Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 34
HVERNIG A AÐ SVARA SPURN- INGUM BARNA? Börn á aldrinum 3-6 ára fást við öll hugsanleg vandamál, bæði í tali og í huganum. Eins og gefur að skilja vekja spurningar sem snerta manninn mestan áhuga. Hvernig á að svara spurningum barnanna fer að sjálfsögðu eftir því hvernig við sjálf hugsum og hvað okkur sjálfum finnst um lífið og tilveruna. En það er óhætt að segja að hreinskilni og einlægni skipta miklu máli þegar börnum er svarað. Hversu miklu á að svara barni, er háð því hve gamalt barnið er og hvernig spurningin er borin fram. 34 ára böm em þekkt fyrir að þreyta þá sem þau umgangast með ótal spurningum á hverjum degi. Mörgum foreldrum finnst að þau hafi svarað sömu spurningunni tíu sinnum, og ennþá spyr barnið. Spurningar þriggja ára gamallá barna snúast yfirleitt um að fá að vita hvað hlutirnir heita, en líka — og það er nokkuð sem margir gleyma — að fá að vita í hvaða röð orðin koma og hvernig þau eru málfræðilega rétt. Við notum nefnilega mismunandi orð í hvert skipti sem við svörum barninu og þá verður barnið að spyrja aftur og aftur til þess að geta lært og skilið nýju orðin. 6 ára börn vilja vita miklu meira og eru miklu gagnrýnari er yngri börn. Börn á þessum aldri vilja fá nákvæm og almenni- leg svör. En það þarf ekki alltaf að vera eina og besta ráðið að svara börnum á þessum aldri. Maður getur sjálfur spurt barnið. Hvað finnst þér, — hvað heldur þú? Þannig getur maður örvað barnið til að hugsa sjáft eða hugsanlega fengið það til að leita upplýsinga annars staðar frá. Þetta á sérstaklega við um börn sem eru 5-6 ára og eldri. Það á ekki að venja þau við að vera hlutlausir, óvirkir þátttakendur sem bara taka á móti því sem að þeim er rétt, þegar hægt er að fá þau sjálf til að hugsa. í flestum tilfellum vill barnið ekki fá að vita alltof mikið í einu. Það vill fá nákvæmt svar við því sem það spurði um og því næst getur það sjálft hugsað meira og spurt næstu spurningar. Að fylla barnið með öllum mögulegum upplýsingum sem kannski koma málinu ekkert við, getur bara þreytt barnið og gert það órólegt. Margir foreldrar hafa algjörlega eyðilagt eðlilega löngun barnsins til að hlusta vegna þess, að þeir töluðu sjálfir of mikið. Barnið sem ekki skilur öll orð og hvorki kann né veit það sem það spyr um verður hreinlega dauðþreytt á of miklu tali, nema það sé út frá forsendum barnsins sjálfs. í staðinn heldur það áfram að spyrja og spyrja. Spurningar barna um kynferði og kynferðismál Flestir foreldrar vita að börn þeirra veita þvi athygli að þau eru sköpuð á mismunandi hátt og hafa sérstakan áhuga á ýmsu í því sambandi. Flestir foreldrar vita kallast „kynferðisleikur”. Flest börn hafa þó fitlað við sig og farið í allskyns „kynferðisleiki” við önnur börn. Þau gera það bara í laumi. Sum börn hafa fengið mikla sektarkennd þegar þau hafa sýnt kynferði sínu áhuga, því búið var að innræta þeim svo rækilega að það væri t.d. að börn fitla við kynfærin á sér. Margir láta sem þeir sjái ekki slíka hegðan og sumir verða vondir og hóta börnunum hegningu ef atburðurinn endurtekur sig. Tímarnir hafa hinsvegar breyst lítillega og ef litið er á heildina þá munu foreldrar í dag sennilega vera heldur frjálslegri og afslappaðri út af spurningum og athæfi barna varðandi kyn- ferði og kynferðismál. En það er ekki langt síðan að fólki var hreinlega bannað að hafa áhuga á því að fólk er skapað á mismun- andi hátt. Fæstir af þeim sem núna eru um og yfir þrítugt hafa t.d. séð foreldra sína nakta. Á mörgum heimilum var (og er enn á sumum) börnum stranglega bannað að fitla við kynfæri sin og taka sér nokkuð fyrir hendur ásamt öðrum börnum sem gat eitthvað ljótt og syndugt. Margir bera þess enn merki fullorðnir að þeim var hegnt fyrir að sýna kynferði sínu eðlilegan áhuga, vegna þess að foreldrar þeirra höfðu fordóma og hömlur sem þeir höfðu aftur fengið í arf frá foreldrum sínum í barnæsku. Eðlileg forvitni Þegar við 3ja ára aldur byrja börn að hafa áhuga á því hvaðan þau koma. Barnið spyr kannski „hvaðan koma börnin?” Og næsta spurning getur verið „hvar er barnið í maganum?” Seinna koma spurningar um „hvernig komst barnið inn í magann á mömmu?” Það eru til margar ágætar hleypidómalausar erlendar bækur um þessa 34 Vikan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.