Vikan


Vikan - 22.12.1977, Side 10

Vikan - 22.12.1977, Side 10
PÓSTUKBM NÝI SKÓLINN ERFIÐUR Kæri Póstur! Mér sýnast reyndar þetta eink- um vera unglingar, sem skrifa þér með vandamál, einsog: Ég er skotin í x, og hvað á ég að gera til að ná í hann? Eða: Mig langar til að verða hjúkrunarkona, hvað tekur námið mörg ár, o. s. frv. Af einhverri þrjósku les ég alltaf Póstinn og hef löngum dáðst að þolinmæði þinni að svara svona spurningum. Það er reyndar alveg furðulegt, að krakkar skuli ekki láta sér detta í hug að leita svara hjá réttum aðilum, t.d. varðandi skóla. En nú er svo komið, að ég á við vandamál að stríða, sem mig langar að sjá, hvort þú kannt lausn á. Ég er fullorðin húsmóðir og móöur tveggja barna, gift ágætis manni, sem reyndar er kannski bundnari starfi sínu en mér. En það er nú önnur saga. Við bjuggum úti á landi, þar sem okkur leið ákaflega vel að mínu mati, og krakkarnir voru ánægðir I skóla þar. En svo bauðst manni mínum betra starf í Reykjavík, eða stöðuhækkun og meiri laun, og þótt ég og börnin værum ekkert spennt fyrir, varð það úr, að við fluttum. Það gekk ágæt- lega, við fengum góða, nýlega íbúð, og strákurinn er nú hinn ánægðasti, kominn á kaf í eitthvert íþróttastúss og kann vel við sig í sínum skóla. Og eiginmaðurinn svo ánægður í nýja starfinu, að hann sést varla heima hjá sér. Af sjálfri mér hef ég litlar áhyggjur, ég er því vönust að sætta mig við orðinn hlut, og ef mínir nánustu eru ánægðir með tilveruna, reyni ég að vera það einnig. En það er dóttir mín, sem veldur mér þungum áhyggjum, svo þungum, að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Það er skólinn, sem gerir. í gamla skólanum sínum gekk henni vel, og þar átti hún góða vini, að vísu ekki marga, því hún er hlédræg, svo byrjar hún í nýjum skóla hér, og það leið ekki á löngu, áður en ég sá, að ekkert var eins og það átti að vera. Hún lenti í erfiðum bekk, þar sem ekki er til siðs að læra lexíurnar sínar, krakkarnir reyna að komast sem léttast frá öllu námi, skrifast stöðugt á í tímum og atast ( kennurunum. Dóttir mín hélt sínum fyrri venjum, lærði vel heima, stílarnir hennar voru lesnir upp, og kennararnir hrósuðu henni. Það leið þá náttúrlega ekki á löngu, áður en bekkjarfélagarnir fóru að ráðast á hana, kalla hana kúrista, gleraugnaslöngu (hún er með gleraugu) og fleiri nöfnum, og henni varð varla vært, því hún getur aldrei svarað fyrir sig. Þá kom til skjalanna stelpa, sem hefur munninn fyrir neðan nefið, hún er með þeim skárri í bekknum við námið og hefur kjark til að svara, þegar ráðist er á hana eða dóttur mína. Þá tók við gott tímabil, en það stóð því miður stutt. Eitthvað kom upp á milli þeirra, sem ég veit ekki hvað var, og nú hangir dóttir mín heima milli skólatíma, hlustar á plötur og er steinhætt að læra, en þorir heldur ekki að leita sér félagsskapar. Ég get ekki á heilli mér tekið út af þessu. Mér datt í hug að leita til sálfræðings, en ég hef einhvern ímugust á svoleiðis persónum og er nærri viss um, að hann mundi bara flækja málið og sennilega koma einhverri fjandans vitleysu inn hjá stelpunni. Mér datt líka ( hug að tala við kennarana og BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljósin eru fögur, en þau geta einnig verið hœttuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yð- ar um meðferð ó óbirgðu Ijóii. (^leöileg jól ÖB 0 t 11 0 I 10 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.