Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 55

Vikan - 31.03.1977, Side 55
„Stundum er ýmsu komið fyrir í fórum fólks til þess að vekja grunsemdir.” „Heldurðu að eitthvað slikt hafi gerst varðandi föður minn?” ✓ „Hugsanlega. Hins vegtu- höfum við þaulleitað bœði í bílnum og eins bátnum, en ekki fundið neitt. Sjólfsagt hefur ekki neinu verið komið þar fyrir, eða þá að viðkomandi hefur sótt góssið sitt.” Ég setti frá mér bollann, hallaði mér fram og sagði: „Rapa lögreglu- foringi, viltu ekki vera svo góður og segja mér hvers vegna einhver skyldi hafa viljað koma föður mínum í bobba.” „Við höfum enga sérstaka á- stæðu til þess að ætla að svo sé,” svaraði hann stuttur í spuna. „En þegar um skyndilegt dauðsfall er að ræða, reynum við ætíð að tengja það einhverju öðru. Hins vegar virðist faðir þinn hafa haft allt sitt á hreinu. Okkur þykir einungis leitt, að hann skyldi hafa látist undir þessum leiðinlegu kringumstæðum. Þessi ræðustúfur var nokkuð sannfærandi og engu likara en hann hefði lært hann utan að. En þegar mér varð hugsað til þess sem gerst hafði ó hótelherberginu, gat ég ekki fallist á hughreystandi orð Rapa lögregluforingja. Ég seildist í handtösku mína og rétti honum miðann, sem hafði verið ýtt undir hurðina. „Ég fann þetta í morgun,” sagði ég. „Á meðan ég skrapp út að synda, var öllu umtumað í herbergi mínu. Hins vegar víir engu stolið.” Eftir að hafa litið á miðann starði Rapa á mig. Þegar hann hóf móls á ný var rödd hans ákveðnari en nokkru sinni áður. „Nújó,” sagði hann. „Þó er einhver farinn að sýna ó sér klæmar. En hver ungfrú Prescott?” Ég hristi höfuðið hjálparvana. „Og hvers vegna?” sagði ég. „Mér virðist það mikilvægara heldur en hver getur hafa gert það.” Lögregluforinginn fleygði mið- anum með óbeit á borðið. , .Kannski hefurðu rétt fyrir þér,” sagði hann. „En hvað svo sem að baki kann að liggja, þá er þetta lúalegt bragð.” Miðað við aðra lögregluforingja var lítill skriffinnskubragur yfir honum. Eg kunni vel við hann og treysti honum. „Ætlarðu að yfirgefa Gozo?” spurði hann varfæmislega. „Nei, ekki i bili að minnsta kosti.” Rapa kinkaði kolli til samþykkis þessari ákvörðun minni. „Vertu varkór,” sagði hann siðan. „Við vitum að minnsta kosti, að einhver vill frekar að þú sért ekki héma.” „Michael er alltaf að segja mér, að ég eigi ekki að vera hér um kyrrt,” sagði ég. „Michael Brent? Ég er viss um að hann ber velferð þína fyrir brjósti, en hann myndi ekki lúta svo lágt að skrifa þér nafnlaus bréf. Jæja, en ef þú ert tilbúin legg ég til, að við fömm að skoða bótinn.” Rapa gaf fyrirskipun um, að tekin skyldi mynd af miðanum, en hann siðan rannsakaður. Því næst fómm við í lögreglubát út að skútu föður mins. Þar skoðaði ég þegjandi allt í krók og kring og minntist hamingjusælla daga frá liðinni tíð. „Var faðir minn einn um borð?” spurði ég loksins. Eftir andartaks þögn svaraði Rapa: „ Fingraförin höfðu verið þurrkuð af mestallri yfirbyggingu bótsins. Það gæti bent til þess, að einhver hefði komið um borð eftir að bátnum hafði verið lagt.” Þetta var fyrsta ábending þess, að einhver annar gæti verið viðriðinn dauða föður míns. „Nú, þá gæti honum hafa verið hmndið fyrir borð?” sagði ég hægt. „Við höfum engar sannanir fyrir neinu slíku.” „Og ekkert sem stríðir gegn því.” „Rétt er það.” „Ég er búin að sjá allt sem mig langar til,” sagði ég og dró djúpt að mér andann. „Við getum því farið núna.” „Er nokkuð sem þig langar til þess að taka með þér?” spurði Rapa. „Ja, það væri þá helst sjónauki, sem faðir minn notaði mikið.” Hann sótti sjónaukann í skúffu, sem þama var. Þegar hann hafði rétt mér hann gengum við út í sólskinið og fómm siðan ofan í lögreglubátinn. Sú staðreynd, að fingraför höfðu verið máð út, þótti mér vyög mikilvæg. , ,l5g mun senda bil föður þíns heim á hótel til þín,” sagði Rapa lögregluforingi um leið og við stigum á land. „Það er mjög vingjamlegt af þér,” svaraði ég. „Þá get ég skilað aftur bílaleigubílnum.” „Hvað ætlarðu nú að taka þér fyrir hendur?” spurði lögreglufor- inginn. LYGILEGT EN SATT nýr bíll fyrir kr. 230 þús. Ný sending um mánaðamótin mars, apríl Fyrsti Trabantinn kom tit landsins 1963 og hefur á þess- um tlma sannaö ágæti sitt viö íslenskar aöstæður. \ INGVAR HELGASON Vonorlandi v/Sogovag — Simar 84510 og 8451 1 Verð kr. Station 620 þús. Afsláttur til öryrkja 175 þús. Lán 200 þús. útborgun 245 þús. Fólksbíll 600 þús. Afsláttur til öryrkja 170 þús. Lán 200 þús. 230 þús. 13. TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.