Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 10
M stríðsárunum sigldi ungur maður til Ameríku þeirra erinda að læra tannlækningar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Maðurinn varð aldrei tannlæknir og fór þess 1 stað að hugsa um blaðamennsku. í 6 ár dvaldi hann í háborg glæpanna, Chicago, og mátti engu muna að hann yrði heimsfrægur blaðamaður. En römm er sú taug — og ungi maðurinn sneri aftur heim til íslands. Þar stofnsetti hann sitt eigið vikublað sem hann nú hefur haldið gangandi í 30 ár. Hann hefur ekki verið með fólk í vinnu heldur gert allt sjálfur. Ritstjórnin hefur verið í næsta herbergi við svefn- herbergið og fréttirnar hefur hann fengið úr því andrúmslofti sem hann lifir í. Maðurinn sem um ræðir er Agnar Bogason ritstjóri Mánudagsblaðsins. Hér segir hann frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið. Ætlaði að verða tannlæknir — Ég fór til Bandaríkjanna 1940 þeirra erinda að læra tannlækningar og var í allt 6 ár úti, fyrst 2 ár í Dallas og Houston og síðan 4 ár í Chicago. Ég byrjaði að nema tannlækningarnar en þótti það svo viðburðasnautt að ég skutlaði mér fljótlega yfir í annað og fór að lesa pólitísk fræði með sérstöku tilliti til blaðamennsku. Þar með var ég kominn á sporið og hef verið í blaðamennsku síðan. — Chicago er dásamlegasta borg í heimi. Einn kennarinn minn komst þannig að orði að Chicago væri einstæð borg vegna þess að hún væri „completely corrupt” (algjörlega spillt). En þetta voru dásamlegir tímar, þó svo að stríðið væri í algleymingi og maður væri alltaf peningalaus — maður hafði ekki áhyggjur af slíkum hlutum á Chicago-árunum. Peninga fékk maður að heiman, að mig minnir 80-90 dollara á mánuði, og það var látið duga. Að vísu þurfti maður að veðsetja ritvélina sína og úrið þegar tók að líða á mánuðinn en fyrstu tvær vikur hvers mánaðar lifði maður hátt. Þá var peningasendingin nýkomin frá fjár- haldsmanninum sem var enginn annar en sendiherra íslands í Washington, Thor Thors. Hann hafði gert mig að skjól- stæðingi sínum vegna þess að pabbi hafði kennt honum og kunningsskapur þeirra haldist. En hann varð afskaplega uppgefinn á mér. Maður var eitthvað svo kærulaus á þessum árum. Þrátt fyrir það lauk ég prófi frá Chicago-háskóla, náði bachelorgráðu og bjó mig undir að taka meira með því að skrifa það sem þeir kalla „thesis” (ritgerð) um stöðu Indlands sem nýlendu. Þá var það að Stafford Cripps þurrkaði Indland út sem nýlendu, svokallaða „Cripps Proposals”, og þar með var ritgerðin mín farin til fjandans. Ég hafði engan áhuga á henni lengur og því síður kennarar mínir, því þetta var búið mál. — Ég hefði getað fengið starf þarna í Bandaríkjunum að loknu námi á ekki minna virtu blaði en TIME. Það átti að taka mig til reynslu í hálfan mánuð í það sem nefnt er „editorial research”, en það eru blaðamenn sem vinna að því að kanna bakgrunn þeirra mála sem fjalla á um og búa upplýsingar í hendur blaðamanninum sem endanlega skrifar um málið. Þeir sem byrja í slíkum störfum vinna sig yfirleitt upp í það að verða alvörublaðamenn. En þá kom babb i bátinn. Þetta voru stríðs- tímar og eins og aðrir erlendir námsmenn hafði ég ekki farið í bandaríska herinn en í stað þess skrifað undir skjal þar sem ég afsalaði mér möguleikanum á því að geta gerst bandarískur ríkisborgari seinna. Þetta voru skiptin sem boðið var upp á. Og það var náttúrlega ótækt að TIME færi að taka mann í vinnu sem ekki væri bandariskur borgari. Þar fór það glæsta tækifæri. En skýringin á þessu tilboði er e.t.v. öðrum þræði sú að á þessum tíma voru flestir menn á mínum aldri í hernum, eða þá að sleppa úr honum, þannig að mannval var ekki eins mikið og seinna varð. Þeir sem fyrir voru höfðu yfirleitt enga reynslu í blaðamennsku og litla hafði ég. Þó svo færi að ég skrifaði aldrei fyrir TIME þá var ég þó um tíma hjá Chicago Sun, sem nú heitir Chicago Sun Times og var þá aðallega í minniháttar lögreglu- fréttum. Og svo má ekki gleyma þvi að meðan að ég var í skólanum skrifaði ég mikið í skólablaðið og tók viðtöl við einhver reiðinnar ósköp af leikurum sem voru að fara frá Kaliforníu til New York og höfðu viðdvöl í Chicago. Þetta voru allt frægir leikarar, stjörnur síns tíma: Pat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.