Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 36
Það er Sigurður Hálf- dánarson, sem flytur AMC- vörurnar inn, og hann varð góðfúslega við beiðni þáttarins að kynna lesendum þessar vörur. Hann sýndi okkur og taldi upp alla hugsanlega kosti og möguleika AMC-varanna og sýndi þær i notkun. Vikan fékk að prófa hina nýju potta og sannreyndi, að við notkun þeirra reynist vatn eða feiti óþörf í mörgum tilvikum. Við suðum kartöflur og grænmeti án vatns í einum potti og steiktum nautakjöt, fisk og sveppi án feiti í öðrum potti. Viðstaddir voru óneitanlega vantrúaðir á góðan árangur, þegar Sigurður dembdi fisk- stykkinu ofan á kjötstykkin og sveppina, og eins hefði að óreyndu mátt ætla, að lauk- bragð fyndist af fleiri tegundum en lauknum í grænmetis- pottinum. En reyndin varð önnur. Þessi matreiðsla heppnaðist vel að dómi viðstaddra. Það sem í rauninni gerist er, að maturinn sýður og steikist í eigin vökva, og þar með ætti að vera tryggð varðveisla mikil- vægra næringar- og bragðefna. Botn pottanna er mjög þykkur, gerður úr átta lögum af málm- blöndu, að sögn innflytjanda, og þannig á hitinn að dreifast jafnt og þétt inn í matinn. Einhver kynni nú að vera farinn að velta vöngum yfir því, hvernig pottarnir eigi að vita, hvenær á sjóða matinn og hvenær á að steikja hann, þegar hvorki er notað vatn né feiti. Það er einfalt mál. Ef á að sjóða matinn, er hann settur á helluna í köldum potti, en eigi að steikja matinn, verður að snarphita pottinn fyrst. Ljóst er, að pottar þessir geta sparað kaup á smjöri, smjörlíki og olíum. Því er einnig haldið fram, að þeir spari rafmagn í stórum stíl vegna eiginleika sinna. Notaður er stöðugur og mjög vægur hiti við þessa matreiðslu, og maturinn heldur raunar áfram að sjóða í vatns- og feitislausum pottum löngu eftir að þeir hafa verið teknir af hita. Sigurður Hálfdánarson sýnir okkur botn á einum pottanna, en hann er sagður gerður úr átta lögum af málmblöndu. 36 Vikan 2. tbl. Hver myndi trúa þvi að óreyndu, að fiskur og kjöt færu vel saman i potti? Soðið án og steikt vatns án feiti Er hægt að sjóða mat án vatns og steikja hann án feiti? Óhugsandi, segja flestir. Hægur vandi, segja hinir, sem kynnst hafa stálvörunum með AMC- merkinu. Fullyrðingar - innflytjandans vöktu forvitni neytendaþáttar Vikunnar, og við ákváðum að kynna okkur málið nánar. Þá halda framleiðendur því fram, að unnt sé að spara i matarkaupum með notkun þessara potta, þar sem suða án vatns og steiking án feiti dregur úr rýrnun matarins. Ekki eru dregin úr honum næringarefni, sem síðan er hellt í eldhús- vaskinn. Mikil rækt hefur verið lögð við hönnun þessara vara, ekki síst með það fyrir augum, að megi nýta þær á marga vegu. Þannig eru pottarnir notaðir jöfnum höndum við matreiðslu, framreiðslu og geymslu á mat, og þeir líta mjög snyrtilega út. Lokin gegna t.d. mikilvægu hlutverki við framreiðslu, því þau má reisa upp á rönd við hölduna, eða nota sem mottu undir pottinn. Nú er auðvitað ekki hægt að komast algjörlega hjá notkun vatns við matreiðslu, enda enginn ávinningur að því, nema þar sem næringarefnum er spillt við vatnssuðu. Við verðum að nota vatn, þegar við gerum súpur og grauta, sjóðum hrísgrjón eða egg, svo að dæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.