Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 51
GLA UMGOSINN að koniakið framkallaði í huga hans frekar þægilega kæruleysistilfinningu voru gáfur hans eins þær áttu að sér. Hár kitlaði höku hans og hann gerði furðulega uppgötvun þar sem hann hélt á flóttamanninum. Hann lét hann niður og sagði: „Ég held bara að þér séuð ekki drengur eftir allt saman." „Nei, ég er stúlka," svaraði flótta- maðurinn ekkert miður sin yfir upp- götvun hans. „Gerið það, komið yður í burtu áður en þau vakna.” „Hver?”spurðisir Richard. „Frænka min og þau öll!" hvíslaði flóttamaðurinn. „Ég er mjög þakklát yður fyrir að hafa hjálpað mér — og gætuð þér hjálpað mér að leysa þennan hnút? Sjáið þér til, ég varð að hnýta þennan bagga á bakið á mér og ég get ekki leyst hann. Hvar er hatturinn minn?" „Hann datt af,” sagði sir Richard, tók hann upp og þurrkaði af honum með erminni. „Ég er ekki alveg þurr núna — ef satt skal segja þá er ég drukkinn — en ég get ekki að því gert að mér finnst þetta allt hálfeinkennilegt.” „Já, en það var ekkert annað að gera," útskýrði stúlkan og reyndi að lita yfir öxlina t'l þess að sjá hvernig sir Richard gengi með hnútinn. „Gerið þér svo vel að standa kyrr!" skipaði sir Richard. „Ó, afsakið! Ég skil ómögulega hvernig hann getur hafa undist aftur á bak. Þakka yður fyrir! Ég er yður svo sannarlega þakklát!" Sir Richard virti fyrir sér böggulinn i gegnuni einglyrnið. „Eruð þér þjófur?” spurði hann. Hún flissaði. „Nei. auðvitað ekki. Ég átti ekki tösku svo að ég varð að binda þetta allt upp í sjal. En nú held ég að ég verði að fara." „Fullur er ég,” sagði sir Richard, „en einhver vottur af heilbrigðri skynsemi er þó ennþá með mér. Þér getið ekki, barnið gott, ráfað um götur Lundúna á þessum tíma sólarhringsins og klædd i þessi föt. Ég held að það væri réttast að ég hringdi dyrabjöllunni og léti yður aftur i hendurnar á henni — frænku yðar, sögðuð þér það ekki?” Tvær hendur gripu með ákafa í handlegg hans. „Nei, ekki gera það." grátbað stúlkan. „Gerið það ekki”. „Jæja, hvað á ég þá að gera við yður?” spurði sir Richard. „Ekkert, aðeins að vísa mér leiðina til Holborn” „Hvers vegna Holbom?” „Ég verð að komast í krá Hvita hestsins til þess að ná í farþegavagninn til Bristol.” „Þetta gerir út um það,” sagði sir Richard. „Ég skal ekki gera yður neitt fyrr en ég hef heyrt alla sólarsöguna. Ég álít að þér séuð hættulegur glæpamaður”. „Ég er það ekki,” sagði flóttamaður- inn reiðilega. „Hver einasti maður með minnsta vott af tilfinningasemi myndi finna til með mér! Ég er að flýja frá hinum hræðilegustu örlögum.” „Lánsama barn!” sagði sir Richard og tók böggulinn af henni. ,,Ég vildi að ég mætti gera það sama. Við skulum koma okkur héðan. Ég hef sjaldan komið í götu sem hefur haft eins leiðinleg áhrif á mig. Ég man ekki hvernig ég komst hingað. Haldið þér ekki að kynni okkar yrðu meiri ef við segðum til nafns. eða ferðist þér „undir dulnefni?” „Já, ég verð að finna nafn handa sjálfri mér. Ég hafði ekkert hugsað út i það. Raunverulegt nafn mitt er Penelope Creed. Hver eruð þér?” „Ég,” sagði sir Richard, „er Richard Wyndham, reiðubúinn til þjónustu.” „Spjátrungurinn Wyndham?” spurði ungfrú Creed. „Spjátrungurinn Wyndham,” sagði sir Richard og hneigði sig. „Getur það verið að við höfum hist?” „Nei, nei, en auðvitað hef ég heyrt um yður. Frændi minn reynir alltaf að hnýta bindið sitt með Wyndham-hnút. Að minnsta kosti segir hann að svo sé en mér sýnist það helst vera flækja.” „Þá er það ekki Wyndham-hnútur,” sagði sir Richard ákveðinn. „Nei, það hélt ég alltaf. Frændi minn reynir að vera spjátrungur en andlitið á honum er eins og á fiski. Þau vilja að ég giftist honum.” „Það er hræðileg tilhugsun,” sagði sir Richard og skalf. „Ég sagði yður að þér mynduð finna til með mér,” sagði ungfrú Creed. „Vilduð þér ekki vísa mér leiðina til Holborn?” „Nei,” sagði sir Richard. „En þér verðið!” sagði ungfrú Creed í hræðslutón. „Hvert erum við að fara?” „Ég get ekki reikað um göturnar í alla nótt. Það væri bezt að við færum heim til mín og ræddum málin." „Nei!” sagði ungfrú Creed og stóð kyrrá gangstéttinni. Sir Richard andvarpaði. „Látið yður ekki detta i hug að ég ætli mér neitt glæpsamlegt með yður,” sagði hann. „Ég gæti hugsanlega verið faðir yðar. Hve gömul eruð þér?” „Égersautjánára.” „Jæja, ég er þrjátíu ára,” sagði sir Richard. Ungfrú Creed hugsaði um þetta. „Þér gætuð alls ekki verið faðir minn.” „Ég er alltof fullur til þess að fást við stærðfræðiþrautir. Látum það nægja að ég fullyrði að ég hef ekki minnsta áhuga á að elskast með þér.” „Þá hef ég ekkert á móti því að fara með yður,” sagði ungfrú Creed. ,Eruð þér raunverulega drukkinn?” „Mjög svo,” sagði sir Richard. „Þvi myndi enginn trúa, ég fullvissa yður um það. Þér berið vinið mjög vel." „Þér talið eins og þér hafið reynslu í þessum efnum,” sagði sir Richard. „Faðir minn var vanur að segja að það væri mjög nauðsynlegt að taka eftir því hvernig maður hagaði sér með víni. Frændi minn verður afskaplega bjána- legur.” „Vitið þér það,” sagði sir Richard og hleypti brúnum, „að þvi meira sem ég heyri um þennan frænda þinn þvi siður finnst mér að þér ættuð að giftast honum. Hvarerum við núna?” „Á Picadilly. held ég,” svaraði ungfrúCreed. „Gott! Ég bý við St. James torg. Hvers vegna vilja þau að þér giftist frænda yðar?” „Vegna þess,” sagði ungfrú Creed dapurlega, „að mér fylgir sú bölvun að eiga mikinn auð.” Sir Richard stansaði á miðjum gang- stígnum. „Bölvun að eiga mikinn auð?” endurtók hann. „Já, einmitt. Sjáið þér til, ég er einka- barn föður míns og mér skilst að ég sé ótrúlega rík, auk þess að eiga hús í Somerset sem mér er ekki leyft að búa i. Þegar hann dó varð ég að búa með Almeriu föðursystur minni. Ég var aðeins tólf ára þá, skiljið þér. Og nú er hún að þröngva mér til þess að giftast Frederick frænda, syni hennar. Svo að éghljópstábraut.” „Er hann maðurinn með fisk- andlitið?” „Já.” „Þér tókuð alveg rétta ákvörðun,” sagði sir Richard. „Það tel ég að ég hafi gert”. „Enginn vafi. En hvers vegna ætlið þér til Holborn?” „Ég sagði yður það,” sagði ungfrú Creed þolinmóð. , Ég ætla að ná i vagninn til Bristol.” „Nú, hvers vegna Bristol?” „Ég ætla ekki alveg til Bristol en húsið mitt er i Somerset og ég á mjóg góðan vin þar. Ég hef ekki séð hann í næstum því fimm ár en við lékum okkur saman, við særðum fingur okkar og blönduðum blóði og sórum að gifta okkur þegar við yrðum fullorðin.” „Þetta er allt saman mjög rómantískt,” sagði sir Richard. Framhald í næsta blaði. FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri L 1=1 71 Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 X. tbl. VlKan f 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.