Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 13

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 13
Elliheimili rokksins Því fylgja margir kostir að vera rokkstjarna. Einn er sá að þá getur komið mynd af þér í ^Vikunni og þú verður dáður meðal allra íslendinga. Annar er, að þér veitist mjög auðvelt að vinna þér inn nokkrar milljónir hér og nokkrar milljónir þar. Það er líka eitt atriði í viðbót sem er mjög athyglisvert. Þú verður aldrei of gamall! Það eru um það bil 22 ár, síðan rokktónlistin fæddist. Margar af þeim stjörnum, sem þá voru hvað frægastar, eru enn í fullu fjöri. Auðvitað heltast alltaf einhverjir úr lestinni, en þeir eru líka margir sem ekki hafa látið aldurinn verða sér fjötur um fót. Þá vaknar sú spurning, hvað geta rokkstjörnur eiginlega orðið gamlar? Það sem einu sinni var álitið tónlist fyrir táninga, er nú lorðið uppáhald þeirra sem eru Lvitlausu” megin við þrítugs- aldurinn! í raun og veru er það staðreynd, að þær stjörnur sem hafa náð hvað mestum vinsæld- um, eru allar komnar vel yfir unglingsárin. Enginn hefur spilað eða samið fleiri lög, sem komist hafa á vinsældalista, en Paul McCartney, sem er 36 ára gamall. Stevie Wonder er á góðri leið með að ná þeim aldri, svo ekki sé talað um Rolling Stones, þar sem einn félaganna, Bill Wyman, er nú þegar orðinn fertugur. Keith Moon í Who söng á My Generation um, að þeir vonuðust til að verða aldrei gamlir. Keith varð 32 ára. Það eru aðeins mestu átrúnaðargoðin eða þeir sem standa stutt við á stjörnu- himninum, sem virðast rétt hafa slitið barnskónum. Það er mikið rætt um það nú hvar rokkstjörnurnar eiga að setja mörkin. Ættu menn að hætta sjálfkrafa, þegar á þritugs- eða fertugsaldurinn er komið? Varla á þrítugsaldrinum, þá væri mikill skaði skeður. Og fertugsaldurinn er nú ekki svo agalegur heldur. Chuck Berry, sem ferðast stöðugt um heiminn og rokkar af meiri krafti en nokkur táningur, er orðinn fimmtugur!! Hann hefur engar áætlanir um að setjast I helgan stein til að hlusta á vel stilltar fiðlur í sígildum tónverkum. Nei, þá vill hann heldur: „Roll Over Beethoven, yeah — yeah — yeah! Too Old To Rock’n Roll, To Young To Die, syngur Ian Andersson og segir okkur að þó þú dragir þig í hlé, þá líði ár og dagar þar til gröfin blasir við. lOcc hafa einnig minnst á þetta vandamál á hljómplötu sinni Sheet Muxid í laginu Old Wild Men. Þar er sagt frá öllum gömlu rokkurunum sem nú eru á stjörnuhimninum, eða á „elliheimili rokksins”. Paul McCartney syngur „Treat Her Gently/Lonely Old People. Here we sit / out of breath / and nobody asked us to play. Það er eins og hann sé að ímynda sér sjálfan sig og Lindu, þegar ellin færist yfir. Þó ég verði 64 ára gamall.þá fær mig enginn til að hætta að rokka eins og brjálæðingur,” sagði John Lennon fyrir átta árum, þegar hann var nýorðinn þrítugur. Margir aðrir á hans aldri hafa tekið undir þetta í lögum sínum og viðtölum. Rolling Stones hafa engin áform um að hætta I bráð, og margir fleiri, sem eru í sömu aðstöðu, eiga erfitt með að halda sér á mottunni. En aftur á móti er það nauðsynlegt að einhver sinni rólegri hlið tónlistarinnar. Síðustu ár sín var Elvis Presley orðinn nokkurs konar svar eldri kynslóðarinnar við Frank Sinatra. Þó að unga kynslóðin hafi vart mátt mæla fyrir hrifningu er hann kom fyrst fram, fór þó svo, að hann lagði smám saman mesta áherslu á rómantískan fagnaðarboðskap, sem kom tárunum út á einmana húsmæðrum. Sömu sögu var að segja um Paul Williams, það dísætasta af öllu sætu. Það vita allir, að rokk-tónlist- in hefur breyst á margan hátt síðustu ár. Stjörnurnar verða eldri og eldri, á meðan átrúnaðargoðanna er að leita í röðum yngri kynslóðanna. Málið hefur líka snúist þannig, að fleiri og fleiri kunna að meta rokkið. í gamal daga átti rokkið einungis við táninga, en nú eru foreldrarnir ekki síður hrifnir. Þessa þróun getum við þakkað Bítlunum og áhuginn hefur ekki minnkað, jafnvel ekki hjá gamlingjunum, sem náð hafa ellilaunaaldrinum. * ’ í Öítlarnir, sem allir eru löngu orðnir þrítugir. 2. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.