Vikan


Vikan - 06.07.1978, Síða 15

Vikan - 06.07.1978, Síða 15
i tekur eftir í fari kvenna?" „Heimur án kvenna væri nöturlegur" VILMUNDUR GYLFASON menntaskólakennari: Það er sennilega ekki hægt að svara þessu öðru vísi en að kunningjarnir fari að lesa í svarið. Ef ég segði kannski, að konur ættu að vera stórar og feitar, en konan mín væri litil og mjó, eða ef ég segði, að konur ættu að vera litlar og mjóar og konan mín væri stór og feit, þá kæmu kunningjar til mín og segðu: Nú, það er svona. Og ef ég lýsti konunni minni, þá kæmu einhverjir aðrir og segðu: Jahá. Og ef lýsingin kæmi ein- hvers staðar nálægt móður minni, þá kæmu einhverjir, sem hafa lesið In- troduction to Sigmund Freud í styttri útgáfu og segðu: Sagði ég ekki. Af öllu samanlögðu, þá er ekki hægt að svara þessu öðru vísi en að koma með einhverjum hætti upp um sálarflækjurnar, og ég ætla ekkert að fara að koma upp um sálarflækjurnar. ídeala konan má gjarnan vera svolítið hugguleg. Hún má vera stórgreind og allt að því ólæs. Hún má helst ekki vera alkóhólisti og helst ekki templari. Heimur án kvenna væri heldur nöturlegur, og, að ég held, heimur án karla líka. Þetta er held ég allt og sumt. „Jákvæðast að sjá konu, sem ekki hefur fegurð af Guðs náð" HEIÐAR JÓNSSON; sölumaður: Það eru í rauninni mörg svör við þessari spurningu. Oft tekur maður einmitt eftir konum vegna mismunandi sérkenna, i klæðaburði eða þá í útliti, þannig að ég verð að svara þessu í nokkrum sundur- liðuðum atriðum: 1. Fallegri konu tekur maður eftir vegna fegurðar hennar, og þá fyrst eftir þeim atriðum, sem gera hana fullkomna — en engin erfullkomin. 2. Vel klæddri og snyrtri konu tekur maður eftir vegna framantalinna atriða. 3. Oft tek ég eftir konum, sem hafa fegurðina, en ekki tæknina að láta hana sjást. 4. Jákvæðast er að sjá konu, sem ekki hefur fegurð af guðs náð, en notar kunnáttu sína og persónuleika sinn, þannig að hún skákar þeim fögru. 5. Það, sem heillar mig mest við fyrstu sýn, er kona, sem með framkomu sinni og útliti skapar heildarmynd, þar sem saman fer smekkvísi og fágun, og það, að kunna að umgangast aðra, svo vel á fari. „Kannski það sé holda- FLOSI ÓLAFSSON, leikari: í fari kvenna? Ég held, að ég taki fyrst eftir því sama í fari kvenna, og því, sem ég tek fyrst eftir í fari alls fólks. Sona hvort fyrir- brigðið sé á einhvern hátt manneskjulegt eða ekki. Maður tekur eftir því, hvort persónan er á einhvern hátt áhugaverð eða ekki, og þá má einu gilda, hvort þar fer strákur eða stelpa, kall eða kelling. Ég held ég geti varla talist neitt af- brigðilegur, þó mér finnist meira gaman að virða kvenfólk fyrir mér en karlmenn. Það er einhvern veginn eitthvað, sem heillar mig meira í fari kvenna en fari karla — kannski það sé holdafarið. Ég er líka að verða svolítið kallalegur — hánka sjálfan mig stundum i því að kíkja e.t.v. úr hófi fram á eftir ungum og fallegum vegfarendum af veikara kyninu. Svo er ég líka dálítið hégómlegur og athuga það stundum í fari fólks, líka kvenna, hvort því finnist ég eitthvað áhugaverður. En að fólki finnist ég áhugaverður, skeður sára- sjaldan núorðið, sérstaklega þegar kvenfólk á í hlut. Raunar er nú svo komið, að það eru ekki nema tvær tegundir af konum, sem sýna mér teljandi áhuga, en það eru smábörn, sem ekki eru búin að fá dóntgreindina, og gamlar konur, sem búnar eru að missa hana. En sem sagt: Það fyrsta, sem ég tek eftir í fari kvenna, er það sama og karla og fólks yfirleitt. Eða eins og amma mín sagði: Maður tekur fyrst eftir því í fari fólks, hvort það hefur vonda eða góða návist. 27. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.