Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 51
felustað fyrir það; mjög slæg hugmynd. Hún setti það alltaf þar þegar hún ferðaðist. í leynivasa undir einu sætinu.” „Hvert þó i. . . Ertu að segja að einhver hafi sagt ræningjunum frá felu- staðnum?" sagði George. „Það er allt útlit fyrir það, ekki satt?” „Hver vissi þetta? Ef að þið finnið svikarann, þá fáið þið ef til vill menið aftur. Ertu viss um alla þjónana?” „Ég er ekki viss um neinn þeirra. Guð minn, ég veit það ekki,” sagði Cedric fljótmæltur. „Mamma vill láta lögregluna um þetta, en pabbi heldur að það geri lítið gagn. Og svo er Ricky hlaupinn ofan á allt annað. Gamli maðurinn færslag!” „Cedric, þú átt ekki að tala svona um föður þinn,” sagði Louisa. „Við vitum ekkert hvort Richard hafi, hafi HLAUPIÐ. Reyndar er ég viss um að svoerekki.” „Hann er asni, ef hann hefur ekki gert það," sagði Cedric. „Hvað heldur þú George?” „Ég veit það ekki," sagði George. „Mér finnst þetta allt mjög ruglingslegt. Ég verð að játa það að þegar ég heyrði fyrst um hvarf hans — þú hlýtur að vita að hann svaf ekki i rúminu sínu i nótt og þegar ég sá hann var hann fullur — að þá varð ég mjög hræddur. En ...” „Sjálfsmorð, Guð minn góður!” Cedric hló. „Ég verð að segja Melissu það. Ýtt út í dauðann. Ricky. Við alla heilaga!” „Cedric, þú ert hræðilegur,” sagði Louisa hátt. Auðvitað hefur Richard ekki framið sjálfsmorð. Hann hefur bara farið. Ég veit ekki hvert, en ef að þú segir eitthvað slíkt við Melissu fyrirgef égþéraldrei. Ég bið þig að segja henni ekkert annað en það, að Richard hafi skyndilega verið kallaður burt vegna áriðandi viðskiptaerinda." „Hvað, má ég ekki einu sinni segja henni frá gyllta hárlokknum? Vertu nú ekki gleðispillir, Louisa." „Skepna." „Við teljum að hárlokkurinn sé leifar frá gömlu ástarævintýri,” sagði George. „Líklega æskuást. Það væri óvirðing að minnast á það utan þessara veggja.” „Já, gamli vinur, þegar allt kemur til alls þá er það lika óvirðing að leita og gramsa i hirslum Rickys,” sagði Cedric glaðlega. „Við gerðum ekkert slíkt,” hrópaði Louisa. „Það fannst á gólfinu í bóka- safninu." „Fleygt? Yfirgefið? Mér virðist Ricky ekki hafa verið allur þar sem hann er séður. Ég hefði getað svarið fyrir. að hann hefði aldrei haft neinar áhyggjur af kvenfólki. Ég skal sko taka hann í gegn þegar ég sé hann næst.” „Þú gerir ekkert slíkt. Ég óska þess að ég vissi hvert hann hefur farið og hvað þettaáalltað tákna.” „Ég skal segja þér hvert hann hefur farið,” sagði Cedric. „Hann hefur farið að finna þessa gullinhærðu æskuást sína. Það er enginn vafi. Ég gæfi mikið fyrir að sjá hann núna. Ricky í rómantísku ævintýri!” „Það er fjarstæðukennt," sagði Louisa. „Það er öruggt að Richard hefur ekki snefil af rómantik í sér, og hvað varðar ævintýri., ég held að hann myndi skjálfa við tilhugsunina eina saman. Kæri Cedric, Richard er fyrst og fremst maður tiskunnar og hann myndi aldrei gera neitt sem ekki hæfir sönnum glaumgosa. Þú getur tekið orð mín fyrir þvi?” 4. kafli Á þessu augnabliki svaf maður tiskunnar í einu horni stóra, gula og græna áætlunarvagnsins, sem hristist og skjökti á ójöfnum veginum á leið til Bristol. Klukkan var tvö eftir hádegi. Héraðið var Caltot Green, fyrir vestan Reading og draumarnir sem trufluðu hvild manns tiskunnar voru vægast sagt óþægilegir. Hann hafði nokkrum sinnum vaknað augnablik þegar vagninn hafði stöðvast til að taka upp i eða setja úr farþega, þegar þurfti að skipta um hesta eða þegar hann beið eftir þvi að seinlátur hliðvörður opnaði hlið á veginum. Þessi augnablik voru honum jafnvel ennþá meiri martröð heldur en draumamir. Hann verkjaði i höfuðið, augun voru sem logandi og svipir einkennilegra og óvelkominna andlita svifu fyrir sjónum hans. Hann lokaði augunum aftur, stundi og valdi frekar draumana en raunveruleikann. En þeg- ar vagninn stansaði við Caltot Green til þess að láta út feita, asmaveika konu, þá yfirgaf svefninn hann alveg og hann opnaði augun. Hann deplaði augunum framan i svartklæddan mann sem sat á móli honum og hrópaði: „Guð minn góður! síðan settist hann upp. „Liður þér mjög illa i höfðinu?” spurði áköf og óljóst kunnug rödd i eyra hans. Hann sneri höfðinu og sá spurult augnaráð ungfrú Penelope Creed. Hann horfði á hana þegjandi nokkur augna- blik, síðan sagði hann: „Nú man ég. Vagninn — Bristol. Hversvegna ó, hversvegna snerti ég koníakið?” Það var hnippt i hann og hann gerði sér betri grein fyrir umhverfi sínu. Hann sá að það voru þrjár aðrar manneskjur í vagninum, sem sátu á móti honum og horfðu öll á hann með áhuga. Svartklæddi maðurinn, sem hann áleit strax vera skrifstofumann á lög- fræðistofu, var fullur vanþóknunar, kona með húfu og sjal kinkaði kolli til hans móðurlega og sagði að hann væri eins og næst-elsti sonur hennar, sem gæti heldur ekki þolað hristinginn í vagninum; stór maður sem sat við hlið hennar og hann taldi vera mann hennar, tók undir þessa fullyrðingu og sagði djúpri röddu: „Það er rélt.” Framhald l ruesta blaöL Glitrandi hvolfið var beint fram undan flugvélinni. ,, Við komumst víst ekki hjáþvíað berja þetta niður. TAJ MAHAL BEINT FRAM UNDAN —Jack Kent — — Saga handa böm- um á öllum aldri — Bókin: Heljartak eftir Majorie Wallace og Michael Robson „Frænka,” sagði sex ára snáðinn, þegar Hazel lagði hann í bólið. ,,Hvers vegna lyfta læknarnir litlu börnunum upp á fótunum og flengjaþau, þegarþau eru nýfædd?” Hazel velti því fyrir sér, hvað koma myndi á eftir þessari spurningu, en skýrði fyrir honum tilganginn. „Hvernig fóru þeir þá að því að flengja mig?” spurði litla röddin. ,,I hvað gátu þeir haldið til að hafa endaskipti á mér?” Hazel flýtti sér að svara: ,,Ég hugsa að þegar þú komst út hafí þeir bara þrifíð í eyrafr á þér og skellt á bossann á þér, og þannig lifnaðir þú við.” Hann var lítill mannhnoðri, fótalaus og handalaus, en með járnvilja til að komast yfir vansköpun sína. Övænt lágu leiðir kjörforeldranna og fórnarlambs thalidomidelyfsins saman, og í sameiningu unnu þau þrjú sigur á gráglettni örlaganna. BÓK t BLAÐFORMI %. t W. VlltM f X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.