Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 43
Kléber: Bestur i Frans? veitingahús. Sú útgáfa er nýrri af nálinni og er mér aðeins kunnugt um handbók um Frakkland í þeim flokki. Framsetning efnisins i Kléber er mjög svipuð því, sem gerist i Michelin. Flún er, að mestu á táknmáli, sem skýrt er fremst i bókinni. Ef ntenn kynna sér vel þær skýringar, eiga þeir ekki að vera i neinum vandræðum rneð að nota bókina, þótt þeir geti ekki lesið frönsku. Kléber fer lítið út í skoðunarverða staði og einbeitir sér i þess stað að hótelum og veitingahúsum. Auk þess eru nákvæm vegakort i bókinni. en ekki önnur kort. Kléber skiptir veitingahúsum i sex flokka eftir gæðum mabeiðslunnar og þægindum i veitingasal. Flótelum er skipt i fimm flokka eftir þægindum. Auk þess eru gefin sérstök tákn fyrir rólegt umhverfi og fleira af því tagi með svipuðum hætti og i Michelin. Ýmissa sérkenna er getið i texta og yfirleitt ýtarlegar en i Michelin. Alls staðar eru verð rakin rækilega, svo að menn geta auðveldlega borið þau sanian viðgæðaeinkunnir. Surnum finnst Kléber fljótari en Michelin að átta sig á breytingum til hins betra og verra og vilja þvi frernur nota hann í Frakklandi. Gault-Millau Þriðja franska útgáfan á þessu sviði hefur gerólika framsetningu. Það eru félagarnir GAULT-MILLAU, sem gefa út bók um Frakkland. Belgíu og Sviss. aðra um Paris sérstaklega og hina þriðju um London. Þessar bækur er því aðeins hægt að nota. að maður sé læs á frönsku. Þær nota ekki táknmál, heldur fjalla í nokkru máli um hverja stofnun. Þær gefa því fyllri upplýsingar en hinar tvær. I bókinni um Paris er fjallað á þennan hátt um veitingahús, hótel, bari og næturklúbba, matvörubúðir. forngripa- Schlemmer: Fín kort og myndir lermner ■Atlasl97S * tiefx al* *■» Gault-Millau: Óvenju ósvífnir sala, húsbúnaðarverslanir, tískubúðir og iðnaðarmenn. Sagður er kostur og löstur á þessum stofnunum og eru þeir félagar ekkert að skafa utan af því, ef þeim likar miður. Gault-Millau gefa upp verð á hótelum og veitingahúsum. Ennfremur gefa þeir veitingahúsum einkunnir frá 0 og upp í 20. sem er einkar nákvæmt. Hótelum gefa þeir ekki einkunnir, en lýsa þeim í texta. Gault-Millau fara enn meira á kostum Good Food Guide: Skrrfuð af neytendum EgonRonay s ® LucasGuide Hotels Restaurants b Inns 1070 Great Britæn & Ireland £4,25 I W/W Ronay: 100 stiga nókvæmni í bókinni um London, sem byggð er upp á svipaðan hátt, en hefur meira af almennum upplýsingum fyrir ferða- nienn. Einkar athyglisvert er að lesa grafskriftir þeirra yfir heimsfrægum veitingahúsum á borð við Mirabelle i Curzon Street. Einn helsti kostur Gault Millau er sá, að þeir eru harðir fylgismenn svonefndrar Nouvelle matreiðslu, sem er léttari og hollari en hefðbundin matreiðsla og hefur rutt sér til rúrns í Frakklandi á undanförnum árum. Ronay EGON RONAY gefur út bók á ensku um hótel og veitingahús á Bretlands- eyjum og minnir sú bók töluvert á franskættuðu bækurnar. Hún er þóekki rituð á táknmáli, heldur fjallar í knöppum texta um hótelin og veit- ingahúsin. Ronay er skrifaður af fagmönnum eins og frönsku bækurnar. Upplýsingarnar eru ýtarlegar og ná meðal annars yfir verð. Nákvæmnin er mest i umsögnum um hótel. Þeim eru gefnar einkunnir frá 0 og upp i 100. Eru þær einkunnir töluvert frábrugðnar verðflokkun hótelanna. Ronay gefur einstaka veitingahúsum eina eða tvær stjörnur fyrir góða matreiðslu. Sérstök skrá er i bókinni um þessi veitingahús, svo og um bestu hótelin. um sérstaklega ódýr veitingahús í London, um veitingahús með góða vinlista og um hótel og veitingahús, sem eru sérlega fallega i sveit sett, svo að dæmi séu nefnd. í útgáfu ársins 1978 var fræg skrá um mismunandi andstyggilegan mat á matstofum bensinstöðva við hrað- brautirnar. í útgáfu ársins I979 eru svo dómar um matinn á flestum kunnustu sjúkrahúsum Bretlands, svo að ekki væsi um mataráhugamenn, þótt þeir verði að leggjast inn. Ágæt kort eru í Ronay, bæði sérkort yfir borgir og partakort yfir landið i heild. Þá gefur Ronay líka út sérstaka handbók um krárá Bretlandseyjum, sem mikið er vitnað til, en þá bók hef ég ekki prófað. Good Food Guide Einhver besta handbók í þessum flokki er GOOD FOOD GUIDE, sem fjallar um veitingahús á Bretlands- eyjum, en ekkert um hótel. Þessi bók er að þvi leyti frábrugðin hinurn bókunum, að textinn er ekki byggður á heimsóknum atvinnumanna, sem hafa slikar rannsóknir að atvinnu. heldur áhugamanna, er starfa i sér- stökum matarástarklúbbi, sem tengdur er bresku neytendasamtökunum. Fyrir bragðið er þessi leiðsögubók sérlega neytendasinnuð. Mest áhersla er lögð á að finna. hvort viðkomandi veitingahús hafi matargæði í samræmi við verð. Eins og i öðrum bókum, er lýst er hér að framan, eru engin veitingahús tekin i bókina nema maturinn þar standist fremur harðar kröfur. Komist þau í bókina. eru ekki allar raunir að baki. þvi textinn er jafmikið skammir sem lof. Lesendur eru jafnmikið varaðir við sutnurn réttum sem þeini er bent á aðra. Minnir hún að þessu leyti töluvcrt á Ciault-Millau. Lýsing Good Food Guide á matreiðslu bestu matsölustaðanna er rnjög ýtarleg. Þá fylgja bókinni mjög skýr kort. þar sem veitingahúsin cru merkt, og eru þetta með bestu kortum af þvi tagi, sem ég hef séð. í Bretlandi nýtur þessi bók mikils álits og er oft til umræðu hjá fólki, sem hefur áhuga á mat. Það er lika raunar dálitið sérstakt, að áhugamenn skuli hafa getað tekið saman höndum með eins miklum árangri og þessi bók sýnir. Framhald á bls. 59. 3. tbl. Vikan43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.