Vikan


Vikan - 31.03.1977, Síða 60

Vikan - 31.03.1977, Síða 60
SMÁSAGA EFTIR ÖNNU MARlU ÞÖRISDÖTTUR GRál IfiRUNN Hann hallaðist upp að eldhús- dyrastafnum. Hann var í sömu gráu fötunum, og ég sá silfurgrátt, mjúkt, liðað hárið og skeggið greinilega. Aðeins augnabrúnimar voru dökkar. Svipurinn var hýr og mildur. Hann var reglulega fallegur, ég held ég hafi aldrei séð fríðari mann. Lengi er ég búin að velta fyrir mér, hvort ég eigi að segja þessa sögu. En nú er skólanum lokið fyrir nokkrum vikum, og ég er búin að gera vorhreingerningarnar. Ég stóð meira að segja í þvi að láta klæða gömlu, góðu alstoppuðu stólana mína. Ég er fegin því, að ég dró það svona lengi, nú er orðið svo mikið úrval af yndislegu damaskáklæði. Ég var nærri búin að freistast til þess að láta klæða þá með ullarefni, þegar sú tiska var í algleymingi. En nú fékk ég svo dásamlegt, gullin- brúnt silkidamask, að betra hefði ég ekki getað hugsað mér. Og ég lét það líka eftir mér að kaupa næfurþunnt efni með gulum og brúnum rósum og saumaði mér sumargluggatjöld. Þau eru að vísu ansi þunn, en ég held, að ekki sjáist mikið inn til min hér uppi á kvistunum. Kannski kaupi ég mér einhver af þessum fallegu pílurúllu- tjöldum, þegar líða fer á sumarið og kveikja þarf inni. Eitthvað er eftir í sparibókinni, þó að dálítið hafi nú 'jninnkað við þetta allt. Og svo er 0að ferðin, hún kostar nú sitt. Eftir tvær vikur ætla ég með vinkonu minni og samkennara til ítalíu. í fyrra fórum við til Mallorca og sumarið >Jj>ar áður til Costa del Sol. Ég veit. 'að þetta er heilmikill lúxus. En því skyldi maður ekki veita sér eitthvað, kominn á þennan aldur og engum háður. og hefur ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér. Ég horfi nú fram á hálfan mánuð, þegar ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni: Leikhúsin lokuð, sinfónían komin í sumarfrí, og í kvikmynda- húsunum eru þessar eilífu glæpa- og.... dónalegu myndir, svo að heiðvirður kvenmaður getur ekki látið sjá sig þar. Engar stíla- eða reikningsbækur liggja á útskoma rauðviðarskrifborðinu mínu. Ég sest við það og tek skrifblokk upp úr skúffu. Ég er að hugsa um að skrifa söguna.... Þetta gerðist í fyrravetur í kuldanum og umhleypingunum, sem allir hljóta að muna eftir. Það varþá, sem vonda kvefpestin gekk. Sumir voru lasnir svo mánuðum skipti. Dag nokkum fann ég, að það var að koma í mig vond hæsi, þegar ég var að kenna. En þar sem það er eitt það versta, sem fyrir kennara getur komið, ákvað ég að hafa allan vara á. Ég fór til skólastjórans og sagði honum, að ég ætlaði að vera heima framyfir helgi til þess að hafa úr mér hæsina. Skólastjórinn, sá elskulegi maður, tók mér vel, kvað forfallakennarann myndu taka við bekkjunum mínum og ég skyldi reyna að hafa þetta vel úr mér. Ég er nú búin að kenna við þennan sama skóla í næstum 30 ár, og sjaldan hefur mig vantað til starfa. Ég kom við í kjörbúðinni héma rétt hjá og verslaði, áður en ég fór upp til min. Ég ætlaði að kaupa mér te og sítrónur. En þar sem engar sítrónur fengust, keypti ég teteg- und, sem ég hafði aldrei reynt áður. Hún hét Grái jarlinn, og í þessum pakka var blanda með sítrónu- bragði. Það varð að duga. Á leiðinni upp stigana man ég, að í gegnum huga minn flögraði sú spuming, hver þessi Grái jarl væri, eða hvort hann hefði raunverulega verið til. Ég eldaði kvöldmatinn snemma, þvoði upp og gekk frá. Síðan háttaði ég, fór í hlýjustu náttfötin mín og fjólubláa, vatteraða silkislopping. Svo hitaði ég vatn og setti í stóra teketilinn minn og þar ofan í tvo tepoka Gráa jarlsins. Ég setti teketilinn á bakka ásamt stóra, handmálaða tebollanum mínum, sem ég keypti i Mallorcaferðinni, og hunangskrús. Þetta bar ég inn i stofu og setti á messingsborðið mitt, kveikti á fallegu kerti í kerta- stjakanum og reykelsi 1 reykelsis- kerinu. Siðan náði ég í vodkaflösku, sem ég átti í borðstofuskápnum. Ég hreiðraði um mig í öðmm stóra stólnum mínum og ætlaði nú að hafa það reglulega notalegt. Þetta var á fimmtudagskvöldi og ekkert sjónvarp. Ég hlustaði á sæmilegt leikrit í útvarpinu, annars era leikritin ekki orðin neitt á við það, sem þau vora hér áður fyrr. Ég var búin að drekka eina þrjá tebolla, þegar kom að tónlistarþætti Guð- mundar Jónssonar pianóleikara, og mér var farið að líða reglulega notalega. Enginn skyldi álíta, að ég hefði drakkið of mikið af vodkapu, ég heUti bara ofurlitlum slurk í hvem boUa, engu, sem hægt hefði verið að finna á sér af. Nei, ég hef alltaf varast áfengið í óhófi, þama var ég einungis að nota það sem meðal. Kona í minni stöðu getur heldur ekki leyft sér slíkt. Lifandis ósköp vora þættirnir hans Guðmundar yndislegir. Ég held þó næstum, að þátturinn þetta kvöld hafi verið með þeim allra- bestu. Mér hlýnaði allri af að hlusta á hljómhstina og gleymdi rokinu og kuldanum og svellbólstranum úti, og mér fannst ég komin tU suðlægra landa, þar sem pálmablöð blöktu í hlýjum andvara og sólskinið gUtr- aði á sléttum sæ.... Ég held mér hafi aðeins rannið í brjóst. Ég kipptist við, og þá fannst mér ég snöggvast sjá móta fyrir útUnum mannshöfuðs, sem bar við birtu götuljósanna, sem bárast inn um kvistgluggann minn. Ég varð 60VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.