýmdust ekki skynsarr.- legri kenningu. En hvað sem kennt var af stólnum var forn- eskjan röm og fór ekki ætíð í manngreinarálit. Trúin á anda og völvur er víst eldri en sagnir ná til. Sjálfur Sál konungur féll í þá freistni að leita til konu í Endór, sem hafði þjónustuanda, þrátt fyrir að hann ,,hafði gjört alla þá menn landræka, er höfðu þjónustuanda svo og alla spásagnamenn." (1. Samúelsbók, 28.) Gerð galdrastafa er sú iðja, sem mikið var stunduð, og höfðu táknin margvíslega merkingu og eiginleika. Heimildum ber þó ekki saman um gerð þeirra og notkun, sem ekki er von, þegar litið er til alls þess fjölda, sem í gangi var. Líklegt er, að myndir þær hinar fyrstu hafi sprottið upp úr rúnum og táknletri, en þróast svo sem nokkurs konar alþýðulist fyrr á öldum og með vaxandi galdratrú orðið æ fyrirferðarmeir. Mikil vandkvæði gátu orðið á með útvegun hinna réttu efna í staf. Auðvitað voru stafirnir eftir því kröftugri, sem efnin til þeirra voru torfengnari. Get ég ekki látið hjá líða að vitna til einnar ;perlu íslenskra bókmennta, það er þegar Jón Þeófílusson sagði nafna sínum Hreggviðssyni, hvernig búa ætti til vindgapa, er þeir voru samvista í þrælakistunni á Bessastöðum. Formúlan er á þess leið: „Vindgapi er letraður með hrafns- galli á mórautt hundtíkarskinn holdrosamegin og borið síðan ofaní blóð úr'svörtum fressketti, sem óspjölluð mey hefur skorið á háls við fullu tungli." (H.K.L., íslandsklukkan). Ekki verða raktar hér orðræður þeirra nafna frekar, enda hverjum og einum aðgengilegar, sem vill. Draugatrú er jafnháð göldrum og þeir henni. T.d. voru menn ófúsir að vaka yfir líkum galdramanna, enda urðu afturgöngur þeirra rammari, sem þeir höfðu kunnað meira fyrir sér í lifanda lífi. Þó er eins og þjóðsagan hyllist til að láta lífsmáttinn sigra myrkraöflin, og skal hér tilfærð ein slík: ,,SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ" í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður að vaka yfir líkum, og var það oftast gjört við Ijós, ef nótt var eigi albjört. Einu sinni dó galdramaöur nokkur, forn í skapi og illur viðureignar; vil'du fáir verða til að vaka yfir liki hans. Þó fékkst maður til þess, sem var hraustmenni mikið og fullhugi að því skapi. Fórst honum vel að vaka. Nóttina áður en átti að kistuleggja, slokknaði Ijósið litlu fyrr en dagur rann. Reis þá líkið upp og mælti: „Skemmtilegt er myrkrið." Vökumaður svarar: ,,Þess nýtur þú ekki." Kvað hann þá stöku þessa: „Alskínamdi er nú fold, út er runnin gríma. Það var kerti, en þú ert mold, og þegiðu einhvern tíma." Síðan hljóp hann á líkið og braut það á bak 48VIKAN 13. TBL. aftur. Var það síðan kyrrt það sem eftir var nætur." (J.Á. Þjóðs.) Þannig fléttast saman galdramannasögur og draugasögur. Þótt draugar væru oftast uppvakningar eða afturgöngur látins fólks, tíðkuðust þó á Austurlandi svokallaðir meðaladraugar, og er m.a. til skilmerkileg ævisaga eins slíks, ,,Eyja- selsmóra", eftir Halldór Pétursson, og vísast til hennar þeim, sem vita vilja skil þeirrar tegundar. Þar voru vísindin komin til sögunnar. Meining þessarar greinar er að gera nokkur skil íslenskum galdrastöfum og meðferð þeirra, þar eð almenningur á ekki svo greiðan aðgang að þeim upplýsingum sem skyldi. Lúmskan grun hef ég um, að ýmsir hefðu gaman af að skoða þá og lesa, þótt ekki sé þar með farið að mæla svartagaldri bót. Verður þó að fara fljótt yfir sögu, því að táknin eru svo mörg, að engin leið er að gera þeim skil í stuttu máli. I. Táknið heitir „Galdrahöll". Galdrahöll þessa notaði gamalt fólk við kukl sitt og dró hana upp á húð holdrosamegin." Rúnirnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.