Vikan


Vikan - 22.12.1977, Síða 11

Vikan - 22.12.1977, Síða 11
kannski foreldra stelpunnar, sem reyndist minni dóttur best, meðan það stóð, en eiginlega veit ég ekkert, hvað gera skal. Þú hugsar eflaust meö þér, að þetta ættum við hjónin að leysa í sameiningu, en það er nú svo, að hann hefur aldrei viljað blanda sér í uppeldi barnanna, telur það algjörlega í mínum verkahring, svo að ég oröa þetta ekki einu sinni við hann. Það þýðir lítið að reyna að stappa stálinu í stelpuna, hún er eins og vængbrotinn fugl, og svo er hún á viðkvæmasta aldri og er dauð- hrædd við afskiptasemi mína. Það tók mig langan tíma að komast að því, hvað um væri að vera, og ég er ekki einu sinni viss um, að hún hafi fyrirgefið mér að hafa komist svona nálægt henni. Þetta er nú oröið lengra en ég ætlaði, og mér finnst heldur ólíklegt, að þú viljir birta svona langt bréf. Enda máttu stytta það eða birta bara svar. En ef þú kannt einhver ráð, þá yrði ég þakklát. Með bestu kveðjum. M. K. Mér dettur ekki í hug aö stytta bréfiö þitt, enda er ég viss um, aö þetta vandamál þekkja ýmsir. Það er staöreynd, aö það er smámál að flytja húsgögn /andshorna á milli, en þaö er stórmál að flytja börnin, jafnvel bara á mi/li hverfa i ekki stærri borg en Reykjavík er. Mitt ráö er, að þú fáir dóttur þína flutta í annan skó/a. Ég held, aö eftir þaö skipbrot, sem hún hefur beðiö þarna, sé nánast ómögulegt fyrir hana að ná sér þar aftur á strik. Faröu til skólastjóra þess skóla, sem næstur er, og ræddu þetta viö hann, lýstu fyrir honum, hvernig þetta gekk f hinum skólanum, og ég trúi ekki ööru en aö hann sýni skilning og setji hana / bekk, þar sem hún á betur heima. Ef dóttir þln kemst aftur I hóp jafningja, er ég viss um, aö hún nær sér aftur á strik. Ég held, að það sé einnig mjög æski/egt, ef hún getur sinnt einhverjum áhugamá/um utan skólans, til dæmis tekið þátt / íþróttum, dansi.músík eða ein- hverju, sem fullnægir félagsþörf hennar, sem er fyrir hendi hjá öllum, hversu hlédrægir sem þeir kunna aö vera. Og aö lokum; Hvers vegna hefurðu svona Iftið álit á sál- fræöingum? Ég held það sé alveg óþarfi að foröast þá, þeir hafa nú einu sinni lært heilmikið til aö fást við vandamál af öllu mögulegu tagi. ÞROSKAÞJÁLFUN í DANMÖRKU Kæri Pósturl Við erum hér tvær vinkonur, sem höfum áhuga á að læra þroskaþjálfun í dönskum skóla. Getur þú gefið okkur upplýsgingar um góðan heimavistarskóla, sem kennir þroskaþjálfun, og ef þú kemst að einhverju, þá skrifa okkur, hvaða menntun þarf og hvað kosti. Svo að lokum viljum viö þakka allt gott efni í Vikunni. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Tvær skólalausar Oft á ég erfitt meö að skilja, hvers vegna ég fæ spurningar eins og þessa frá ykkur. Til hvers heldur fólk, að erlend sendiráö séu? Ti/ þeirra á að snúa sér með allar spurningar varöandi viökomandi /and, hvort sem um skólamál, viöskipti eða atvinnumál er aö ræöa, svo eitthvaö sé nefnt. Þið þurfið ekkert aö vera feimnar viö að hringja til viökomandi sendi- ráös, eöa koma þangaö í eigin persónu á skrifstofutíma. Kannski eru þiö hræddar um að lenda á dönsku fó/ki, sem þið ski/jið ekki og það ekki ykkur, en það er óþarfa hræðsla, þar eru Islending- ar starfandi viö flest, ef ekki ÖH, sendiráöin, og þiö getiö rætt þessi mál á fslensku og fengiö góö og gild svör við þvi, sem ykkur liggur á hjarta. MISSKILNINGUR LEIÐRÉTTUR Kirkjubóli, 13. 11 1977 i ágætu viðtali við Helgu Steph- ensen í síðasta tölublaði Vikunnar er tvíþættur misskilningur, sem undirritaður óskar leiðréttingar á. i fyrsta lagi gáfu erfingjar Guð- mundar heitins Böðvarssonar hús- ið eftirtöldum félagasamböndum, sem stofnuðu minningarsjóð um húsið eftir lát hans. Aðstandendur minningarsjóðsins og eigenaur eru: Kvenfélagasamband Borgar- fjarðar, Ungmennasamband Borgarfjarðar, Búnaðarsamband Borgarfjarðar og Rithöfundasam- band islands. Markmið og til- gangur sjóðsins er að gefa rithöf- undum og öðru listafólki kost á ódýrri dvöl í húsi sjóðsins, hvort heldur til starfa eða hvíldar. í von og trú á, að Vikan virði þá fornu skyldu, að hafa heldur það, sem sannara reynist, óska ég vinsam- lega eftir leiöréttingu á þessu. Virðingarfyllst, f. h. sjóðstjórnar, Sigurður Guðmundsson Sápa og shampó í sama dropa. Doppeldusch i steypibaðið J.S. Helgason sf sími 37450 51.TBL. VIKAN 11 /JlJ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.