Vikan


Vikan - 31.03.1977, Page 71

Vikan - 31.03.1977, Page 71
Kjöt getur orðið sérstaklega meyrt og Ijúffengt, ef það er látið liggja í marineringu. Sósan verður einnig Ijúffeng, þegar dálítið af marineringunni er notað í hana. Væri ekki tilvalið að prófa einhvern af eftirfarandi réttum á páskunum, sem nú nálgast með öllum sínum hátíðamat og tilstandi? RAUÐVlNSMARINtRAÐ hreindýrakjöt ca. 1 1/2 kg hreindýrakjöt, salt, pipar. Til marineringar: 2 sneiddir gulir laukar, 1 sneidd appelsína, 1 sneidd sítróná, 1 tsk gróftmulin einiber, 3 heilir negulnaglar, 1 flaska ódýrt rauðvín, 1/2 dl koníak, 3/4 dl olía. Til steikingar: Smjör eða smjörlíki. Sósa: 11/2 msk smjör, 2 msk hveiti, síað soð og marinering, 1 dl rjómi, soyasósa, 1 dós sveppir. salt, pipar, 1 msk smjör. Nuddið kjötið með salti og pipar og leggið það ofan á sneidda laukinn, appelsínuna, sítrónuna og kryddið. Blandið saman víni, koníaki og olíu og hellið yfir. Látið standa á köldum stað í 2 sólarhringa. Snúið kjötinu nokkrum sinnum. Brúnið kjötið í potti og hellið marineringunni yfir. Látið krauma við vægan hita, þar til kjötið ermeyrt, ca. 1 1/2 — 2klst. Prófið með prjóni. Útbúið síðan sósu á venjulegan máta. Hellið dálitlu af sósunni yfir kjötið og setjið síðan smjörsteikta sveppina ofan á. Berið fram með soðnum kartöflum, sósunni og reyniberja- hlaupi eða rifsberjahlaupi og sýrðu grænmeti. 13. TBL. VIKAN71

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.