Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 31
Ein þekktasta og jafnframt vinsælasta hljómsveit í Bretlandi síðustu fimm árin er tvímælalaust hljómsveitin SMOKIE. Níu af lögum þeirra hafa hlotið feikna vinsældir í Bretlandi og náð efsta sætinu á vinsældalistum, og plötur þeirra hafa náð metsölu út um alla Evrópu. Hljómsveitarmeðlimirnir Chris Norman, Terry Uttley og Alan Silson þekktust allt frá barnæsku og voru skólafélagar. Sá fjórði, Peter Spencer, var einnig góður kunningi þeirra þótt hann byrjaði ekki að spila með hljóm- sveitinni fyrr en nokkrum árum eftir að hún var stofnuð. Aðalstöðvar hljóm- sveitarinnar eru í heimabæ þeirra, Bradford. Samstarfið gekk heldur brösótt í byrjun, en hljómsveitin er stofnuð árið 1974. Eftir að þeir komust á samning hjá Chinn og Chapman (sem einnig eru umboðsmenn fyrir t.d. Suzi Quatro, Mud og Sweet) hefur þó allt gengið þeim i haginn. í júní 1975 kom út lagið If You Think You Know How To Love Me og komst það í annað sæti á breska vinsældalistanum. Á eftir fylgdu Something’s Been Making Me Blue, I’ll Meet You At Midnight, Living Next Door To Alice, Lay Back In The Arms Of Someone, It’s Your Life, Needles And Pins og nú síðast Oh, Carol og Mexican Girl sem hafa orðið hvert öðru vinsælla. Ekki þurfa aðdáendur þeirra að hafa neinar áhyggjur af því, að ekki fylgi fleiri slík lög á eftir, því Smokie hafa engar ráðagerðir uppi um það að hætta samstarfinu í bráð. Plötulisti: Pass It Around. ChangingAll TheTime. Midnight Cafe. Greatest Hits. Bright Lights And Back Alleys. The Montreux Album. Auk þess hafa þeir gefið út fjöldann allan af litlum plötum. ) Z. tbl. Vikan31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.