Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 46
GLA UMGOSINN eftir Georgette Heyer ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham er ungur og eftirsóttur, en ætti venjum samkvæmt aft vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæfti systur hans og móftur tals- verftum áhvggjum, og nú hefur George ákvcftið að láta að óskum þcirra og kvænast Melissu Brandon, sem er göfugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvöldift áður en hann hyggst bera upp formlcgt bónorft vift fööur Mclissu, veitir hann drykkjuhneigö sinni ríkulcga útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fvrr til en hann stendur með unga stúlku, dulhúna sem pilt, í fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógeðfelldum ráðahag. „Já, finnst yður það ekki?” sagði ungfrú Creed áköf. „Þér eruð ekki kvæntur, er það?" „Nei. Guð minn góður!" „Hvers vegna. hvaðer að?" „Ég mundi allt í einu að ég fer að verða það." „Viljið þér þaðekki?” „Nei." „En enginn gæti þvingað yður til þess aðganga í hjónaband.” „Stúlka mín, þér þekkið ekki ættingja mina,” sagði sir Richard biturlega. „Töluðu þau og töluðu við yður, héldu þau ræður yfir yður? Sögðu þau að þetta væri skylda yðar? Gerðu þau yður lífið óbærilegt? Og hrópuðu þau á vður?” spurði ungfrú Creed. „Eitthvað i þá áttina,” samsinnti sir Richard. „Er það það sama og ættingjar yðar gerðu við yður?” „Já, svo að ég stal næstbestu fötunum hans Geoffreys og klifraði niður úr Þýð.: Emil Kristjánsson „HvererGeoffrey?” „Það er hinn frændi minn. Hann er í Harrow og fötin hans passa mér ágætlega. Er þetta húsið yðar?” „Já, þetta er húsið mitt.” „En bíðið,” sagði ungfrú Creed. „Vakir ekki dyravörðurinn til þess að opna fyrir yður dyrnar?” „Ég hvet fólk ekki til þess að vaka eftir mér,” sagði sir Richard. Hann fór ofan i vasa sinn og tók upp lykil sem hann stakk í skrána. „En ég býst við að þér hafið herbergis- þjón,” sagði ungfrúin. „Biður hann ekki eftir að hjálpa yður I háttinn?" „Jú,” sagði sir Richard. „En hann mun ekki koma i herbergi mitt fyrr en ég hringi bjöllunni. Svo þér hafið ekkert að óttast.” „Þá er allt i lagi,” sagði ungfrú Creed, henni létti og hún gekk nú fúslega á eftir honum inn í húsið. Logandi lampi var inni i forstofunni og kerti var tilbúið á marmaraborði fyrir sir Richard. Hann kveikti á því með þvi að bera það að lampanum og fylgdi síðan gesti sínum inn I bókasafnið. Þar voru fleiri kerti á kertastjökum sem festir. voru á veggina. Sir Richard kveikti á eins mörgum og honum fannst hæfilegt og sneri sér síðan að ungfrú Creed. Hún hafði tekið ofan hattinn og stóð nú á miðju gólfi og leit með áhuga I kringum sig. Hár hennar, sem var gyllt og liðað, var flausturslega tekið saman við hvirfilinn og illa klippt að aftan; augu hennar voru djúp blá, mjög stór og hafði lítið, stutt nef, svolítið freknótt, frekar skarpa höku og tvo spékoppa. Sir Richard virti hana gagnrýninn fyrir sér og var alls ósnortinn af þessum töfrum hennar.Hann sagði: „Þér litið út eins og versti götustrákur!” Hún tók þetta sem hrós. Hún leit framan í hann hreinskilnum augum og sagði: „Geri ég það? í alvöru?” Augu hans litu yfir fötin sem hún var í. „Hræðilegt," sagði hann. „Ímyndið þér yður að þér hafið bundið þetta — þetta afbakaða bindi — meðWyndham- knút?" „Nei, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei bundið bindishnút áður," útskýrði hún. „Það,” sagði sir Richard, „er augljóst. Komið hingað!” Húngekk hlýðin til hans og stóð kyrr meðan þjálfaðir fingur hans áttu við flækjuna sem var um hálsinn á henni. „Nei, þetta er jafnvel fyrir ofan mína getu,” sagði hann að lokum. „Ég verð að lána yður eitt af minum bindum. Hvað um það, setjist niður og við skulum tala út um málið. Minni mitt er ekki með sem bestu móti en mig minnir að þér segðust ætla til Somerset til þess að gift- ast bernskuvini yðar." „Já, Piers Luttrell," sagði ungfrú Creed og kinkaði kolli. um leið og hún settist í stóran hægindastól. „Enn fremur eruð þér rétt sautján ára.” „Komin á átjánda ár,” leiðrétti hún. „Enga útúrsnúninga! Og þér ætlið að fara þessa ferð með áætlunarvagnin- um?” ,Já.” samsinnti hún. „Og til þess að kóróna þetta allt saman ætlið þér að fara einar?” „Auðvitað ætla ég að gera það.” „Kæra barn, þó að ég sé drukkinn, þá er ég ekki svo drukkinn að ég láti þessi áform yðar viðgangast, trúið þvi.” „Ekki held ég að þér séuð drukkinn,” sagði ungfrú Creed. Þar að auki kemur yður þetta ekkert við! Þér getið ekki skipt yður af minum málúm þó að þér hafið hjálpað mér niður úr glugganum.” „Ég hjálpaði yður ekki niður úr glugganum. Réttast þætti mér að koma yður aftur í faðm fjölskyldunnar." Hún hvítnaði og sagði lágt en mjög skýrt „Ef þér gerðuð slíkt væri það hið grimmilegasta og sviksamlegasta sem nokkur maður gæti gert!” „Það er liklega rétt,” samsinnti hann. Það varð þögn. Sir Richard opnaði tóbaksdósir sínar með einum fingri og fékk sér í nefið. Ungfrú Creed kyngdi og sagði: „Ef þér hefðuð séð frænda minn mynduð þér skilja." Hann leit á hana en sagði ekkert. „Hann slefar,” sagði hún í örvæntingu. „Þetta gerir út um það," sagði sir Richard og og lokaði tóbaksdósunum. Ég skal fylgja yður til bernskuvinar yðar." Hún roðnaði. „Þér? En þér getið það ekki!" „Hvers vegna get ég þaðekki!" „Vegna þess — Vegna þess að ég þekki yður ekki, og ég get alveg farið sjálf og — og það hreinlega út i hött! Ég sé það núna að þér eruð drukkinn.” „Leyfið mér að segja yður það," sagði sir Richard, „að kvenleiki yðar á alls ekki við þessi föt. Þar að auki líka mér þau alls ekki. Annaðhvort farið þér með mér til Somerset eða þér farið aftur til frænkuyðar. Yðarervalið!" „Hugsið málið,” grátbændi hún. „Þér vitið að ég verð að ferðast með mestu leynd. Ef þér færuð með mér myndi enginn vita hvað hefði orðið af yður." „Myndi enginn vita hvað hefði orðið af mér,” endurtók sir Richard hægt. „Enginn — stúlka min, þér hafið ekki lengur um neitt að velja: Ég fer með yður til Somerset!" 3. kafli. Þar sem mótmæli höfðu engin áhrif á hina skyndilegu ákvörðun sir Richards, ihætti ungfrú Creed við allar tilraunir til þess að fá hann ofan af því að fylgja henni á ferð hennar. og fannst nú að það væri gott að njóta verndar hans. „Það er ekki það, að ég sé hrædd við það að fara ein," útskýrði hún, „en ef satt skal segja. þá er ég alls óvön að gera hlutina ein.” „Ég vona það lika,” sagði Sir Richad, „að þér séuð ekki vanar að ferðast með almenningsvagni.” „Nei, vitanlega ekki. Þetta verður þó nokkurt ævintýri. Hafið þér nokkum tíma ferðast með áætlunarvagninum?" „Aldrei. Við skulum ferðast með skiptivagni.” „Skiptivagni? Eruð þér brjálaður!” hrópaði hún. „Þér hljótið að vera þekktur á hverri skiptistöð á leiðinni til Bath. Við yrðum strax uppgötvuð. Ég var búin að hugsa út i þetta jafnvel áður en þér ákváðuð að fara með mér. Frederick frændi er alltof vitlaus til þess að finna út nokkuð svona, en það er Almeria frænka ekki. Ég efast ekki um að hana grunar strax, að ég hafi flúið heim og hún mun elta mig. Hún mun spyrjast fyrir um mig á skiptistöðvunum og þar skal hún ekki fá að heyra neinar fréttir af mér. Imyndið yður slúðrið sem myndi verða ef það kæmist upp að við tvö hefðum verið saman á ferð í skipti- vagni!” „Virðist yður það vera minni óhæfa ef að við ferðumst með áætlunar- vagninum?” spurði Sir Richard. 46 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.