Vikan


Vikan - 31.03.1977, Side 56

Vikan - 31.03.1977, Side 56
Söluumboð á Akureyri Bláfell s.f. af stað í teboð hr. Jarvis, ók ég því bílaleigubílnum. Ég komst hins vegar fljótlega að raun um, að ég rataði ekki heim til hans. Hann hafði ekki gefið mér neinar leiðbeiningar, gerði sjálfsagt ráð fyrir því, að þetta vœri einn af þessum stöðum, sem „allir eiga að þekkja.” Ég stansaði hjá nokkrum fiski- mönnum, sem voru að rœða saman, og spurði þá á bjagaðri maltnesku, hvaða leið ég œtti að fara heim til Edgar Jarvis. En þeir þóttust ekki skiljamig. ,,Villa Mehta?” sagði ég þá. Þeir litu hver á annan án þess að brosa og fullir grunsemda . Loksins benti sá elsti þeirra mér á, að ég œtti að fara veg, sem lægi til hægri. Hann brá krepptum hnefunum upp, rétt eins og hann héldi um stýri á bíl, og hreyfði þá síðan upp og niður. Hann vildi augljóslega segja mér, að vegurinn væri heldur ógreiðfær. Því næst rétti hann vinstri hönd út eins og lögregluþjónn að stansa umferð, sem ég skildi á þann veg, að eftir að ég væri búin að fara holótta veginn, væri ég komin heim til Edgar Jarvis. Þótt ég þakkaði honum fyrir á maltnesku og brosti, þá mætti mér ekkert nema þögul óvinveitni í andlitum fiskimannanna. Annað- hvort var ég eða Edgar Jarvis ekki i náðinni hjá þessum náungum. Ég gat hins vegar ekki skilið hvernig það gat verið ég, nema þá að það stæði í einhverju sambandi við föður minn. En sá fiskimaður var áreiðanlega ekki til, að honum hefði ekki samið við hann. Ég reyndi að bægja frá mér ónotakenndinni og steig aftur upp í bílinn, en ók síðan eftir leiðbeining- um mannsins. Eftir að hafa ekið góðan spöl, kom ég að beygju og handan við hana sá ég Villa Melita. Því næst stansaði ég fyrir framan bogadregið hlið og horfði agndofa á tígulegt húsið. Hliðið stóð opið og ég ók hægt í gegnum það, en þar fyrir innan tók við malarborin heimreið. Við hliðina á húsinu sá ég mann vera að bóna bíl. Fyrst varð mér einungis litið á hann út undan mér, en síðan horfði ég rannsakandi á hann. Þá sá ég, að þetta var sami maðurinn og hafði setið á bekknum nálægt hóteli Randals. Núna þegar ég leit á hann i þessari góðu birtu, uppgötvaði ég, að þetta var einnig maðurinn sem hafði fylgst svo náið með mér á flugvellinum á Möltu og hafði komið með bifreið Nonis til Gozo. Hann skotraði sem snöggvast til mín augunum, en hélt síðan áfram að bóna bílinn. Ef Edgar Jarvis hefði ekki rétt i þessu komið út úr húsinu til þess að taka á móti mér, hefði ég ávarpað manninn. ,,Ég ætla að fara heim á hótel, en seinna í dag fer ég í heimsókn til hr. Jarvis. Hann var vinur föður míns.” ,,Nú það vissi ég ekki. Ég vona að þú skemmtir þér vel.” Rapa virtist afslappaður og hann hafði smeygt öðrum þumalfingrin- um ofan i beltið. En svo mundi hann eftir því, að vinnan beið hans og hann kvaddi mig með handabandi. Þótt MG-bíll föður míns væri kominn heim á hótel klukkutíma eftir að ég var komin þangað, gat ég ekki enn fengið mig til að nota hann. Seinna um daginn, er ég lagði Það eru smáatriðin sem gera AUTOBIANCHI A112 Elegant að svona skemmtilegum bíl. ítalir kunna að nostra við smáatriðin og þess ber AUTOBIANCHI greinileg merki, hann er vel gerður bíll, — aö auki stenst hann þær gæöakröfur um aksturseiginleika og öryggi, sem SAAB gerir til smábíla. Til afgreiðslu nú þegar. Það er þess virði að skoða AUTOBIANCHI. B3ÖRNSSON SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SÍMI81530 italski ^ smábíllinn 56VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.