Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 12
Ásta Guðlaugsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir spjalla við VIKUNA. „Þetta er betra en stofnun" Laugarásvegur 71, sem nú er útibú frá Kleppi, sker sig ekkert úr, þegar keyrt er um þetta fina hverfi. Þetta er reisulegt hús með stórum garði, — heimili 18 geðsjúklinga. Þórdis Sigurðardóttir deildarhjúkrunar- stjóriog Ásta Guðlaugsdóttir starfsstúlka tóku á móti okkur þegar við knúðum dyra. — Við fluttum hér inn í janúar 1973, um einu ári eftir öll lætin, sagði Þórdís deildar- stjóri um leið og við tylltum okkur niður í eina fínustu stofuna í bænum. Þarna sat maður í stól og las. Annar stóð úti á svölum og naut útsýnisins. Af neðri hæðinni heyrðist i ritvél, það eru samdar smásögur hérna var okkur sagt. — Efri hæðinni höfum við svo til ekkert breytt, en neðri hæðin, sem var teiknistofa tveggja arkitekta, var hólfuð niður í svefn- herbergi fyrir vistmenn. Þar sofa nú 18 sjúklingar, yfirleitt tveir á herbergi. Af þeim sjúklingum, sem upphaflega fluttu inn, eru aðeins fjórir eftir, — hinir eru allir útskrifaðir. Við spurðum hvað það ætti að þýða að vera með stofnanir sem þessa inni í miðju íbúðarhverfi. — Að mínu mati hefur það mikla þýðingu fyrir sjúklinga eins og þá sem eru hérna. Þetta er fólk, sem fer til vinnu á morgnana og kemur heim að kveldi. Það hefur jákvæð áhrif að geta komið inn á heimili að loknu dagsverki, en þurfa ekki að fara á einhverja stofnun. Að vísu erþetta heimili stofnun, en mjög heimilisleg stofnun, og það skiptir miklu. Og það er ekkert, sem mælir gegn þessu fyrirkomu- lagi. Við höfum ekki átt í neinum útistöðum við nágrannana, og ég vona að við höfum ekki truflandi áhrif á þá. Þrátt fyrir allan styrinn, sem um þetta stóð í upphafi, þá birtist nú samt barnahópur hér Laugarásvegur 69. Þar hittum við fyrir Ragnhildi J. Þórðardóttur. Sagðist hún ekki hafa verið á móti þessari ráðagerð í upphafi, þegar til hennar var stofnað, en henni hefði snúist hugur vegna ýmissa atvika. (Sagði hún síðan sögur, sem ekki verða hafðar eftir hér...). á tröppunum daginn sem við fluttum inn, færði okkur blómvönd og bauð okkur velkomin. Síðan hefur allt gengið vel. EJ Nágrannar spurðir álits Að aflokinni heimsókn á vistheimilið, hringdum við nokkrum dyrabjöllum á nærliggjandi húsum og spurðum þann er til dyra kom, hvernig honum líkaði nábýlið við útibú Klepps. Lrugarásvegur 52. Þar kom tildyra kona I morgunslopp, sem hvorki vildi láta neitt eftir sér hafa um málið og bannaði strang- lega allar myndatökur af sjálfri sér. Þó lét hún þess getið rétt áður en hún skellti hurðinni, að hún hefði alltaf verið á móti þessu vistheimili og vœri enn. Laugarásvegur 73. Þetta er næsta hús við vistheimilið, og þar býr meðal annarra Þóra Björgvinsdóttir. Hún sagðist kunna nábýlinu vel, þetta væru góðir nágrannar, en að öðru leyti tœki hún ekki mikið eftir þeim. Laugarásvegur 54. Þar voru engir heima nema tveir brœður, Pétur og Snorri Guðmundssynir. „Þetta er allt í finasta lagi, ” sagði Pétur, og Snorri kinkaði kolli til samþykkis. „Við erum nú hræddir um það, ” bœttu þeir við einum rómi. Laugarásvegur 56. Það var líklega amman, sem kom til dyra í þessu húsi. Hún vildi hvorki láta taka af sér mynd né segja okkur hvað hún héti. „Vistheimilið? Nú, ætli það sé ekki allt í lagi með það. ” 12 ViRan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.