Vikan


Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 18.01.1979, Blaðsíða 63
vera neitt feimin við að leita til kvensjúkdómalæknis. Þeir eru yfirleitt mjög skilningsrikir og þetta gæti verið smávægileg hormónatruflun, sem auðvelt er að lækna. Það liggur þann- ig f heilanum á mér Hæ, gæ. Það liggur nú þannig í heilanum á mér þessa stundina, að gerast annaðhvort tískuteiknari eða atvinnu- Ijósmyndari. En vandamálið er bara það, að ég veit ekki hvar ég get lært þetta. Svo, það eina sem mér datt í hug, var að skrifa til þín og athuga hvort þú gætir ekki grafið upp eitthvað í sambandi við þetta, fyrir mig. Eins og t.d. hvar hægt er að læra þessifög. Er það kostnaðarsamt? Er það langt nám? Er hægt að fá vinnu hér á landi sem tísku- teiknari? Jæja svo er það bara eitt alvarlegt enn, og það er að ef maður þýðir erlenda skáld- sögu, og langar til að fá hana útgefna, hvert snýr maður sér? — Ég vona að þú reynir að svara þessu fyrir mig. Með fyrirfram þakklœti til þín (ykkar). Sissa Tískuteiknun er ekki kennd hér á landi, en forskólinn hjá Myndlista- og handíða- skólanum, sem er tveggja ára nám, er nokkuð góð undirstöðu- menntun fyrir framhaldsnám erlendis. Upplýsingar um ljós- myndun getur þú fengið hjá Iðnskólanum. Þar getur þú lært ljósmyndun og mun náms- tilhögun vera svipuð og í öðrum greinum, sem þar eru kenndar. Atvinnuhorfur tiskuteiknara hafa ekki verið alltof glæsilegar hérlendis. Það mun þó eitthvað hafa batnað á síðustu árum og nokkur fyrirtæki í fataiðnaði hafa á sínum snærum íslenska fatahönnuði. Þýðir þú erlenda skáldsögu er talsvert þýðingar- mikið að hafa sótt um rétt til þess, því öðrum kosti gætir þú átt erfitt með að fá hana útgefna. Allar nánari upplýsing- ar ættir þú að geta fengið hjá bókaútgefendum. Hann yrði draumaeiginmaður Kæri Póstur! Þannig er mál með vexti að ég er búin aðvera á föstu með góðum strák (að mínu mati) í nokkra mánuði. I sjálfu sér er það nú ekki ýkja langur tími, en mér finnst við hafa kynnst hvort öðru alveg ótrúlega mikið á þeim tíma. Þessi vinur minn er dálítið mikið eldri en ég, en égfann ekkertfyrir aldurs- muninum, hann veitir mérfrekar öryggi. Mér þykir alveg óskaplega vœnt um strákinn (hann er nú raunar frekar maður) og ég held að ég myndi fyrirfara mér, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Samband okkar hefur þróast með fremur eðlilegum hætti, að ég held, nema hvað við höfum e.t.v. verið svolítið fljót á okkur, (eða sennilega ég, sem hefði átt að fara hægar af stað) og nú er svo komið, að ég bý hjá honum allar helgar og myndi áreiðanlega búa þar alltaf, ef ég vœri ekki önnum kafin í skóla og fjarlægðin á milli heimila okkar mikil. (Hann leigir íbúð). Við erum mjög samrýnd, höfum svipaðan smekk og áhugamál, erum bœði heimakær og elskum friðinn meir en nokkuð annað í heimi. Þegar við erum saman er ég róleg og afslöppuð, ég vinn mín verk, elda góðan mat handa okkur og hann hjálpar til. Og ekki síst, hann hrósar mér fyrir vel unnin verk. Hann yrði sem sagt: Draumaeiginmaður. Sameiginlega setjum við markið hátt, ekkert nema það besta er nógu gott fyrir okkur og allt sem við kaupum, (s.s. munir og eldhúsáhöld) miðast við það. Við tölum um trúlofunarhringa og börn, (hann segir að vísu alltaf, að það síðarnefnda verði að bíða betri tíma) og mér flnnst það bæði gaman og eðilegt. Allt leikur sem sagt í lyndi — við ung og ástfangin með stórhuga áætlanir í kollinum. (Mér til mikillar gremju hefur mér verið bent á að koma niður úr skýjunum og mér flnnst það beinlínis ósmekklegt, éða hvað flmnst þér?) Formálinn er orðtnn nægilega langur, en þá kemur líka mergur málsinsj I Ætíð þegar eg kem heim í helgarlok, kvíði ég fyrir. Þá er strax byrjað að tuða og jagast í mér með alls kyns athuga- semdum og spurningum. Eg reiðist venjulega, þegar mœlirinn fyllist og stekk inn í herbergi og grœt söltum tárum í koddann minn og hugsa til vinar míns og þess friðar, sem ætíð ríkir innra með mér, í hans návist. Aldrei rífst hann í mér og mér er næstum léttir þegar hann sækir mig á bílnum okkar, á föstu- dögum. Foreldrum mínum líkar ágœtlega við unnusta minn, að ég best veit. Samt grunar mig að þeim flnnist hann haldinn svolitlu stœrilæti, en ég veit I hjarta mínu að það stafar af ein- hverskonar minnimáttarkennd. (Hann hætti snemma í skóla, fór að vinna, en sjálfstæði hans rak hann fljótt til þess að fara að búa einn). Foreldrar mínir láta í Ijós óánægju yflr menntun- arleysi hans, en ég tel mig það þroskaða, að telja það stafa af umhyggjusemi fyrir framtíð minni. En þú? Vinna hans er ágæt, en gæti verið völt. ... Þó eru litlar líkur á því. Ég veit, eins vel og nafnið mitt, að hann myndi veita mér allsnægtir, ef við færum að búa saman og hefðum stór áform í frammi. Ég get ekki annað en hrósað honum, því hann er blíður lundgóður, heiðarlegur, forsjáll — öðlingur í allan stað. (Ég skrifa þetta ekki blinduð af ást!) Hvað get ég gert til þess að verða ekki fyrir þessu aðkasti frá foreldrum mínum, orðum um að hann gœti nú misst vinnuna eða hann tali stórt (og hann geti ekki staðið við orð sín) eða hvar séu nú peningar hans, þar sem hann sé nú löngu hœttur I skóla? Ég þoli ekki lengur við þetta að búa. Ég vil lifa í friði með honum, án afskipta foreldra minna og ásakana, Ég krefst þess að vera sjálfstæður einstaklingur en þau vilja halda í mig. Hvað get ég gert? Samt elska ég þau. Þér er guðvelkomið að stytta bréflð. Einlæg von um svar sem fyrst. Ein, sem varð að skrifa. Foreldrum þínum gengur ekki nema gott eitt til, um það er Pósturinn alveg sannfærður. Þau óttast líklega mest að þú litir hlutina ekki raunsæjum augum og eigir því eftir að verða fyrir sárum vonbrigðum. Um það getur enginn dæmt, og kannski allra síst Pósturinn, því hann þekkir ekkert ykkar persónulega. Hins vegar ætti menntunarleysi vinar þíns ekki að skipta neinum sköpum í sambandi ykkar. Sé það eini gallinn, sem foreldrar þínir sjá á honum, ætti það mál að vera fremur auðleyst. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru flestir skólar landsins staðsettir og vinur þinn gæti auðveldlega sótt einn þeirra, ef hann hefði áhuga á. Því er ekki að neita að í því efni hafa foreldrar þínir eitthvað til sins máls, því i okkar þjóðfélagi gæti menntunarleysi orðið ykkur mikill þrándur í götu í framtíðinni, þrátt fyrir dugnað ykkar og bjartsýni. Ræddu við foreldra þína í einrúmi og gættu þess þá að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. Eins og áður sagði er Pósturinn alveg sannfærður um að foreldrum þínum gengur gott eitt til. Þau hafa meiri lífsreynslu að baki og gætu því örugglega orðið þér styrk stoð þegar fram í sækir, ef þú aðeins manst að sýna þeim bæði trúnað og hreinskilni. 3-tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.