Vikan


Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 25.01.1979, Blaðsíða 22
„Ekki?” Hana verkjaði eftir að spyrja lögregluþjóninn af hverju, hvaða ástæðu hann hefði til að ætla að enginn myndi nokkru sinni finna konuna. „Ég sá Hallet í morgun. Hann ók Bentleynum hennar.” Með sinni eðlilegustu rödd spurði Rynn. „Hví skyldi hann ekki gera það?” „Komdu. Við getum rætt það í bílnum.” Rynn hljóp að dyrum vinnuherbergisins og bankaði. „Pabbi, ég ætla á sjúkrahúsið með Miglioriti lögregluþjóni. Til Marios. Ég hringi þaðan og læt þig vita hvenær ég kem heim. Bless.” Rynn læsti úti- dyrunum, kveikti á útiljósinu og flýtti sér gegnum reykinn að bílnum. 1 lögreglubílnum brast í senditækinu: Kona hafði læst sig úti úr bilnum sínum við kjörverslunina. „Hvernig list þér á að við látum frosna matinn hennar þiðna meðan ég kem þér yfir á sjúkrahúsið?” sagði Miglioriti. Rynn hafði aldrei áður setið í lögreglubil. Hún sat þegjandi og beið eftir að eitthvert lífsmark brysti út úr senditækinu. „Um Mario,” sagði Miglioriti, „þá geturðu verið róleg. Hann fær allt sem hann þarf.” „Það er auðvelt fyrir þig að segja það.” Lögregluþjónninn leit ekki á hana, en hann brosti. „Ég vona að þessi ítur- vaxna Ijóska mín myndi tala svona við sömu aðstæður.” Bíllinn beygði inn á veginn sem lá að þjóðveginum. „Heima hjá þér vorum við að tala um að Frank Hallet æki bílnum móður sinnar. Þú spurðir hvernig hann hefði fengið lyklana.” „Nei,” sagði stúlkan. „Það sem ég sagði var, hvers vegna skyldi hann ekki gera það?” Rynn bað þess að senditækið lifnaði, skærist í leikinn með einhverju meiru en konu strandaðri á bílastæði kjör- verslunarinnar, eitthvað sem tæki alla athygli Miglioritis. „Sagði Mario þér ekki að hún vildi ekki leyfa sínum eigin syni að aka bílnum?” „Það má vel vera að hann hafi gert það.” „Vissirðu ekki að síðan hún hvarf hefur bíllinn verið læstur?” Rynn var Ijóst að hvaða spurningu sem gat verið ætlað að leiða hana í gildru. Og nú þegar spurningunum rigndi þéttar en hún náði að hugsa, var eina vörn hennar að svara þeim ekki. „Eða að við urðum að draga bílinn frá skrifstofunni hennar yfir á verkstæði föður Marios?” Miglioriti hægði ferðina til að hleypa bíl inn á veginn. Hugsunin um Mario á sjúkrahúsinu yfirgaf hana ekki. Hún var veik af áhyggjum, ófær um að huga að því sem maðurinn var að segja, samt vissi hún að hún varð að vera á verði gagnvart lögregluþjóninum. Var hann á þessu augnabliki að spyrja hana út úr eða var hann aðeins að hugsa upphátt? Lögregluþjónninn beið eftir að stúlkan spyrði hvernig Hallet hefði tekist að opna bílinn og þegar hún gerði það ekki, bar hann spurninguna upp. „Hvernig heldurðu að hann hafi komist inn í hann?” „Náði i lásasmið?” „Já.” Miglioriti virtist verða fyrir vonbrigðum þegar stúlkan leysti gátuna hans svona auðveldlega. „Ég á við, myndir þú ekki gera það?” Litla stúlkan við endann á trjágöngunum spurði hún. „Ég veit að það myndi ég gera.” „Ef ég byggist aldrei við að sjá móður mína aftur.” „Hefurðu spurt hann?” „Maður spyr ekki Halletana. Maður talar við þá, en mjög kurteislega, og jafnvel þá leggur maður ekki hart að þeim. Frank Hallet er ríkur maður núna. Við eigum eftir að sjá mikið af Hallet — akandi um á þessum Bentley.” „Þér geðjast ekki að honum, er það?” „Við skulum bara segja að ég vonist til að þið lítið þann dag sem þessi tíkar- sonur gerir glappaskot. Fram að þeim degi verðið þið að horfa upp á hann — akandi um á bílnum hennar.” Bíllinn stansaði við umferðarljós. Hann rétti út höndina og hneppti efstu tölunni á úlpu Rynn. „Nei, mér geðjast ekki að honum.” Þau óku þegjandi áfram. „Hverju viltu veðja að hann sýnir sig, jafnvel þegar við drögum i happdrætti lögreglunnar í kvöld?” Miglioriti beygði inn á þjóðveginn, en í þá átt sem lá frá þorpinu. Hann hlaut að hafa orðið var við óvissu hennar. „Mario er ekki í þorpinu. Læknirinn vildi fá hann á sjúkrahúsið inni í bænum. Þetta fékk ástand Marios til að hljóma enn alvarlegar. „Ertu með peningana fyrir strætisvagninum svo þú komist heim aftur?” Rynn kinkaði kolli. Móða tók að setjast á bílrúðurnar þar til lögregluþjónninn setti rúðuhitarann í gang. Umferðin þyngdist á götunum. Miglioriti laut ögn til að sjá umferðarljós við gatnamót breytast úr rauðu í grænt. „Þarna er sjúkrahúsið, til hægri handar." Hann stansaði við gangstéttar- brúnina. Rynn þurrkaði móðuna af hliðarrúð- unni til að horfa á risavaxna gráa bygginguna. Einhvers staðar þarna inni lá Mario. Hún lagði höndina á hurðar- húninn. „Ég þarf að segja þér dálítið áður en þú ferð.” Hún leit yfir tröllaukna stofnunina. „Tókstu eftir þegar ég sagði þetta um Hallet, að ég sagðist vona að þið sæjuð öll þann dag sem hann gerir glappaskotið sitt og næst? Ég sagði það vegna þess að ég verð ekki hér. Þú sérð mig ekki oftar.” Það leið augnablik áður en Rynn, áhyggjufull vegna Marios, skildi hvað maðurinn var að segja. „Ég er að fara til Kaliforníu.” „En þú vinnur hér!” „Ekki lengur.” Hann tók niður húfuna. „Ég gerði það loksins. Sagði upp.” Kaldur hræðslukökkur settist i háls hennar og varnaði henni máls. Henni tókst þó að stynja upp, „Geturðu það? Ég á við hætt — bara svona?” „Ekki bara svona. Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér i meira en ár.” Hann lagði húfuna á sætið milli þeirra og hönd hans rann yfir svarta brún stýrishjólsins. „Það þýðir að ég missi þá stöðu sem ég hef hér. Ég þarf að byrja á Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. BIABIB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 ZXVikan 4* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.