Vikan


Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 11.01.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Á verfíð Kæri Póstur. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga, sem ég vona að þú svarir. 1. Hvert á maður að snúa sér ef maður ætlar á vertíð á Austfjörðum, Vestfjörðum og Norðurlandi? 2. Mig langar agalega mikið til Englands I vist, til hvers getur maður snúið sér? Ekki segja. bíddu eftir auglýsingu I dagblöðunum! Fyrirfram þökk. Ein ævintýrasjúk Reyndu að auglýsa sjálf í dagblöðum, hafa samband við útgerðarmenn. Einnig gætir þú talað við Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar og einhver þessara ætti að geta aðstoðað þig við að komast á vertíð, ef þú hefur aldur til, sem Pósturinn efast reyndar um. Viljirðu komast til Englands í vist og telur þó allsendis ófært að bíða eftir auglýsingu í dagblöðunum gætir þú reynt að fara í enska sendiráðið á íslandi og biðja um aðstoð og upplýsingar þaðan. Prógramma- söfnun Kæri Póstur. Þetta er ekki eitt af þessum „Ég er hrifinn af stelpu, sem er ekki hrifinn af méri’-bréfum. Mig langar aðeins að vita hvort einhver sé með umboð fyrir bíóprógrammasöfnun hérá íslandi og hvar það sé. Ef það er ekki til, væri ekki ráð að koma slíku upp. Þeir eru örugglega margir sem vilja safna bíó-prógrömmum: frekar en ýmsu öðru sem umboð eru fyrir. Ég vona að Helga sé södd og að þú skiljir skriftina mína. Prógrammasafnarinn Eina ráðið fyrir þig er sennilega að skrifa Póstinum og biðja um birtingu á nafninu þínu í pennavinadálkinum. Þar tækir þú að sjálfsögðu fram að þú vildir komast í bréfasamband við aðra sem hafa slíka söfnun að áhugamáli. Blaðamennska Kæri Póstur! Mig langar mikið að vita, hvaða menntun maður þarf að hafa til að geta stundað blaðmennsku. Er til einhver blaðamannaskóli hér á landi, eða kemur einhver önnur menntun til greina? Með von um birtingu. Kristján Jóhann Það er enginn blaðamannaskóli til á íslandi ennþá, en slíka menntun sækja margir til hinna Norðurlandanna og fleiri landa. Sennilega eru fæstir íslenskir starfandi blaðamenn með próf í blaðamennsku, en það fer þó í vöxt. Engrar ákveðinnar menntunar er yfirleitt krafist. Slíkt mun metið í hverju tilviki sérstaklega, en þó munu ýmsar greinar háskólanáms vera nokkuð góð undirstaða. Nafnið Silja Hæ Póstur. í 49. tbl. er spurt um merkingu nafnsins Silja. Ég á dóttur með þessu nafni og fékk ég þær upplýsingar frá finnskri konu, að Silja væri fnnska orðið yfir grávíðir. GH Þessa merkingu var hvergi að finna í uppsláttarritum Póstsins og kann hann GH bestu þakkir fyrir ábendinguna. Pennavinir Sigriður Guðlaug Björnsdðttir, Túngötu 47, 820 Eyrarbakka, óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-14 ára. Er sjálf 12 ára. Sigriður Þörstina Sigurðardóttir, Gilsbakka 9, 710 Seyöisfirði óskar eftir aö skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Hún ersjálf 13 ára. Áhugamál margvísleg. Erling Chr. Darbo, Granettveien 3A, 3600 Kongsberg, Norge vill komast i bréfasamband viö íslenska myntsafnara. Hann er 15 ára gamall norskur strákur með mikinn áhuga á myntsöfnun. Elisabet Halldóra Pálsdóttir, Hliðarvegi 53, 625 Ólafsfiröi óskar eftir penna- vinum, strákum á aldrinum 17-24 ára. Hún er sjálf 16 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. ef hægter. Jón Guðbrandsson, Holtsgötu 26, Y- Njarðvík, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 16-20 ára. Áhugantál margvisleg og mynd óskast með fyrsta bréfi ef hægt er. Systirin skammast endalaust Halló Póstur. Mig langar að biðja þig um að birta þetta bréf fyrir mig. Þannig er mál með vexti, að ég er bvrjuð í skóla sem í er varla nema besta fólk og bý á heimavist. Hér kynntist ég stelpu sem ég heimsæki stundum. (Bara í herbergið, ekki heim til hennar). Ég á svstur I sama skóla. Hana kalla ég bara X þegar ég skrifa þetta. Hún er eldri en ég og ævinlega að skamma mig. T. d. vorum við í sömu vinnu I sumar og fyrrasumar, og þegar við vorum á leiðinni heim á kvöldin, skammaði hún mig stöðugt fyrir að vinna illa. Nú skammar hún mig fyrir að vera ekki með hinum krökkunum. Hún skammar mig fyrir svo margt, að það væri ekki hægt að skrifa þaö í þykkustu bók í heimi. Hún er svo ekkert skárri sjálf. Við erum ekki I sama herbergi. Vinkona mín er í herbergi á sama gangi og systir mín. Ég fer oft til vinkonu minnar og þá fer ég til X í bakaleiðinni. En þá heldur hún að ég eigi enga vini. Hún skammar mig oft, og ég grenja undan henniféger 14 ára). Stelpan, sem ermeð XI herbergi, er góð I sér. Það fer I taugarnar á henni þegar X skammar mig. Vanalega segir X svo annarri systur minni frá, þegar hún hefur skammað mig. Svo spyr sú systir mín því ég geri þetta, sem X er að segja henni. Ég segi sannleikann en hún trúir því ekki (Vanalega ýkir X dálítið). Þá spyr ég hana því hún Ijúgi, en þá segir hún: Þetta hef ég aldrei sagt! Ég veit ekki hverju ég á að trúa. Svo kjaftar systur mínar öllu. sem ég geri, og nú er fólk farið að líta á mig eins og eitthvað furðudýr eða hálfvita. Ég reyni að koma mér undan skömmum, en mér misheppnast alltaf. Ef ég segi öðrum h vernig þær eru þá er ég skömmuð og hótunum og áhríns- orðum rignir yfir mig. Ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Mig langar svo til að strjúka! Hvernig myndir þú þola svona lagað? Viltu segja mér það. Bæ. Ein, sem bíður vongóð eftir svari. Eldri systkini geta orðið nokkuð erfið í umgengni á unglingsárunum og Pósturinn getur vel skilið að þér finnist ástandið illþolanlegt. Þú ættir nú samt að taka þessu öllu með þögn og þolinmæði og reyna bara að vera sem minnst á vegi systranna um tíma. Sennilega ert þú líka mjög viðkvæm og tekur framkomu þeirra óþarflega nærri þér og einmitt það getur orðið þeim mikil freisting til að skeyta skapi sínu á þér, þegar illa árar hjá þeim sjálfum. Margir unglingar verða óskaplega skapillir og erfiðir í umgengni á ákveðnu aldurs- skeiði og líklega á það sinn þátt í atferli eldri systur þinnar. Þetta gengur yfir og þið getið verið orðnar bestu vinkonur eftir nokkurár. 62 Vlkan 2. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.