Alþýðublaðið - 22.02.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1923, Blaðsíða 1
'¦¦&¦¦ Gefid út o.f -AJfrýÖtifloklixmtii !9?3 Fimtudaginn 22. febrúar. 42. tölublað. Einokun. Dag eftir dag og ár eftir ár hafa blöð auðvaldsins islenzka, hins auðlausa og auðnulausa, stagast á einokun, þegar þau hafa minst á einkasölur ríkisins til bjárgráða þjóðinni í von um, að alþýða væri svo hugsunarlaus og fávís, að hún léti hræðast til fjándskapar við eigin heill af því, að hún kynoi ekki að dæma um rétta notkun orða í móður- máli sínu. En alþýðan hefir brugðist von- um þeirra, sem betur fer. Hún hefir séð í gegn um blekkinga- vefinn og ve,it nú, af hvaða toga í hann var spunnið. Hún veit, að þessi blöð hafa haldið uppi þessu einokunarstagli eiugöngu af því, að einkasólurnar voru alþýðu til hagsbóta og að sama skapi til þess að draga úr taum- lausu okri þeirra manna sem halda uppi þessum blöðum. Hún veit líka, að þau hefðu þagað, þótt um einokun hetði verið að ræða, ef hún hefði að eins verið í höndum auðvaldsins, euda hefir þáð nú sýnt sig í reynd. Öll alþýða á nú við slíka ein- Okun að búa. Ná vill svo til fyrir vanhirðu og óstjórn í landinu, að erlendur gjakleyrir, sem fæst fyrir helztu framleiðslu þjóðarinnar við sölu í útlöndum, lendir aðallega í höndum fárra einstákra manna. Með þessu fá þeir einkarétt á sölu þessa gjaldeyris, og þeir spara ekki að nota sér hann. Þeir neyða bankana til að gjalda okurverð fyrir hann, en selja hann ella okurverði fram hjá þeim. Þettá er einokun, alveg'sams kouar einokun sem alþýðan átti við að búa, er útlend yfirþjóð seldi érlendum möngurum einka- rétt til að féfletta hana. Því einu munar, 'sem munar á tímum. En nú þ'egja áuðvaldsblöðin. Leikfélag Reykiavikur. Nýjársnóttin, verður leikin á fiistadagiim ki« 8 síðdegis. • Aðgöngumiðar vérða seldir á fimtudag kl. 4 til 7 og á íöstudag frá kl. -10 -1 og ettir 2. Spánskar nætur verða leiknar í kvöld, fimtudag 22. þ. m., í Iðnó kl. 8. 17. sinn. Aðgöngumíðar seldir í Iðnó í dag kl. 'io —1 og eftir ki. 3. Kirkjuhljðmleikar verða haldnir í dómkirkjunni fimtudaginn 22. og íöstudaginn 23. þ. m. kl. 8^/2 síðdegis. Blandað kór (60 manna) syngur undír stjórn Páls ísóltssonar. - Orgel: Páll ísólfsson. Prógram: Bach, Handel, Brahms, Dvorrak, Regei, Aðgöngumiðar seldtr í Bókaverzlun ísa- foldar og Sigfúsar Eymundssonar. ilagsbrfinarfundur verður haldinn í G. T.hásinu fimtudaginn 22. þ. m. kl. 71/2 síðd. — Stjórnin. Nú er ekki stagast á einokun í þeim. Nú er ekki að ræða um eiukasölu ríkisins almenningi.til hagsbóta, heldur um einokun for- vígismanna hinnar svo kölluðu frjálsu samkepni til féflettingar á alþýðu, og hi'm er þeirra œr og kýr, sem verið hafá dropsamar auðvaldsblöðunum undanfarið og fylt tóma belgi þeirra. Þes3 vegna þegja þau nú. Hjartans þakkir fyrlr allar hlýjar kveðjur frá vinum og kunningjutn heima á siffur- brúðkaupsilegi okkar i dag, 10/V Augusta og Dítlev Thomsen. Eignist „Kvenhatarann". Á- skriftum veitt móttaka í síma 1269,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.