Vikan


Vikan - 31.03.1977, Síða 53

Vikan - 31.03.1977, Síða 53
þína og soföu meö hann við minnkandi tungli, uns þig dreymir hann. Þaulreynt." LIV. „Stafi þessa á maöur einnig að nota eins og nr. 53 og leggja þá á krossinn." EINSKIS NÝTAR STAÐREYNDIR Kjötmeti af venjulegum héra inniheldur fæðugildi, sem sam- svarar 4 1/2 pundi nautakjöts. Á miðri 19. öld hentu lundúna- búar yfir 30.000 sígarettustubbum á dag. Meykerlingar eru óþekkt fyrir- brigði á eyjunni Tiwi í Suður-Kyrrahafi. Þær eru lof- aðar fullorðnum mönnum, þegar þær eru enn í legi móöurinnar, og þær sfðan giftar þeim við fæðingu. Nauðgun er enginn „einka- glæpur" mannsins. Fuglar fremja hann einnig. Slátrarar á fjórtándu öld, sem urðu uppvísir aö því að selja úldið kjöt, voru festir í gapastokk, og úldna kjötið var brennt undir þeim. A miðöldum var ferskt kjöt helst að fá af dúfum í Bretlandi. Venjulegur snigill getur haft allt að 25,600 tennur. ★ Argentískir „gauchos" eða kúasmalar geyma stundum kjöt- stykki undir hnakknum, því þeir hafa komist að því, að eftir að hafa verið undir hnakknum heilan dag er kjötið orðið meyrt og jafnvel soðið vegna hitans. Árið 1970drakk venjulegur breti 3 1 /2 pund af kaffi, en 8 1 /2 pund af tei. Sama ár þömbuðu svíar 28 1 /2 pund af kaffi hver. Hvað skyldu íslendingar hafa komist yfir? Hr. Fred Palm í Lansing, Michigan fékk lífstíðarfangelsi, er hann var tekinn með pela af gini í vasanum á bannárunum. LV. ,,Til þess að þjófur geti ekki afsakað sig: Hafðu staf þennan I hendinni." LVI. Jósúa innsigli. Það er ekkert um það sagt til hvers það er. JX° táknar vafalaust Jesús Christus, og rúnirnar þýða salem, en bókstafirnir í hringnum þýða sennilega Jeru. öll ritmerkin eru þá Jerúsalem. LVII. Um þetta tákn verður ekkert sagt, annað en það, að þetta er elsti íslenski galdrastafurinn, það er víst. LVIII. Jesú Kristí innsigli. Um þetta innsigli er ekkert sagt í handritum. LIX. Hiðsama gildirum þessa mynd. Nöfnin utan um hringinn eru höfuð- eða erkienglanna, Innan í hringnum er upphaf Jóhannesarguðs- spjalls á latínu, 1.-14. vers. Skýringar við táknin, sem myndirnar eru af, eru endursögð úr Erklárungen zu den Zeichnungen eftir Ól. Davíðsson, en viðbóta er getið sérstaklega. Ekki verður nú fært að taka fleiri myndir með, en eins og sjá má eru margar þeirra allhaganlega uppdregnar. Hefur engan veginn verið vandalaust að gera tákn þessi svo að vel greinileg væru, en oft munu gárungar hafa krotað eitthvað út í loftið og talið öðrum trú um, að þar væri um galdrastaf að ræða. Því er eðlilegt, að skýringar séu ósamhljóöa. Í GALDRASKRÆÐU Skugga (Ársritið Jóla- gjöfin IV. árg. höf. Eggert Jochumsson) er fjöldinn allur af galdrastöfum. Mun kver það vera í fárra höndum. Þar er gerð svofelld grein fyrir Rosahring minni og er gaman að bera hann saman viö vindgapann úr islandsklukk- unni, sem vikið er að hér áður. „Ristur" á mórautt hundtíkarskinn holdrosamegin og ber í hann blóð úr svörtum fressketti, sem skorinn hefur verið með fullu tungli. Er góður varnarstafur mót uppvakningum, sendingum og galdri. Er þá gott að mæla fyrir munni sér: ,,Komi mér hjálp af jörðu, sigur af sólu, sæla af tungli, stoð af stjörnum og styrkur af englum drottins." En ef reka skal út eldglæringadraug eða djöful, þá skal hrækja, skvetta keitu og ota skinninu með stafnum svo mælandi: ,,Undan vindi vondan sendi, óskir ferskar raski þrjóskum, galdurs eldur gildur holdið grenni, kenni og innan brenni. Eyrun dára örin særi, eitrið Ijóta bíti hann skeytið, allur fyllist illum sullum eyði kauða bráður dauði." Að lokum skal hér stuttlega getið sagna um lásagras. „Lásagras eða fjögurralaufa smári: Því grasi fylgir sú renta með nafni, að það lýkur upp hverri læsingu, sem það er borið að. Til þess að ná þvf eru tveir vegir. Annar er sá ef kapalhildir eru teknar í fardögum og grafnar í jörð nærri mýri þar sem nokkuð er rakt svo sem fet djúpt og torfan látin ofan yfir aftur. Ef svo vitjað er um á Jónsmessunótt munu grösin vaxin. Eftir sögnum úr Múlasýslum, sem nefna gras þetta fjögra laufa smára (paris quadrifol- ia), á hann ekki að vera vaxinn fyrr en á þriðja ári. Síðan skal taka smárann og herða í vindi, en varast að láta sól á hann skína, og bera hann á hálsi sér í silkitvinna; lýkst þá upp hver lás fyrir þeim, sem gras þetta hefur. Hin aðferðin er nokkru meiri vandkvæðum bundin. Maður skal taka dyraumbúning allan með hurð, skrá og lykli og setja fyrir máríötluhreiður, og læsa meðan máríatlan er ekki í hreiðrinu. Þegar hún kemur að hreiðrinu vill hún komast að eggjum sínum eða ungum; sækir hún þá lásagrasið og ber það að dyrunum eða stingur því í lásinn og við það opnast hann óðara og á því hafa menn fyrst komist að náttúru þessa grass. Þegar máríatlan er búin að halda á grasinu skal taka það og nota eftir þurft og þörfum, en það vandhæfi liggur við, að aldrei má sá sem grasið hefur vera berhöfðaður eftir því sem máríatlan situr einlægt um að koma eiturormi í höfuð þeim hinum sama og drepa hann." (Þjóðs. J.Á. 1.b.) Nú verður ekki fleira tínt til úr fræðum þessum og er þó flestu ólokið. Verið velkomin i HÓTEL REYNIHLÍÐ við Mývatn HiliR p 1 | i ,««1 "1, Hótel Reynihlíð — í einni fegurstu sveit landsins — er tvímælalaust besti dvalarstaður yðar, er þér komið f frí til hvíldar. Við bjóöum yður björt og rúmgóð herbergi meö nýtisku þægindum. Utvegum bíla og veiðileyfi. — Seljum ferðir um Mývatn og til allra helstu staöa norðaustan lands, t.d. Hljóðaklétta, Herðu- 1 breiöarlinda og öskju. 52VIKAN 13. TBL. GRUNUR Hið eina rétta, sem ég gæti gert eins og nú var ástatt, var að hringja í Randal og biðja hann um að koma og sjá hvað hafði gerst. Allt í einu sótti að mér óvenjuleg þreytutil- finning og ég reis á fætur og fór aftur inn í herbergið. Enn á ný varð ég yfir mig spennt. Á meðan ég hafði verið úti á svölunum hafði miða verið ýtt undir hurðina. Ef mig vantaði sannanir fyrir því, að faðir minn hefði verið myrtur, þá var hún þarna komin. Á miðanum voru aðeins tvö orð skrifuð með prentstöfum. Þar stóð: „Yfirgefðu Gozo.” Eftir öllum ummerkjum að dæma hafði hinn óboðni gestur leitað að einhverju undir dýnunni. Hins vegar átti ég ekkert í fórum mínum, sem vakið gæti áhuga þjófs. Ringluð og þykkjuþung í senn byrjaði ég að taka til í herberginu, þannig að þar liti sæmilega út. En svo varð ég að flýta mér til Marsalfomflóa, þar sem ég hafði mælt mér mót við Rapa lögreglu- foringja kl. tíu. Ég ætlaði að taka miðann með mér og sýna honum hann. Mér til mikils léttis rakst ég ekki á Randal, þegar ég yfirgaf hótelið. Sá möguleiki var fyrir hendi, að hann vissi meira um leitina í heerberginu en ég. Er ég kom til Marsalfornflóa lagði ég bílnum fyrir framan lögreglustöðina. Ekki langt undan kom ég auga á bifreið og ég stóð eins og límd við gangstéttina. Þetta var hinn gamli MG-bill föður míns. Ég hallaði mér upp að bílnum mínum og vonaði að enginn, sem ég þekkti, kæmi auga á mig fyrr en ég væri búin að jafna mig. En svo fann ég að hönd var lögð á öxl mér og ég hrökk í kút. Ég leit upp og þama mætti mér vingjarn- legt augnaráð Rapa lögreglufor- ingja. Ég fór með vísifingurinn inn fyrir sólgleraugun og þurrkaði i burtu tár um leið og ég sagði: vy»; HÆTTU LEGUR EFTIR ZOE CASS 1 13. TBL. VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.