Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 50
— Það cr ekki nokkur leið að gcra þér til geðs. Varstu ekki aö halda þvi fram, að þú værir orðin hundleið á þvi að hanga heima og horfa á fótboltann í sjónvarpinu? hlýtur að sjá að ég er ekki alveg þurr. Engin orð i kvöld. „Ég kem þá i fyrramálið og tala við þig,” sagði George og gleymdi því að nýr dagur var þegar að rísa. „Ég verð þá kominn með fjárans hausverk,” sagði sir Richard. Hann gekk út úr klúbbnum með barða-loðinn hattinn á höfðinu og svartan stafinn undir öðrum handleggn- um. Hann afþakkaði boð dyravarðarins um að ná i vagn og sagði: „Ég er djöful- lega drukkinn og ég ætla að ganga.” Dyravörðurinn glotti. Hann hafði séð marga herramenn á hinum ýmsu stigum drykkjunnar og hann hélt ekki að sir Richard, sem talaði frekar skýrt og hélt ágætisjafnvægi þegar hann gekk, væri i mjög slæmu ástandi. Ef hann hefði ekki þekkt sir Richard mjög vel hefði hann ekki séð neitt athugavert við hann, að hann hélt, nema það að hann hélt í þveröfuga átt við St. James torg. Honum fannst hann tilneyddur að vekja athygli sir Richards á þessu en baðst svo afsökunar þegar sir Richard sagði: „Ég veit. En dögunin kallar á mig. Ég ætla að fara i langa gönguferð.” „Einmitt það, herra,” sagði dyra- vörðurinn og fór aftur inn. Sir Richard fann fyrir smásvima þegar hann kom út í kalt loftið og reikaði stefnulaust i norðurátt. Eftir smástund jafnaði hann sig í höfðinu. Hann komst að þeirri hlutlausu niðurstöðu að hann fengi bráðlega mikinn höfuðverk, honum myndi liða mjög illa og vorkenna sjálfum sér mjög mikið. Á þessu augnabliki, samt sem áður, meðan áhrif koníaksins slævðu ennþá hugsanir hans, fannst honum hann vera gagntekinn af einkennilegu ábyrgðarleysi. Honum fannst hann vera stefnulaus, fjarlægur og slitinn frá bæði fortíð og framtíð. Dögunin dreifði grárri birtu yfir hljóð strætin og golan, sem straukst um andlit hans, var fersk en nógu köld til þess að hann var þakklátur fyrir að vera i léttri kvöldskikkjunni. Hann reikaði inn i Brook-stræti og hló til lokaðra glugganna á húsi Saars. „Kæra brúður mín!" sagði hann og sendi fingur- koss að húsinu. „Guð minn góður, mikill bölvaður bjáni get ég verið!” Hann endurtók þetta, frekar óánægjulega, og gekk niður eftir strætinu. Honum flaug í hug að hans kæra brúður yrði varla mjög ánægð ef hún sæi hann núna og þessi hugsun kom honum til þess að hlæja aftur. Nætur- vörðurinn, sem var við norðurendann á Grosvenors-torgi, virti hann tortrygginn fyrir sér og reyndi að forðast hann. Hefðarmenn, sem voru i sama ástandi og sir Richard nú, skemmtu sér ósjaldan við þá kæruleysislegu dægradvöl sem kallaðist að „berja á næturverðinum”, og þessi maður í þessari ágætu stétt virtist ekki áfjáður i nein dómstólamál. Sir Richard tók ekki eftir verðinum og, til þess að vera sanngjarn, hefði hann ekki fundið til minnstu löngunar til þess að gera honum mein, þó að hann hefði tekið eftir honum. Einhvers staðar i sínum innstu hugarfylgsnum fannst sir Richard að hann væri óheppnasti hundur á jörðunni. Hann var mjög bitur vegna þessa og honum fannst sem allur heimurinn væri i samsæri gegn sér. Hann beygði stefnulaust inn í hliðargötu og kenndi sárlega í brjósti um sjálfan sig fyrir það að á tiu árum á bestu stöðum hafði hann aldrei notið þeirrar ánægju að hitta stúlku sem fyllti hann svo mikilli hrifningu að það ylli honum svefnleysi. Það leit ekki út fyrir það að hann yrði neitt heppnari i framtíðinni. „Ég býst líka við,” sagði hann við einn af nýju gaslömpunum, „að líklega sé það æskilegast vegna þess að ég er að búa mig undir að biðja um hönd Melissu Brandon.” Það var á þessu augnabliki sem hann varð var við einkennilegt atvik. Einhver var að klifra niður úr glugga á þriðju hæð húss hinum megin við götuna. Sir Richard stóð kyrr og fylgdist með þessari undarlegu sjón. Hið guðlega hlutleysi var ennþá fast í honum; hann hafði áhuga á þvi sem hann sá en honum fannst þáð á engan hátt koma sér við. „Örugglega þjófur.” hugsaði hann og hallaði sér kæruleysislega fram á stafinn sinn til þess að horfa á endi ævintýrsins. Syfjuleg augu hans sáu að sá sem var að flýja úr húsinu reyndi það með hjálp samanhnýttra rúmfata, sem náðu ekki nógu langt niður. „Ekki þjófur,” úrskurðaði sir Richard og gekk yfirgötuna. Þegar hann var kominn yfir á hina gangstéttina var flóttamaðurinn kominn þangað sem hið ófullkomna reipi hans endaði og hékk nú í óvissu yfir auða svæðinu og reyndi árangurslaust að ná fólfestu á húsveggnum. Sir Richard sá að þetta var unglingur, aðeins drengur, og bjó sig nú rólega undir björgunar- starfið. Flóttamaðurinn kom auga á hann fyrir neðan sig og sagði bæði hræddur og þakklátur: „Ó, gætuð þér hjálpað mér? Ég vissi ekki að þetta væri svona hátt. Ég hélt að ég myndi geta látið mig falla það sem eftir væri en nú held ég að ég geti þaðekki.” „Minn kæri, upptekni unglingur,” sagði sir Richard og leit upp á rjótt andlitið sem horfði niður til hans. „Mætti ég spyrja hvað þér eruð aö gera þarna i reipinu?” „Hafið ekki hátt,” bað flóttamaður- inn. „Haldið þér að þér gætuð gripið mig efégsleppti?" „Ég geri mitt besta,” lofaði sir Richard. Fætur flóttamannsins voru í seilingar- fjarlægð og innan fimm sekúndna féll hann i faðm sir Richards svo snögglega að hann riðaði og tapaði næstum því jafnvæginu. Hann náði þvi aftur, eins og fyrir kraftaverk, og hélt þétt að brjósti sér ótrúlega léttum líkama. Sir Richard var dálitið kenndur en þó 50 Vikan 2. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.