Vikan


Vikan - 31.03.1977, Síða 61

Vikan - 31.03.1977, Síða 61
ekkert hrædd, hugsaði aðeins: Mig hefur verið að dreyma, það er best að flýta sér í háttinn. Og ég gerði það. En um nóttina dreymdi mig Gráa jarlinn. Mér fannst hann standa við kvistgluggann minn. Ég sá vanga- svipinn mjög greinilega, hátt tígu- legt enni, kónganef og stóra sterklega höku. Hárið var ofurlítið liðað og náði aðeins niður fyrir eyrun. Hann hafði finlegt yfirvara- skegg og fallegt liðað skegg i vöngum og umhverfis hökuna, sem sjálf var órökuð. Ég sá út um gluggann minn í draumnum, en í stað þess að sjá sjónvarpsloftsneta- skóginn á húsaþökunum hér í kring, sá ég út í geysilega fallegan og velhirtan garð með ljósgrænni, mjúkri grasflöt og hvítum marm- aragosbrunni i miðjunni, en um- hverfis voru vel klipptir runnar og hávaxin tré. Þetta virtist vera á suðrænum stað, því að út um breitt og voldugt garðshlið sá ég sólgyllt- an sjávarflöt og pálmatré i fjarska. Draumurinn varð ekki lengri. Ég hrökk upp, fannst ég hafa sofið yfir mig, en svo mundi ég, að ég ætlaði að vera heima þennan dag og hafa úr mér kvefið. Ég kúrði mig undir hlýja sængina og sofnaði aftur, óskaði þess, að framhald yrði á draumnum, en svo varð ekki. Ég var heldur verri af hæsinni næsta dag, það fann ég, þegar vinkona min hringdi i mig til að vita, hvemig mér liði. Þá kom ég varla upp nokkru hljóði, svo að hún heyrði varla til mín í simanum. Hún kom til mín um kvöldið, og við horfðum saman á þýska leynilögregluþáttinn i sjónvarpinu. Ég gaf henni te Gráa jarlsins, og henni fannst það gott. Talaði um, að af því væri einhver undarlegur keimur, ekki bara sítrónubragð, heldur einhverskonar jurtakeimur. Já, það var satt, ég fann það nú, þegar ekkert vodka var í því, ég var ekkert að gefa henni vodka út í. Já, það var einhver austurlenskur ilmur og keimur af teinu. Hver vissi, hvaða dularfullu jurtum hafði verið blandað í það? Um nóttina dreymdi mig Gráa jarlinn aftur. Nú stóð hann úti i garðinum, og birtan féll á hann. Og hann var i sannleika grár: Hár og skegg silfurgrátt, skyrtan - fölgrá, næstum hvít, og hann hafði einhverskonar gamaldags silkiháls- klút, dökksteingráan, og í honum var skrautprjónn með stórum, gráum steini. Fötin voru milligrá, virtust vera úr mjúku ullarefni, skómir dökkgráir. Næsta dag hafði ég algjörlega misst röddina. Ég kom ekki upp minnsta hljóði, þegar vinkona mín hringdi. Hún skrapp til mín, en við gátum ekkert talað saman, svo að hún fór fljótlega. Um kvöldið hugsaði ég með mér: Þetta má ekki við svo búið standa. Ég verð að bræða þetta úr mér. Ég hitaði mér te eins og fyrri kvöldin, en nú hellti ég vel hádfan bollann af 13. TBL. VIKAN61

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.