Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 15
þvi skyggni hans jókst mjög við þær og urðu skýrari. Ég ætla nú að láta ísleif sjálfan rifja upp eina sögu frá þessu tímabili og gef honum orðið: „Einn dag sit ég í skrifstofu minni. Það er barið að dyrum. Ég fer til dyra. Fyrir utan stendur maður dapurlegur. Hann heilsar mér og spyr, hvort þetta þé ísleifur Jónsson. Ég segi það vera. „Einar Kvaran vísaði mér til yðar,” segir hann. Ég býð honum inn, og hann sest á legubekk við endann á skrifborði mínu, en ég stend framan við skrifborðið. Maðurinn þegir og horfir í gaupnir sér. Ég yrði þá á hann og spyr, hvort hann hafi ætlað að finna mig eitthvað. „Já, mig langaði til að tala svolítið við yður,” segir hann. Og eftir nokkra þögn bætir hann við: „Ég missti vin minn fyrir nokkru.” Orðið „vinur” hafði þau áhrif á mig, að mér fannst að hér hlyti að vera að ræða um það, að karlmaður hefði dáið. Eftir venjulegri merkingu þess orðs hygg ég að margir hefðu haldið það. Nú varð þögn nokkra stund. Þá finnst mér ég fá inní hugann, eða í huga mér mótist mynd af konu, og að konan standi við hlið mannsins. Ég get ekki greint legu- bekkinn þar sem hún stendur, og þó sé ég hana ekki með líkamlegu augunum. Það hefði ekki skipt neinu þótt bundið hefði verið um augu mér. Ekki hefur maðurinn meint að þetta væri vinurinn, hugsa ég, mér sýnist helst að þetta sé konan hans, ef þetta er rétt sem mér sýnist. Ég var því á báðum áttum um að minnast á þetta við manninn, en óskaði í huganum að fá mynd af karlmanni, því alltaf var það efst í huga mér, að karlmaður hlyti það að hafa verið. En aðra mynd fékk ég ekki. Heldur en standa svona alveg þegjandi, segi ég við manninn: „Það hefir verið kona.” „Já,” segir hann. Þá finnst mér eins og hún færist nær honum og þá fullvissast ég um, að þetta sé konan hans. En gat það verið, að hann kallaði hana aðeins „vin”? Síðan lýsti ég henni nokkru nánar, búnaði hennar og háralit. Já, það stendur heima, það eins og smálifnar yfir manninum og hef ég sjaldan séð meiri breytingu verða á manni á jafnstuttum tíma. Það var eins og hann lyftist upp og svipurinn varð glaðlegri og léttari. „Hvenær sáuð þér konuna mína?” spyr hann. „Ég hef aldrei séð hana fyrr en núna, að mér sýnist hún standa hjá yður,” segi ég. Hann sagðist líka hafa haldið að við hefðum aldrei sést. Síðan fer hann ofaní vasa sinn og dregur upp bréfaveski. Tekur þar út mynd sem á eru tvær konur. „Er hún lík annarri hvorri þessari konu?” Ég bendi strax á aðra konuna og segi: „Hún er alveg eins og þessi.” „Já, þetta er mynd af henni og systur hennar, en ég er hissa á því, að þér skylduð þekkja þær í sundur.” Það var alltaf að smálifna yfir manninum við þetta samtal. Það var eins og honum væri svo óendanlega mikil gleði af því að fá að vita að konan hans var hjá honum, þrátt fyrir það, að hún væri dáin, svo sem kallað er. Mér fannst hann hafa yngst um mörg ár, og ég mun seint gleyma hinu inni- lega handtaki hans, þegar hann kvaddi mig. Ári síðar kom hann til mín aftur og sagðist þá aðeins koma til þess að þakka mér fyrir síðast. Hann sagðist alltaf hafa lifað á þeirri stundu síðan. Ég var líka mjög glaður og þakkaði guði fyrir þessa stund sem hann hafði leyft að tjaldinu væri lyft til þess að sameina þessa elskendur aftur, eða til þess, að dauðinn yrði þeim ekki aðskilnaður.” Eftir að ísleifur komst í þjálfun sem miðill hjá Einari H. Kvaran 1914 tók hann miklum framförum á hinu sálræna sviði og fylgdu því ýmsar breytingar. Eins og að framan er getið hafði ísleifur átt drauma- mann góðan allt frá bernsku. En um þetta leyti hvarf þessi draumamaður honum og kom annar maður í hans stað, sem svo varð aðalstjórnandi í miðilssambandi ísleifs. Hann kallaði sig Svendsen. ísleifur lýsti honum svo: Hann er fremur lágur maður vexti, góðlegur, ljós í andliti, með ljóst efri- vararskegg, nokkuð stórt nef með lið á. Hann er kviklegur, ákaflega ákveðinn og viljasterkur. ísleifur fékk miklar mætur á þessari veru, enda leit hann á Svendsen sem verndara sinn. ísleifur gat jafnan talað við hann með hugsunum einum. Þótti honum ákaflega vænt um þennan mann, enda gat hann leitað til hans í hvers konar vandræðum eða efasemdum. En ekki fór ísleifur þó ávallt eftir ráðum hans, en jafn- an iðraðist hann þess mjög, því ráð hans reyndust jafnan góð. Sumarið 1917 var ísleifur uppí Svínadal við skógarhögg. Viðurinn var fluttur á stórum báti til Reykjavíkur og dró vélbátur hann. Viðnum var hlaðið langt uppaf bátnum, svo hann var að sjá eins og fljótandi viðarköstur. Ef vindur var á móti stóð þess vegna afarmikið í hann, en væri undanhald varð hann oft á undan vélbátnum. Gat þá komið fyrir að hann rækist á vélbátinn, en slíkt gat vitanlega verið hættulegt. Eitt sinn þegar verið var að flytja viðinn var ísleifur með ásamt konu sinni og fóstur- dóttur. Tveir menn voru ætíð á bátnum, formaður og vélarmaður. Þegar þeir komu fram í Hvalfjörð og 2.tbl. VikanlS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.