Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 14
UNDARLEG ATVIK Þetta hélt áfram alla vökuna til klukkan tíu: eitt og eitt högg, sum mikil, önnur minni, og mest í stofuþilið. Þá fékk Kristjana elsta son Jóns til að sofa um nóttina í baðstofu sinni, þar eð enginn karlmaður var þar. En áður en farið var að hátta, kveikti Jón á lugt, og drengir hans voru með honum til þess að leita, hvort þeir yrðu þess varir að einhver væri á ferðinni kringum bæinn. Þeir leituðu í heygarðinum og hverjum kima, en urðu einskis varir. Eftir að ljósið hafði verið slökkt komu tvö mikil högg í þilið og skömmu síðar eitt stórt. Þá var kveikt ljós og bar ekki meira á þessu þá nótt. Þegar morgnaði 17. desember fóru höggin enn að koma, stundum eitt í senn, stundum tvö til þrjú, mismunandi stór. Þetta hélst allan daginn. Þá sendi Jón til Ægissíðu til þess að sækja Þorstein. Hann kom heim til sín um fimmleytið síðdegis. Það sem hér að framan hefur verið hermt um atvik ritaði á sínum tíma Þorsteinn Jónsson eftir frásögn fólksins á báðum heimilunum. En hér á eftir skýrir hann frá því sem gerðist að honum sjálfum viðstöddum. „Eftir að ég kom heim kom hvasst högg á þilið undir glugganum, og síðan á hverjum klukkutíma til jafnaðar til klukkan níu. Mér virtust höggin likjast því sem fjaðrastífu sjálfskeiðingsblaði væri haldið við þilið og því smellt þar á, afar- snjallt og fljótt, og sum höggin voru gríðarhörð. En eftir klukkan níu um kvöldið fóru höggin að þéttast. Þá voru þau á skilrúminu milli eldhúss og baðstofu Sigurðar, og þá fór að koma bank á milli högganna, stundum létt og fínt, stundum harðara. Þá varð enn sú breyting, að farið var að — Ónei, vinur minn, þú hefur sko ekkert veriö úti með vinum þínum, þvi ég var úti með þeim. skrifa á vegginn. Ég gat vel greint þegar setningunni var lokið og punktur settur á eftir henni og strik, eftir því sem þurfti. Svo voru höggin þétt á skilrúmið að þau urðu vart talin. Einu sinni töldum við Kristinn, sonur Jóns sem ég fékk til að sofa hjá okkur um nóttina. Þá voru barin í lotu 80-90 högg og töldum við báðir. Þá skiptist á, að ýmist var barið létt eða þungt, ýmist skrifað, stundum létt og fínt, stundum stórt og gróft, eða barið — langar lotur af höggum. Þetta hélst frá kl. 10—2 um nóttina. Þá virtist draga úr því og sofnuðum við þá öll. Um kl. 7.30 morguninn eftir fór aftur að bera á höggum, skrift og banki, líkt og um nóttina. Ég klæddi mig í snatri og fór yfir í eldhúsið. Virtist mér þegar ég var þeim megin við þilið, að þetta væri eftir hljóðinu að dæma í borðunum baðstofumegin við stoppið. Það var á sama stað og um nóttina, innan í skilrúminu á miðju þili milli baðstofu og eldhúss. Þá fór ég og lagði báða lófa útbreidda þar sem höggin og skriftin heyrðust, hugsaði vel og bað guð að gefa þessari óskiljanlegu veru frið og leiða hana til sinna réttu heimkynna. Svo virtist bregða við þessa tilraun að allt hætti eftir að ég hafði endurtekið hana nokkrum sinnum. Þegar þetta hófst um morguninn var allt fólkið á báðum heimilunum viðstatt. Þá fékkst algjör vissa um það, að þetta var ekki af mannavöldum. Þessi skýrsla Þorsteins var borin undir fólkið á báðum heimilunum sem hafði verið heyrnarvottar að þessu og það vottaði að rétt væri skýrt frá. Skýrslan var svo birt í tímaritinu MORGNI 1927. Hér er mjög samviskusamlega og nákvæmlega frá skýrt. En ekki getur maður þó varist að harma það, að ekki skyldi gerð tilraun til þess að ná sambandi við þennan kraft, sem höggunum og skrift- inni hefur valdið. En eins og ég hef getið hér að framan í þessum þætti, þá hafði slíkt mjög athyglisverðan og jákvæðan árangur í för mér sér fyrir Fox-systurnar í Hydes- ville. Það hefði á sama hátt mátt byrja með því að biðja um einhvern ákveðinn fjölda af höggum. Takist að fá það sem um er beðið þá er auðsætt að það afl sem höggun- um veldur heyrir það og skilur það sem sagt er. Þá ætti leiðin að vera orðin greið til þess að fá að minnsta kosti játandi eða neitandi svör við spurningum og ef til vill til þess að fá orð stöfuð. Er þá einnig hægt að færa sig áfram og koma sér t.d. saman um, að eitt högg tákni „nei”, tvö högg „ég veit það ekki” og þrjú högg , já” o.s.frv. Þetta hefði getað leitt til miklu meiri uppiýsinga, sem nú er ómögulegt að gera sér nokkra grein fyrir hve mikilvægar hefðu reynst. Hann læddist niður breiða marmarastigann og yfir anddyrið í áttina að háu, hvítmáluðu vængjahurðinni að bókasafni hallarinnar. Hönd hans var kreppt um byssuna. Hann reif dyrnar upp á gátt og stóð augliti til auglitis við tvo vopnaða menn . . . Eigandi Goldenview Hall, Clifford Bracknell lávarður, vaknaði við hávaða frá hús- bóndaherberginu á næstu hæð fyrir neðan. Goldenview Hall var stórt, gamalt herrasetur í Wales, og veggir þess þaktir bergfléttum. Andartak lá hann grafkyrr í rúminu og lagði við eyrun. Það var enginn vafi á því, að hann heyrði raddir að neðan. Hann flýtti sér fram úr rúminu og læddist í náttskyrtunni einni saman að stóru, látúnslegnu kommóðunni og tók upp úr henni byssu. Sem fyrrverandi majór í welska riddaraliðinu og ákafur veiðimaður var hann æfð og örugg skytta. Hann kreppti höndina um byssuna og læddist niður breiða marmarastigann og yfir anddyrið í áttina að háu, hvítmáluðu vængjahurðinni að bókasafni hallarinnar. Hann reif dyrnar upp á gátt og stóð augliti til auglitis við tvo vopnaða menn, sem beindu byssum sínum hvor að öðrum. Málverkið, sem venjulega huldi leynihólfið í veggnum, lá á gólfinu, og peningaskápurinn með flókna, þjófhelda talna- lásnum stóð opinn. Mennirnir tveir gutu augunum á lávarðinn án þess að líta hvor af öðrum. Það lék enginn vafi á þvi, að þeir voru báðir tilbúnir til að skjóta. Tilbúnir til að drepa hvor annan án nokkurrar miskunnar. Annar þeirra var lágvaxinn, kraftalegur maður, dökkur yfirlitum, í svörtum regnfrakka, með svartan, mjúkan fílthatt á höfðinu og fallega, gráa hanska á höndunum. Hælarnir á leðurskónum hans voru eilítið of háir. Hinn var nokkru yngri, ljóshærður, grannvaxinn maður. Hann var berhöfðaður, í gráum bómullarfrakka og brúnum gönguskóm. 14 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.