Vikan


Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 64

Vikan - 31.03.1977, Blaðsíða 64
BRÚÐKAUPSVEISLA Kæri draumráðandi! Mig langar til að biöja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu og er hann á þessa leið: Mér fannst frændi minn, sem við skulum kalla S, vera á rúnt- inum með stelpu, sem heitir Unnur. S keyrði bílinn, en í verunni er hann ekki kominn með bílpróf. Fóru þau til Reykjavíkur og þar keypti S trúlofunarhringa, sem mér fannst vera gráir að lit, en í þá var líka höggviö eitthvert munstur. Þau trúlofuðu sig í bænum og komu síðan heim. Síðan fannst mér S ætla að fara að giftast strák, sem heitir Kári og er vinur hans. Vinkona mín F. er mjög hrifin af honum. Mér fannst ég vera að baka fyrir brúðkaups- veisluna og var búin að baka einhverja rosa brúðartertu, sem hinum fannst þó ekki nógu stór. Daginn eftir komum við svo í skólann og F var að deyja úr afbrýðisemi út í S. Við F ákváðum að skrópa í tíma og vera frekar í tíma með Kára. Þegar timinn var að verða búinn spurði ég F hvort við ættum ekki að fara í okkar eigin stofur, svo að við fengjum ekki skróp í kladdann og þyrftum ekki að sitja eftir á föstudeginum. Fyrst vildi F ekki fara, en svo lét hún undan. Þegar ég kom inn í mína stofu fannst mér vera dönskutími. H var að kenna og ég saaði: ,,H, fæ ég nokkuð skróp, fæ ég ekki bara seint í kladdann." En H. sagði þá: ,,Jú, þú færð víst skróp, því að tíminn er búinn." Við það vaknaði ég. Ég vona að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig af því að hann var sérstaklega skýr. Með fyrir fram þökk, Ein dreymin. Þessi draumur stendur jafnmik- ið i sambandi við aðrar persónur og þig sjá/fa. Hann boðar ti/ dæmis S fjérhags/egan gróða og hann mun verða mjög heppinn i ástum. Þér boðar hann auðugt gjaforð. Svo auðugt aö þig mun vart hafa órað fyrir slíku. RÁÐNING Á DRAUMI SVEITAKONU Þessi draumur er fyrir breyt- ingum i /ífi þínu og verða þær til hins betra. Þú munt sigrast á erfið/eikum, sem lengi hafa haft tamandi áhrif á þig. Þú munt fá einhverjar góðar fréttir og ekki er ósennilegt að þú fáir arf. Þiggja skaltu aðstoð vina þinna ef þér er boðin hún, því að hún verður þér einungis til bóta. Þótt þú getir Mig dreymdi yfirstigið alla erfiðleika er ekki þar með sagt aö þér geti ekki mistekist. Gerðu ekkert óhugsað og þá munu áform þín heppnast vel. HRINGUR OG SNÚRA MEÐ. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi núna eina nóttina draum, sem mig langar til að þú ráðir fyrir mig. Mér fannst sem strákur sendi mér gíftingarhring. Hringurinn var alveg sléttur, en dálítið breiður, og var snúra með. Það var búið að krota nafnið mitt inn í hringinn og hafði hann gert það sjálfur að mér fannst, en það var samt mjög vel gert. Ég setti svo hringinn upp, en var örlítið feimin við að bera hann. Hringurinn var allur mjög skær, og það var eins og birtu legði af honum. 2161-7167 Þessi draumur boðar giftingu, sem mun verða á næstunni, og bendir allt ti/ þess, að þetta hjónaband sé hjá þér og þessum pilti, sem þú nefndir í bréfinu. Mun hann reynast mjög tryggur og góður eiginmaður og framtíð ykkar verða björt og hamingjurík. Nafnið, sem þig dreymdi, er einnig fyrir góðu. OG SKÚRINN SKALF. Kæri draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Annan dreymdi mig fyrir áramót, og er hann svona. Mér fannst ég og vinkona mín, sem við skulum nefna Z, fara í heimsókn á vinnustað, þar sem við unnum áður. Við fórum inn í annan skúrinn, sem þar er (en þeir eru tveir), og sáum við þar tvo menn, sem voru eins og tvíburar, og áttu þeir að heita sama nafninu. Annar heitir í rauninni Jón, en hinn vissi ég ekki, hver átti að vera. Allt í einu vorum við komnar inn í hinn skúrinn. Hann tók að skjálfa og hefjast á loft. Þá segi ég við Z, að jarðskjálftinn hefði ekki átt að byrja strax og meinti þann sem völva Vikunnar spáði fyrir. Ég leit út um gluggann og sá heiðbláan himininn. Svo hætti jarðskjálftinn, og ég segi við Z. að líta út og vita, hvert við værum komnar. Hún gerði það og sagði, að við stæðum enn á sama stað, í því leit ég út og sá, að við vorum komnar yfir skúrinn, sem ég nefndi áður. Þar var sá draumur á enda. GÁK. Þessi draumur boðar eitthvert ólán, sem hendir þig, en mun fljótlega verða bætt. Ennfremur er líklegt, að vinkona þín muni eiga við einhver veikindi að stríða, sem munu þó ekki vera alvarlegs eðlis. Heiðblái himinninn er fyrir mikilli hamingju í framtíðinni og skjótri giftingu. Hinn draumurinn var svo /ang- ur, að ekki reyndist unnt að birta hann. Ræð ég hann þannig, að stúlkan, sem fór ofan í holuna, mun koma til með að umgangast fólk, sem hefur s/æm áhrif á hana. Fæðingin, sem þig dreymdi, er móðurinni fyrir mjög miki/li gæfu. Að dreyma fót boðar dreymanda ferðalaq, sem farið verður fljót- /ega. Annars ska/tu alltaf hafa það hugfast, að fyrri reynsla okkar í lífinu getur oft haft áhrif á drauma okkar. FURÐULEGT LÍTIÐ FÓLK. Kæri draumráðandi! Ég bið þig að ráða þennan draum, ef þú getur. Ég var á gangi með manninum mínum upp Frakkastíg, og vorum við mjög hamingjusöm (hann er dáinn í raunveruleikanum). Mér fannst umhverfið vera mjög líkt og það er, en ég tók eftir Iðnskólanum. Mér fannst við vera að fara að skemmta okkur, því að við vorum í góðum fötum, en allt í einu standa tvær gamlar manneskjur, karl og kona, fyrirframan okkur, mjög lítil með dökkar húfur niður fyrir augu. Fannst mér við þurfa að setjast á hækjur okkar til að tala við þau. Konan segir við mig: Heitir þú ekki R? Ég sagði svo vera. ,,Og þú sem hefur svo barnalega rödd," og svara ég að bragði ,,Já, ég svona eldgömul." Mér fannst þau tala við mig heilmikið, sem ég man ekki. Ég var alltaf að reyna að horfa í augu þeim, en gat það ekki fyrir húfunum, og svo voru þau mjög furðulega klædd í skrýtnum úlpum, mér fannst þau hverfa niður í kjallaratröppur, sem voru þarna rétt hjá, og halda alltaf áfram að tala saman. Allt í einu tek ég eftir, að það eru komin göt á kjólinn minn, eins og eftir neista úr pípu, og verð ég mjög sár út í manninn minn, því mér fannst það vera honum að kenna. Þá varð hánn leiður og fór á undan mér, þðgar við lögðum af stað aftur. Við ætluðum niður Skólavörðu- stíg, og þegar ég kem þar, finnst mér allt breytt, og ég er að hugsa með mér, að þetta gæti ekki verið Skólavörðustígurinn, allt gömul hús og Ijót og svört og allur stígurinn sundur grafinn, en vonaðist þó til, að þetta mundi lagast, þegar ég kæmi neðar í götuna. Ég komst þó yfir á mjórri brún og maðurinn minn alltaf á undan, en allt í einu mæti ég feðgum, sem ég þekki, og eru þeir að hnakkrífast. Varð ég mjög undrandi og fór til þeirra til að vita, hvað væri að og reyna að stilla til friðar. Þá var það út af því, að sá yngri hafði borðað allt sælgæti, sem þeir áttu saman, og pabbinn orðið svona reiður út af því. Nú var maðurinn minn kominn líka, við vorum bæði að reyna að sætta þá, og ég sagði við hann, að hann gæti ekki verið svona barnalegur í sér, ég vildi gefa honum peninga í staðinn og fór að leita, fann ekki nema 15. kr., en fannst það of lítið, en fékk honum þá. Hann tók við þeim, en ég leitaði enn betur og fann 50 kr., fékk honum þær, en tók hinar aftur, og fannst mér hann vera ánægður yfir þessu. Þá var allt í einu orðið fullt af krökkum, og vildu þau fá peninga líka, en ég fékk þeim ekki neina, síðan vaknaði ég. Með þakklæti, R. Gamla fólkið boðar þér erfið- leika og áhyggjur, sem þó munu ekki verða /angvarandi. Rifni kjóllinn boðar þér góða framtið, semþú ert þér ekki vitandi um nú. Að verða sár út í e-n í draumi boðar fjárhags/egan gróða, og krakkarnir eru merki þess, að þig mun aldrei skorta neitt í lifinu. 64VIKAN 13. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.