Alþýðublaðið - 21.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1923, Blaðsíða 1
Gefið út mf JklþýdufloUImiim 1923 Miðvikudaginn 21. febrúar. 41.. tölublað. Fundur Sjómannaí'élags Réykjavíkur í gærkveldi. Hann var mjög fjölsóttur, svo að Iðnaðarmannahúsið var troð- fult. Voru þó fundarmenn nær eingöngu sjómenu. Ríkisstjórn og alþingismönnum hafði verið boðið á fundinn, en tæpur helmingur þingmanna mun hafa komið ög enginn at hálfu ríkisstjórnar. Fundarstjóri var Jón Bach og skrifari Vilhjálmur Vigfússon. Formaður íélagsins, Sigurjón A. Ólafsson, tók fyrstur til máls, skýrði frá tilefni fundarins og kaupgjaldsroáluni fé'agsins og gerði grein fyrir athöfnum félagsins í því máli. Var engin ályktun gerð út af því máli á þessum fandi. Næsta mál á dagskrá var: Atvinnuhorfur. Frummælandi var Pétur G. Guðmundsson, og rakti hann ítarlega allar ástæður og dró fram þau rók, er Hggja til þess, að sjálfsagt er, að ríkið skifti sér af því roáli og stuðli áð því, að atvinna falli ekki niður að eins fyrir dutlunga einstakra manna. Til máls tóku auk frum- mælanda Sigurjón A. Olafsson, Olafur Friðriksson, er sýndi fram á, að þjóðnýting væri eina bjarg- ráðið, sem lið væri í, og af hálfu þingmanna Pétur Þórðarson. Að umræðu lokinni voru eftirfarandi tillögur bornar upp og sam- þyktar í einu hljóði: >Sjómannafélag Reykjavíkúr skorar á þing og stjórn að koma f veg fyrir, að útgerðarmönnum haldist uppi að leggja togurun- um langan eða akamman tíma úr árinu, svo sem þeir hafa áður gert til ómetanlegs tjóns fyrir land og þjóð.< >Fundurinn skorar á Alþingi að veita n'flega fjárhæð á fjár- Jögum fyrir 1924 til átvinnubóta Daosbrfinarfnndttr veiður haldinn í G. T. húsinu fimtudaginn 22. þ. m. kl. 7 1/2 síðd. — StjÓPnÍn. pánskar nætur verða leiknar fimtudagskvöld 22; þ. m. f Iðnó kl. 8. 17. sinn. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag og á morgun kl, io —i og eltir kl. 3 báða dagana. Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur heldur framhalds-aðalfund sinn í Bárunni (uppi) í kvöld kl. 8. Áríðandi að félagsmenn mæti. — Stjórnin. í bæjum og kauptúnum lands- ins vegna stöðugs og sfvaxandi atyinnuskorts við sjávarsíðuna.< Þá var rætt um afurðasöluna, og hafði framsögu Felix Guð- mundsson. Gerði hann glögga grein fyrir þeirrL lífsnauðsyn ai- þýðu, að komið væri betra skipu- lagi á það mál. Tillaga kom fram, svo látánd'. >Fundurinn skorar á Alþingi að taka upp ríkiseinkasölu á síld og fiski út ár Lndinu.* Var tillagan samþykt í einu hljóði. Gengismálið reifði Héðinn Valdimarsson og sýndi fram á, að gengislækkun íslenzkra pen- inga væri eingöngu gerð fyrir útgerðarmenn, sem einoka á útlendum gjaldeyri, til þess að þeir gætu þannig gert minna úr kaupi verkalýðs óbeint, úr þvf að þeir fengju það ekki lækkað beiut. Að lokinni umræðu kom fram svo hljóðandi tillaga: >Funduiinn skbrar á Alþingi að gera þær ráðstafanir í banka- Eignist „Kvenhatarann". Á- skriftum veitt móttaka í sima 1269. og fjárhags-málum, að gengi ís- lenzkrar krónu verði ekki lægra en um síðastliðin áramót*. Var tillagan samþykt í einu hljóði. Fleiri mál komu ekki til um- ræðu. — Þakkaði formaður að síðustu þingmönuum og öðrum fqndarsóknina. Var síðan fundi slitið. Hafði hann þá st^iðið fuliar 3V2 klukkustuud og farið hið bezta fram. Kaupendnr Alþýöublai^fls eru ámintir um að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil veröa á úrburði blaðsins. — Afgreiðslumaður, Freyja. Æfing á morgun kl. 8Va í Alþýðuhúsiuu. (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.