Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 42
VÁN VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI Hvar skal gista og hvar skal borða? Vikan segir frá bestu leiðsögu- bókunum um hótel og veitingahús í nágrannalöndunum Hvorl sem þú hefur mikil eöa litil fjár ráð á ferðalögum, hentar þér að hafa góða leiðsögn um hótel og veitingahús í öllum verðflokkum. Suntir vilja rekja ódýrustu staðina. aðrir bestu staðina og hinir þriðju hagkvæmustu blönduna af hvoru tveggja. Til eru ágætar leiðsögubækur á þessu sviði. aðallega um lönd og borgir i Vestur-Evrópu. en einnig litils háttar um borgir i Bandarikjunum. Ég hef reynt að kynna mér þessa útgáfu með þvi að bera bækurnar saman við eigin reynslu. Suniar bækur og hefti eru meira eða minna kostuð af hótelum þeim, veitinga- húsum og næturklúbbum. sem fjallað er um. Þessi útgáfa er litlu áreiðanlegri en leigubilstjórar og hótelverðir. sent oft eru á ntála hjá slikum stofnunum. Aðrar bækur hafa aflað sér trausts. Þær eru engan veginn á ntála hjá þeini stofnunum. sem þær fjalla unt. Þær taka ekki við auglýsingum frá þeint. né þiggja höfundar þeirra mat og gistingu fyrir lægra verð en almenningur þarf að borga. Verður hér á eftir fjallað um nokkrar bækur í þessum áreiðanlega flokki. Michelin Handbækur frönsku hjólbarða- verksmiðjanna MICHELIN um hótel og veitingahús eru flestum vel kunnar. Árum saman hefur verið litið á stjörnur I Michelin sem endanlegan mælikvarða á góð veitingahús. Ekkert fyrirtæki stendur traustar og viðar fótum I ferðahandbókum en einmitt Michelin. Það gefur út alls konar vega- kort og grænar ferðahandbækur unt skoðunarverð atriði. auk rauðu hand- bókanna unt hótel og veitingahús, sem hérverður sagt frá. Slikar handbækur eru til um Frakkland, Bretlandseyjar. Holland og Michelin: Hin sigilda útgáfa Belgiu. Þýskaland. Italiu, Spán og Portúgal. auk sérprentana unt París og London. Handbókin um Spán og Portúgal er dæmigerð um vinnubrögð Michelin. Við skulum taka sýnishorn: Kaflinn um Malaga er tæpar þrjár siður i bókinni. Þar eru tvö kort af borginni. annað yfirlitskort. en hitt sérkort af miðbænum. Á kortin eru merktir skoðunarverðir staðir. hótel og veitingahús. Kaflinn hefst á ýmsurn almennunt upplýsingunt fyrir ferðamenn. Þar er meðal annars skrá yfir skoðunarverða staði i borginni og áhugaverð ferðalög frá henni. Hverjum stað og hverri ferö er gefin einkunn frá einni stjörnu upp I þrjár. Siðan kemur röðin að hótelununt. sem er skipt I sex flokka eftir þægindunt. Talið er upp. hvað þau hafa að bjóða. Loks konta svo veitingahúsin. sern skipt er i fimm flokka eftir þægindunt. í öllunt tilvikum eru gefin upp verðá gistingu og mat. Ef maturinn á veilingahúsunum þykir sérlega góður. fá þau eina eða tvær stjörnur I verðlaun. Farið er sparlega nteð slíka einkunnagjöf. enda fær ekkert vcitingahús I Malaga viðurkenningu. Ef eitthvað er sérstaklega athyglis- vert eða ánægjulegt við hótel eða veitingahús, er þess sérstaklega getið. Þar getur verið um að ræða útsýni. kyrrlátt umhverfi. forn hús og innréttingar og svo framvegis. Menn eiga að geta treyst þvi. að veitingahúsa og hótela sé ekki getið i Michelin, nenta þau séu framþærileg að minnsta kosti. Einkunnagjöfin nær þvi frá hinu frambærilega upp i hið fullkomna. Hið lélega á ekki að komast á blað. Michelin er að rnestu skrifaður á táknmáli, svo að menn eiga að geta not- að hann, þótt þeir lesi ekki tungu viðkomandi þjóðar. Fremst I bókinni eru táknin skýrðá ýmsurn tungumálum. þar ATHENS NEWYORK á nteðal ensku. Mikilvægt er. að nienn kynni sér þessar skýringar nákvæmlega. Þessi framsetning i táknmáli hefur orðið vinsæl og er notuð I ýmsum öðrum handbókum af svipuðu tagi. sem gefnar eru út I Frakklandi og nokkrunt öðrum löndum. Kléber í sama flokki er handbók annarr- ar franskrar hjólbarðaverksmiðju, KLÉBER. sem einnig fjallar um hótel og 42 Vikan 3. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.