Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 38

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 38
Listaleikhúsið í Moskvu 17. jan. 1904 Það er frumsýning á „Kirsu- berjagarðinum”. Tjaldið hefur fallið eftir síðasta þátt. Það er augnabliks þögn. Síðan brjótast fagnaðarlætin út. Áhorfendur láta hrifningu sína í ljósi, klappa ákaft og kalla: — Tsjekhov! Tsjekhov! Tsjekhov! Höfundurinn gengur fram á sviðið og yfir hann rignir blómum. Ræðumenn lofsyngja hann hástemmt. Náfölur og skinhoraður tekur hann á móti lofinu. Við og við fær hann áköf hóstaköst — og vasaklútur hans litast rauðu. Hann riðar. Neðan úr salnum er kallað: — Sestu niður, góði gerðu það. Látið hann setjast! Stóll er settur fram. Sitjandi tekur hann á móti hyllingar- hrópum áhorfenda og brosir angurvært. Hann veit... Þegar Anton Tsjekhov skrifaði „Kirsuberjagarðinn”, var hann dauðadæmdur. Hann vissi að leikritið yrði hans síðasta kveðja. Og fimm mánuðum eftir frumsýninguna — sem var á 44 ára afmæli hans — lést hann á hæli í Þýskalandi. ömurleg æska Tsjekhov ólst upp í smábænum Taganrog. Hann átti fjóra bræður og eina systur. Pavel faðir hans rak litla verslun, var afar strangur og ól sonu sína upp samkvæmt orðtakinu: „Enginn verður óbarinn biskup”. Anton var þriðji í röðinni af systkinunum, hann skrifaði þetta þegar hann var fullorðinn: „Ég átti enga æsku!” Drengirnir fengu tækifæri til að ganga í skóla, en þegar þeir komu heim urðu þeir að vinna í versluninni til ellefu á kvöldin. Á morgnana urðu þeir að fara á fætur klukkan fimm. Það var engin miskunn. Þeir fengu ekki einu sinni að leika sér og njóta gleði á sunnudögum. Faðirinn var mjög trúaður og neyddi þrjá elstu synina til að syngja í kirkjukórnum. „Þegar við brœðurnir sungum í kirkjukórnum, horjði fólk á okkur með aðdáun og öfundaði foreldra okkar, en okkur leið eins oggaleiðuþrælum...” Tsjekhov 22 ára læknanemi, sem Irfir Anton Tsjekhov var 38 ára þegar áskrrftum. hann kynntist leikkonunni Olgu Knipper. Hún lék í mörgum verka hans. Rithöfundurinn varð ástfanginn i fyrsta sinn á ævinni. Ástin var gagnkvæm, en þau héldu sambandi sinu leyndu vegna fjölskyldu hans. Þau giftu sig ekki fyrr en 4 árum eftir fyrsta fund þeirra. Eftir tvö ár var hann allur. Kveðja til ástarínnar og fífsins ,,Kirsuberjagarðurinn ” er eitt mesta snilldarverk, sem samið hefur verið fyrir svið — og fá verk hafa verið oftar fcerð á svið. Þegar rússneski rithöfundurinn Anton Tsjekhov samdi það, var hann 43 ára, nýkvæntur og dauðadæmdur. . . Anton var einrænn og eignaðist ekki neina félaga í skólanum. Skólafélagar hans uppnefndu hann, vegna þess að hann var höfuðstór og magur. En þó að þeir ertu hann á stundum — sem hann brosti bara að — féll þeim ekki illa við hann. Hann var skapgóður og orðheppinn, og bar snemma á hæfileikum hans til að fá aðra til að hlæja. Þegar Anton var 15 ára varð faðir hans gjaldþrota og flutti með fjölskylduna til Moskvu. Anton varð eftir til að taka stúdentspróf. Hann varð sjálfur að verða sér úti um fé og tók nemendur í einkatíma. 19 ára gamall tók hann stúdentspróf með skínandi einkunnum. Taganrog bærinn veitti honum 25 rúblur á mánuði í styrk til að stunda nám í læknisfræði við háskólann í Moskvu. í Moskvu hitti Anton fjölskyldu sína á ný. Honum rann til rifja hve fátæklega þau urðu að búa. Faðir hans hafði verið atvinnulaus fyrsta árið í ' Moskvu, en siðan fengið vinnu sem aðstoðarmaður í verslunar- fyrirtæki. Vinnutíminn var langur og launin smánarleg. Fjölskyldan hírðist í lítilli, sagga- fullri kjallaraíbúð í fátækra- hverfi borgarinnar. Skrifaði um nætur Styrkurinn sem Anton hafði þegið kom sér vel. Hann útvegaði betra húsnæði og lét móður sína hafa peninga fyrir mat. En 25 rúblur endast skammt. Hann varð að finna leið til að afla fjár jafnhliða náminu. Það var þýðingarlaust að ætla að taka nemendur í einkatíma, það voru hundruð fátækra stúdenta í Moskvu sem börðust um það. Meðan hann var við nám í Taganrog hafði hann oftsinnis skrifað skopsögur í skólablaðið. Kannski gæti hann haft ofan af fyrir þeim með skriftum? Án þess að gera sér miklar vonir, sendi hann skopriti einu smásögu. Nokkrum dögum siðar fékk hann bréf frá blaðinu. Þeir vildu kaupa söguna fyrir 8 rúblur og vildu gjarna heyra frá honum aftur. Anton var alsæll. Hann hafði fundið leið til að afla fjár. Þaðan í frá notaði Anton hvert tækifæri til ritstarfa. Honum féll það vel, en námið sat þó í fyrirrúmi. Skriftirnar voru aðeins til að afla honum tekna. Og ekki aðeins honum, heldur allri fjölskyldunni. Elstu bræður hans tveir voru ábyrgðarlausir og drykkjumenn. Þeir lögðu ekki eina einustu rúblu til þarfa heimilisins. Þó að Tsjekhov þyrfti aðallega að skrifa á næturnar var hann afkastamikill. 1883 — 23 ára gamall — skrifaði hann 120 greinar og smásögur. Árið eftir tók hann embættispróf. Loksins gat hann hafið læknisstörf. En hann hætti ekki að skrifa. Hann vildi stunda bæði læknisstörf og ritstörf. Hóstar blóði í september 1884 greindi hann fyrstu merki þess sjúkdóms sem leiddi hann til dauða — hann hóstaði blóði. Sem lækni grunaði hann hvað það þýddi, en neitaði að trúa að það væru berklar. Hann skrifaði vini sínum á þessa leið: „/ þrjá daga hefir runnið blóð upp úr hálsinum á mér — ástæðan er sennilega sprungin æð..." Tsjekhov vildi í lengstu lög trúa því að þetta væri ekki svo alvarlegt, og sínum nánustu vildi hann fyrir alla muni hlífa. „Góði segðu foreldrum mínum ekki neitt af þessu. " Kvíði Antons vegna heilsunn- ar kom ekki niður á skáldskap hans. Hann skrifaði meira en 38 Vikan 3.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.