Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 51

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 51
barnshafandi af þínum völdum, þá grópaðu staf þennan í ost og gefðu henni hann að borða." Allt önnur mynd af feng er í Þjóðsögum J.Á. XLV. Lásabrjótur; „Leggðu staf þennan við lásinn og andaðu frá þér á hann." Rúnirnar undir myndinni þýða: „Tröll öll taki í mellu, taki í djöfull svo braki." Þessu fylgja galdraþulur, kallaðar lyklavísur þjófsins svo- hljóðandi: Blæs ég svo bylur í lási og blístra mannsístru frá. þríf í með þessari hendi þokast mella úr skrá. (Mella er járn í lásnum; sumir telja mellulás vera sama og hengilás). Kominn er lykill I lásinn lásinn snýst á ási, fjandinn með fúlan anda fast í lásinn blási. Vlsur þessar munu vera til með öðru orðalagi þótt meining sé svipuð. Skal nú farið nokkrum orðum um mannststru og mannsskinn og stuðst við Þjóðsögur Jóns Árnasonar, en þar segir m.a.,,1 mæli er haft, að galdramenn hafi nýtt sér til þarfa á margan hátt mannsístruna og skinnið til skæða.... og var þaö haft ( Papeyjarbuxur og gandreiðarbeisli..... istruna höfðu þeir þá fyrst og fremst til lásagaldurs, þ.e. til þess að komast í hverja læsingu sem vildi og getur Gröndal þess yfirdómari, að helst hafi þjófar neytt þeirrar kunnáttu þar sem hann kveður: „Fjandann báðu með fúlum anda fast í alla lása blása og tröllakyn að taka á mellum tíða fyrir grófustu þjófar." En bæði var það, að þessu bragðalagi var ekki einungis beitt til að losa sjálfan sig úr læstum járnum, og eins þurfti meira til þess en bænina eina, því hvort heldur sem vera skyldi, átti sá sem Ijúka vildi upp lásnum að hafa uppi ( sér mannsístru, sem hann hafði stolið úr kirkjugarði, falla svo fram fyrir læsinguna á hirslu þeirri eða húsi, sem hann vildi komast (, blása ískráargatið og hafa yfir þennan formála: „Blæs ég svo bylur í lási og blístra af mannsístru; fjandinn með fúlan anda fast í iásinn blási; tröll upp togi mellur, taki á púkar allir, fetti (eða: fitli) við fótarjárni fjandans ósjúkir púkar, Lyftið upp lásnum allir lifandi fjandans andar." Um lásagras verður getið síöar en stuttlega greint frá nokkrum galdratáknum til viðbótar. XLVl. Þórshamar: „Tákn þetta notuðu galdramenn til að vísa sér á þjófa og sjá viö göldrum." í Þjóðsögum J.Á. er önnur mynd af Þórshamri, en hún er einnig með mennsku andliti og brodd gegnum augað. XLVII. Þjófastafur: „Troddu staf þessum undir þröskuld óvinar þlns, og er hann stígur yfir hann hnígur hann niöur, detti hann á þig hefur þjófnaður verið framinn." XLVIII. Þjófastafur: „Viljir þú að einhver steli, þá ristu staf þennan á born skerdisksins, sem hann borðar af." (Skerdiskur, ein höldzernes Gefass, dass man frucher statt der irdenen Teller brauchte die jetzt sind. 01. Davíðsson. Orðið þekki ég ekki en hér er sýnilega átt við ask. H.S.) XLIX. Þjófastafir: „Ristu staf þennan á svokallaða manndrápseik og hafðu hann undir hendinni til þess að þjófurinn verði þér sýnilegur." L. Ristu staf þennan á valbjörk (Acer Pseudoplatanus) og hafðu hann undir höföinu og mun þér þá í svefni vitrast þjófurinn." Ll. Þjófastafur: „Sé tákn þetta rist utan og innan á botn vatnsíláts viö fullu tungli og háflóöi...." Hér vantar sýnilega niðurlag setningarinnar en sennilega á ásýnd þjófsins að birtast í vatnsfletinum. H.S. Lll. „Hvernig þekkja skal þjóf: Grafðu stafi þessa á messingplötu og haföu undir hár af kolsvörtum og hreinllfum fressketti og legöu plötuna undir höfuö þér við þriggja nátta gömlu tungli, uns þjófurinn mun birtast þér í draumi." Llll. „i sama tilgangi: Sprettu þér blóð ofan við nögl löngutangar vinstri handar og dragðu upp staf þennan með því á papptr. Hafðu kattarhár á bak við. Troddu honum undir húfu 13. TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.